Fréttablaðið - 06.07.2005, Side 59

Fréttablaðið - 06.07.2005, Side 59
Tónlistarmaðurinn Peter Doher- ty kemur fram á tónlistarhátíð- inni Iceland Airwaves í haust með hljómsveit sinni, Baby- shambles. Doherty, sem var áður í The Libertines, stofnaði Baby- shambles fyrst sem hliðarverk- efni fyrir tveimur árum. Eftir að stormasömu samstarfi Doherty við félaga sína í The Libertines lauk hefur stjarna hans haldið áfram að skína með Baby- shambles. Fyrir utan litríkan lífsstíl nýtur Doherty gífurlegr- ar virðingar sem texta- og laga- höfundur í Bretlandi enda hafa The Libertines gefið út tvær fyr- irtaks plötur. Fyrstu plötu Babyshambles er beðið með mikilli eftirvæntingu en útgáfudagur hennar er áætl- aður í október. Hljóðupptöku- stjóri á plötunni er Mick Jones gítarleikari úr Clash. Baby- shambles sendi frá sér tvær smáskífur á síðasta ári. Seinni smáskífan, „Killamanagiro“, hafnaði í toppsæti breska vin- sældarlistans en næsta smáskíf- an,“Fuck Forever“, kemur út 8. ágúst næstkomandi. Þess má geta að Elton John og Doherty sungu dúett á Live 8 tónleikunum í Hyde Park í London um síðustu helgi. Sungu þeir gamla Marc Bolan slagar- ann „Children of the Revolution“ við gríðarlegan fögnuð við- staddra. ■ Babyshambles á Airwaves PETE DOHERTY Tónlistarmaðurinn Pete Doherty spilar á Iceland Airwaves í haust ásamt hljómsveit sinni Babyshambles. SCF Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. ***** svalasta mynd arsins ÞÞ FBL

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.