Fréttablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 2
2 15. febrúar 2006 MIÐVIKUDAGUR
STJÓRNMÁL Jón Baldvin Hanni-
balsson, fyrrverandi sendiherra
Íslands í Bandríkjunum, fór hörð-
um orðum um áherslur banda-
rískra stjórnvalda í málefnum
Mið-Austurlanda á opnum fundi
Sambands ungra sjálfstæðis-
manna um skopteikningar Jót-
landspóstsin.
Reiði og offors hjá múslímum
um heim allan telur Jón Baldvin
að megi rekja til hræsnislegra
starfshátta öfgamanna sem sitja
í ríkisstjórn Bandaríkjanna.
„Framlag George Bush, forseta
Bandaríkjanna, til heimsmenn-
ingarinnar hefur fyrst og fremst
falist í hernaðarhyggju og offorsi
sem leitt hefur af sér sívaxandi
spennu í Mið-Austurlöndum. Á
valdatíma sínum hefur Bush tvö-
faldað framlög til vígbúnaðar og
alið á ófriði. Bush hefur komið sér
upp stjórnmálalegum aðferðum
þar sem hann áskilur sér rétt til
þess að beita ofbeldi.“
Jón Baldvin telur ofsafengin
viðbrögð múslíma við skopteikn-
ingum Jyllandsposten tengj-
ast brenglaðri upplifun flestra
múslíma á vestrænni menningu,
sem birtist þeim í gegnum ofbeldi
og ofstækisfulla háttsemi Ísrela,
sem beita vopnlaust fólk í Palest-
ínu ofbeldi á degi hverjum, með
stuðningi Bandaríkjanna. „Upp-
lifun ungra múslíma á boðskap
Bandaríkjamanna er í gegnum
Ísrael, Palestínu og innrásina í
Írak. Í gegnum tíðina hafa Banda-
ríkjaforsetar reynt að leggja
til sáttatillögur til þess að róa
ástandið í Mið-Austurlöndum. Frá
þessu hefur George Bush horfið
og þess vegna iðar allt af reiði og
spennu þar nú.“ - mh
Jón Baldvin Hannibalsson lýsir George W. Bush, Bandaríkjaforseta, sem öfgamanni:
Bush elur á hernaðarhyggju og hatri
JÓN BALDVIN HANNIBALSSON Á FUNDIN-
UM Í GÆR Jón Baldvin hefur miklar áhyggj-
ur af stjórnarháttum Bandaríkjanna og
telur öfgafulla hernaðarhugsjón George W.
Bush, Bandaríkjaforseta, ógna heimsfriði.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SPURNING DAGSINS
Valdís, fékkstu blóm?
„Nei, og ég á ekki von á þeim.“
Valentínusardagurinn var í gær. Valdís
Gunnarsdóttir útvarpskona hefur lengi haldið
merki hans á lofti.
SVEITARSTJÓRNARMÁL Samningurinn
við Eykt er ekki útboðsskyldur að
sögn Orra Hlöðverssonar, bæjar-
stjóra í Hveragerði.
Hann segir að vissulega hafi
komið fram gagnrýni á samning-
inn en hins vegar sé einnig fjöldi
hlynntur honum. Orri segir að
Eykt hafi komið að máli við bæjar-
yfirvöld með ákveðnar hugmynd-
ir sem samkomulag hafi náðst um.
Bæjaryfirvöld myndu aldrei gera
samning af þessari stærðargráðu
teldu þau hann ekki vera hagstæð-
an fyrir bæinn.
„Tilgangurinn með því að velja
þessa leið er að tryggja það að bær-
inn taki sem minnsta fjárhagslega
áhættu og að hann sé í bílstjórasæt-
inu í ferlinu,“ segir Orri. „Þetta er
samningur til tólf ára með miklum
endurskoðunarákvæðum.“ Orri
segir að Eykt muni fá bygginga-
rétt fyrir 800 til 900 íbúðir. Fyrir-
tækið muni byggja brú yfir Varmá
auk leikskóla og standa straum af
kostnaði við alla skipulagsvinnu.
