Fréttablaðið - 06.07.2005, Síða 56

Fréttablaðið - 06.07.2005, Síða 56
Þeir voru ófáir tónlistarmennirnir sem æptu „Hi Roskilde“ í hljóðnem- ann á Hróarskelduhátíðinni um helgina. Ekki skrítið enda kættist fólk og tók undir í hvert sinn sem þetta bragð var notað. Fólk var komið á Hróarskeldu til að skemmta sér og bongóblíða alla helgina jók enn á gleðina. Vissulega fengu hinar 160 hljómsveitir og tón- listarmenn misjafnar undirtektir enda lögðu sig ekki allir jafn mikið fram. Sumir treystu á forna frægð, aðrir á útlitið og stælana en svo voru aðrir sem komu, sáu og sigr- uðu. Þeirra á meðal var Mugison sem náði að hrífa fólk með sér og skemmta því rækilega. Misefnilegar sveitir Tónlistaratriðunum er skipt niður á sex svið og ræðst það af tegund tón- listar og frægð hvar fólk spilar. Þannig er Odeon-sviðið hugsað fyr- ir tónlistarfólk sem er líklegt til vin- sælda, svið þeirra efnilegu. Bloc Party er ein þeirra hljómsveita en hún spilaði sig upp í næstu deild með frammistöðu sinni og það stað- festu tónleikagestir á milli laga. Bright Eyes verður hins vegar efni- legur aðeins lengur því hann náði ekki að sýna fyrsta flokks frammi- stöðu. Heimstónlistin fær sitt tjald á hátíðinni. Þar eru seldir kokteilar í plastglösum og fólk dansar af mikl- um móð. Eflaust eru flestir þeir sem hingað koma að heyra og sjá þessa tónlistarmenn í fyrsta sinni. En framandi taktur og fjörug sviðs- framkoma hrífur flesta með sér. Hingað kemur fólk því til að „tengja“ við öðruvísi tónlist. Á aðalsviðinu og Arena eru haldnir fjölmennustu tónleikarnir. Í Arena tjaldinu, sem rúmar 10 þús- und manns var alla jafna þétt skip- aður bekkurinn þegar líða tók á kvöld. Frammistaða Interpol var einna markverðust. Þeir voru síð- astir á svið og luku þessu með stæl. Létu tónlistina tala sínu máli og voru ekkert að biðja fólkið um að kalla hey-hó eða klappa í takt. Fólk klappaði nú samt og skemmti sér vel. The Tears áttu líka góðar stund- ir með sínum gestum í Arena og fengu góðar undirtektir. Heima- menn áttu líka sína fulltrúa, Junior Senior og The Raveonettes. Betri rómur var gerður að framlagi þeirra fyrrnefndu. Þrír á palli Á aðalsviðinu voru vinsælu hljóm- sveitirnar. Velvet Revolver þeirra fyrst og líka síst. Ekki vantaði stæl- ana hjá þessum reynsluboltum en hins vegar skorti þá alla gleði og áhuga. Eiginlega mætti kalla svið- framkomu þeirra „Þrír á palli“ því aðalkarlanir þrír skiptust á að standa uppi á palli og fara með sóló- atriði. Þetta fílaði fólkið ekki og dró upp stórt spjald sem á stóð „Hvar er Axl?“ og átti þá við söngvara Guns’n’Roses. Næst á svið var Kent frá Svíþjóð. Óhætt er að kalla þá hljómsveit hússins enda var þetta í fimmta sinn sem þeir spila á hátíð- inni. Þúsundir Svía tóku undir í hverju lagi og stóðu Kent sig með prýði. Snoop Dogg hélt sáluhjálpar- messu fyrir sjálfan sig á stóra svið- inu í steikjandi hita á föstudag. Lét tugi þúsunda gesta kalla nafn sitt í rúman klukkutíma og hefur því sennilega stigið af sviðinu tilbúinn til heimsyfirráða. Gaf sér samt tíma til að flytja nokkur lög og það fílaði fólkið. Var með nokkuð stóra hljóm- sveit með sér sem gaman hefði ver- ið að heyra meira frá. Audioslave á sér álíka sögu og Velvet Revolver, er samsuða úr tveimur frægum hljómsveitum. Þeim tókst mun bet- ur upp en hinum og náðu fólkinu á sitt band. Voru öruggari með tón- listina sem þeir spiluðu og hljómuðu vel. Þreyttir Íslandsvinir Óvæntasta meik hátíðarinnar voru svo Black Sabbath. Ozzy muldraði sig í gegnum lögin en það gerði ekk- ert til. Black Sabbath