Þá muni bærinn fá aftur bygging-
arrétt fyrir 120 íbúðir á svæðinu
sem hann geti selt.
„Eftir að allri uppbyggingu
er lokið mun þetta skila okkur
500 milljónum króna í handbæru
fé,“ segir Orri. „Það er fjárhæðin
sem mun standa eftir í bæjarsjóði
eftir að bæjaryfirvöld eru búin að
standa straum af kostnaði vegna
uppbyggingu skóla, gatnakerf-
is og annarrar grunnþjónustu á
svæðinu.“ - th
Bæjarstjóri Hveragerðis um samninginn við Eykt:
Fá 500 milljónir í kassann
ORRI HLÖÐVERSSON Bæjarstjórinn segir samninginn við Eykt mjög hagstæðan.
������ ��������� ���� ������
��������� �� ���������� ������ ��
������������������������������
������������������������������
���� ������ ������ ������ �����
�����������������������������
�������� ���� ��������� �������
��� ������� ��� ������� ������ ����
���� ����� �������� �������� ���
���������������������� �����
������������������������������
��� ��� ������ ����������� ������
������� �������������� ��� ����
����������������������������������
�������� ��� ���������� ���� ����
���������������������������������
������������������������������
�� ����� ��������� �����������
����� ������ �������������� �����
������������������ ����� ����
��������
���������
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.
OSLÓ, AP Rómantíska ævintýralífið
sem einhleypir piparsveinar segj-
ast lifa gæti verið orðum aukið, að
minnsta kosti í Noregi. Nærri 20
prósent einhleypra Norðmanna
kyssa aðra manneskju afar sjald-
an eða aldrei, samkvæmt niður-
stöðum skoðanakannanar sem
birtar voru í gær.
Pör sem eiga börn eru meira en
þrisvar sinnum líklegri en hinir
einhleypu til að skiptast á kossum.
Jafnframt eru konur líklegri til
kossa en karlar, og telja aðstand-
endur könnunarinnar ástæðuna
vera að hluta til þá að konur kyssa
börn oftar en karlar. - smk
Einhleypir Norðmenn:
Kossaflens
sjaldgæft
KOSSAR Þetta par kyssist heitt og innilega.
ÍSRAEL, AP Omri Sharon, sonur Ari-
els Sharon, forsætisráðherra Ísra-
els, var í gær dæmdur í níu mán-
aða fangelsi fyrir að hafa aflað
fé með ólög-
mætum hætti
fyrir bar-
áttu föðurs
síns um for-
ma n nsemb -
ætti Líkúd-
f l o k k s i n s
árið 1999.
Omri játaði
s k j a l a fa l s ,
brot á fjáröfl-
u n a r l ö g u m
fyrir stjórn-
má la f lok ka
og viðurkenndi að hafa logið eið-
svarinn fyrir rétti. Hann sagði af
sér þingmennsku í janúar.
Omri verður gert að halda
skilorð í níu mánuði eftir fang-
elsisvistina og að greiða sekt.
Þó frestaði dómurinn gildistöku
fangelsisdómsins vegna veikinda
föður Omris, sem verið hefur í dái
síðan í byrjun janúar. ■
Sonur Sharons dæmdur:
Níu mánuðir
fyrir skjalafals
OMRI SHARON Sonur
forsætisráðherra Ísraels,
hefur verið dæmdur í
fangelsi.
SVEITARSTJÓRNARMÁL Meirihlutinn
í bæjarstjórn Hveragerðis mun í
dag samþykkja að semja við verk-
takafyrirtækið Eykt um bygg-
ingarétt fyrir 800 til 900 íbúðir.
Byggt verður á svæði austan
Varmár, fyrir neðan Ölfusborg-
ir. Undirskriftalistar með nöfn-
um 400 bæjarbúa sem mótmæla
samningnum verða afhentir Orra
Hlöðverssyni bæjarstjóra fyrir
hádegi.