átti góðan dag en heimamennirnir í D-A-D sem komu á svið á eftir þeim réðu ekki við verkefnið. Á sunnudag komu þeir fram sem höfðu fyrr um dag- inn spilað á Live8 tónleikum annars staðar í Evrópu, Green Day og Dur- an Duran. En á meðan þeir flugu til Danmerkur spiluðu Foo Fighters og gerðu sitt og vel það. Duran Duran steig svo á svið rúmlega eitt um nóttina. Voru greinilega þreyttir eftir langan dag og vel heppnaða tónleika á Íslandi. Komust þó í gang eftir nokkur lög, um leið og gömlu lögin fóru að hljóma. Þeir héldu svo áhorfendum á tánum það sem eftir lifði. Það var Brian Wilson sem batt endahnútinn á hátíðina. Steig á svið um kvöldmatarleytið á sunnudag og smælaði framan í heiminn. Endaði á sínum stærstu smellum og tugir þúsundir manna dönsuðu með. Vel heppnuð hátíð Það vita þeir sem á Hróarskeldu hafa farið að ekki er bæði haldið og sleppt. Ekki gefst tími og stundum ekki þrek til að sjá og heyra allt það sem er í boði. Það er líka á við góða tónleika að ganga um og fylgjast með fólkinu. Allir njóta dagsins, annað hvort í vinahópi eða með fjöl- skyldunni. Sjá má virðulegt eldra fólk (líka minna virðulegt eldra fólk), barnafjölskyldur og svo ungt fólk og unglinga skemmta sér á saman án teljandi vandræða. Hró- arskelduhátíðin heppnaðist vel í ár. Nú er bara að spara raddböndin þar til á næsta ári svo hægt sé að taka undir „Halló Hróarskelda 2006“ af öllum krafti. ■ 24 6. júlí 2005 MIÐVIKUDAGUR Uppl. og skráning í síma 896 1248 Sumarnámskeið Nokkur pláss laus REIÐSKÓLINN ÞYRILL 11. júlí 25. júlí 8. ágúst Íslenskir knattspyrnu- strákar ræna fötum í Færeyjum „Voru klæddir í föt sem þeir höfðu daginn áður stolið úr búðinni.“ FAÐMHERINN Hópur fólks hljóp um svæðið, sýndi ást og hlýju með því að faðma fólk að sér. FJÖLSKYLDUFÓLK Ungir sem aldnir, fólk af öllum stærðum og gerðum, lét sjá sig á Hróarskeldusvæðinu. Fr ét ta bl að ið /K ris tjá n Si gu rjó ns so n TÓKST HIÐ ÓMÖGULEGA Mugison kom sá og sigraði þegar hann tróð upp á Hróarskelduhátíðinni um síðustu helgi. Hann fékk meðal annars fjögur tjöld af fimm í blaði sem gefið er út á hátíðinni. En hvað fannst áhorfend- um um kappann? Halltóra Henriksen, Færeyjum. „Hann er frábær og súper kúl og ég á plöturnar hans. Fannst meiriháttar að hann skyldi enda á Wild Thing.“ Eik Mjelva Kolstrup, Noregi. „Ég trúi þessu ekki. Þetta eru einir bestu tónleikar sem ég hef farið á en ég veit ekkert hver þessi gaur er og reiknaði ekki með neinu. Ég er bara alveg gátt- aður. Ég kaupi örugglega plötuna hans.“ Sigurlaug María Hreinsdóttir og Jóhann Páll Hreinsson, Íslandi. „Æðisleg stemmning. Mikið af útlend- ingum og þeir voru greinilega að fíla hann. Mugison er skemmtilegur og alltaf ferskur.“ Leon og Rune, Ástralíu. „Gerðum grín af því fyrir tónleikana að það væri ómögulegt að ná stemmningu á þessum tíma dags. Þessum gaur tókst það hins vegar. Vissum ekkert um hann fyrir tónleikana og duttum hingað inn fyrir tilviljun. Þetta var góð byrjun á deg- inum.“ Uppvask / Ræstingar Vantar duglegt fólk í sumarafleysingu við uppvask á kvöldin og fólk í ræst- ingar og þvottahús framtíðarstarf. Upplýsingar hjá hótelstjóra á staðnum og í síma 552-5700. MÚGUR OG MARGMENNI Tugþúsundir manna komu saman á Hróarskelduhátíð- inni í ár og skemmtu sér konunglega enda veðrið með eindæmum gott. Halló Hróarskelda! Hróarskelduhátíðin fór fram um síðustu helgi í glampandi sólskini. Um 160 hljómsveitir tróðu upp við mismikinn fögnuð áhorfenda. Kristján Sigurjónsson fylgdist spenntur með.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.