Átök hafa verið um málið í bæj-
arstjórn. Hefur minnihluti sjálf-
stæðismanna gagnrýnt harðlega
hvernig staðið hefur verið að mál-
inu og vilja þeir bjóða verkið út.
Meirihluti Framsóknarflokks og
óflokksbundinna og Samfylking-
ar og óháðra hefur hins vegar vilj-
að semja beint við Eykt. „Ég get
ekki séð að neitt hafi komið fram
sem komi í veg fyrir það að samið
verði við Eykt,“ segir Orri.
Samkvæmt samningnum
er uppbyggingunni skipt í þrjá
áfanga. Framkvæmdir vegna 300
íbúða í fyrsta áfanga hefjast á
næsta ári og lýkur um áramótin
2010 til 2011. Þá verða til íbúðir
fyrir um 750 íbúa en nú búa um
2.100 manns í Hveragerði.
Aldís Hafsteinsdóttir, oddviti
sjálfstæðismanna, segist ekki
trúa því að málið verði samþykkt,
það yrðu pólitísk afglöp. „Ef
þetta verður samþykkt munum
við kanna hver staða okkar er
og líklega kæra þetta til félags-
málaráðuneytisins,“ segir Aldís.
Þegar hún er innt eftir því hvort
sjálfstæðismenn myndu rifta
samningnum komist þeir til valda
í haust segir hún að sá möguleiki
verði vissulega skoðaður.
Aldís segir að um sé að ræða
mjög verðmætt land. Alls 80 hekt-
ara að stærð sem jafngildi 115 fót-
boltavöllum.
„Það er óskiljanlegt að þetta
hafi ekki verið boðið út og raun-
verulegt markaðsvirði landsins
kannað,“ segir Aldís. „Það hefði
verið best ef bærinn hefði klárað
að deiliskipuleggja svæðið og
síðan selt einstaka áfanga. Við
teljum að með þessum samningi
sé bærinn að afsala sér landi sem
hægt hefði verið að fá töluvert
meira fyrir en samningurinn við
Eykt kveður á um.“
Aldís segir að nýlegt tilboð,
sem Ólafur Haraldsson, lögmað-
ur á Lex lögmannsstofu, gerði
fyrir hönd fjárfesta, sýni hversu
mikils virði landið sé. Fjárfest-
arnir hefðu verið tilbúnir til að
ganga inn í samning Eyktar og
borga 200 milljónir króna að auki.
Því hafi verið hafnað.
trausti@frettabladid.is
Minnihlutinn hótar
að rifta samningi
Bæjarstjórn Hveragerðis mun í dag semja við Eykt um byggingu um 900 íbúða.
Sjálfstæðismenn hóta málsókn og riftun samningsins komist þeir til valda í vor.
Undirskriftir með mótmælum 400 íbúa verða afhentar bæjarstjóra fyrir hádegi.
ALDÍS HAFSTEINSDÓTTIR
BYRJAÐ AÐ BYGGJA Á NÆSTA ÁRI Framkvæmdir vegna 300 íbúða hefjast á næsta ári. Gert
er ráð fyrir að þeim ljúki um áramótin 2010 og 2011. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
LÖGREGLUMÁL Fullt öryggi starfs-
manna íslenska fyrirtækisins Enex,
sem starfa í El Salvador á að vera
tryggt, að sögn Lárusar Elíassonar,
framkvæmdastjóra fyrirtækisins,
en Jón Þór Ólafsson, starfsmaður
fyrirtækisins, fannst myrtur utan
við San Salvador.
Lárus segir að glæpir séu
miklu tíðari í El Salvador en hér.
„Við fórum í gegnum öryggismat
áður en við hófum að senda fólk
til starfa þarna. Vinnusvæðið
er vaktað og íbúðin okkar í San
Salvador er í öruggasta hverfi
borgarinnar með ísraelska sendi-
ráðið hinum megin götunnar.” - jss
Framkvæmdastjóri Enex:
Strangar reglur
um öryggismál