Fréttablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 41
MARKAÐURINN
S P Á K A U P M A Ð U R I N N
17MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006
S K O Ð U N
Þegar starfsmenn bresks fyrir-
tækis mættu til vinnu einn morg-
un fyrir nokkrum árum var skrif-
stofubyggingin rústir einar eftir
stórtjón um nóttina. Fyrirtækið
hafði í samráði við trygginga-
félagið sitt gert stóráfalla- eða
neyðaráætlun sem reyndist lykill-
inn að því að á einum degi tókst að
koma starfseminni í gang, í öðru
húsnæði með nýjum búnaði.
Mikilvægt er að fyrirtæki hafi
til taks neyðaráætlun sem grípa
má til ef skyndileg röskun verð-
ur í rekstri vegna óhapps eða
tjóns. Neyðaráætlunin felur m.a.
í sér hver stjórni samskiptum og
rekstri í kjölfar stóráfalls, hugað
er að samskiptum við starfsmenn,
viðskiptavini, birgja o.fl.
Í tilvikum sem þessum reyn-
ir m.a. á rekstarstöðvunartrygg-
ingu. Rekstrarafkoma verður að
vera tryggð svo hægt sé að halda
fyrirtækinu gangandi þótt ófyrir-
séð áfall ríði yfir. Tryggja verður
að viðbrögð allra aðila séu sam-
hent og fumlaus til að lágmarka
rekstrartap þess sem fyrir tjón-
inu verður.
Sum fyrirtæki og stofnanir eru
þess eðlis að rekstur þeirra þolir
ekki áföll af neinu tagi vegna
hagsmuna viðskiptavina og einnig
almannahagsmuna. Það er því
mikilvægt að þessi séu mál uppi
á borðinu.
Lokun fyrirtækis er eitthvað
sem getur haft margfeldisáhrif á
afkomu, rekstur og viðskiptavini
fyrirtækisins og því mikilvægt
að hægt verði að koma rekstr-
inum í gang að nýju fljótt og
örugglega. Neyðaráætlun á að
gera ljóst hvaða starfsmaður eða
teymi innan fyrirtækisins skal
ganga strax til fyrirfram ákveð-
inna verka ef áfall verður til að
lágmarka tjón og afleidd tjón sem
skyndilegt áfall getur haft í för
með sér.
Einnig er nauðsynlegt að „ytri“
ábyrgðaraðilar séu tiltækir og til
staðar komi til óhapps eða tjóns.
Þar skal fyrsta telja iðnaðarmenn
og fagaðila sem geta komið til
aðstoðar án tafar auk birgja sem
gegna lykilhlutverki í að útvega
nauðsynlegan búnað. Nauðsynlegt
er að neyðaráætlun sé rýnd reglu-
lega, að lágmarki einu sinni á ári,
svo keðjan virki þegar og ef grípa
þarf til áætlunarinnar.
Vel virk neyðaráætlun getur
haft úrslitaáhrif um að lágmarka
þann skaða sem fyrirtæki geta
orðið fyrir við tjón og rekstar-
stöðvun. Ýmis fyrirtæki hér á
landi hafa slíka áætlun tiltæka
en hvetja verður forsvarsmenn
fyrirtækja sem ekki hafa hugað
að þessum málum að bretta nú upp
ermarnar. Það getur haft úrslita-
þýðingu um enduruppbyggingu
fyrirtækisins í kjölfar stóráfalls.
Þór Sigurgeirsson
Ráðgjafi á fyrirtækjasviði hjá Sjóvá
Neyðaráætlun sem virkaði
Átak Marka›arins og Sjóvá
ÖRUGG FYRIRTÆKI
Nú er ég byrjaður að verða smá
órólegur yfir því að yfirdráttur
heimilanna virðist vera notaður
í að fjárfesta í hlutabréfum. Það
er venjulega fyrsta merki þess
að markaðurinn fari að toppa.
Ég er þegar farinn að undirbúa
að létta á stöðunum.
Reyndar er fullt af fínum
hlutum í gangi. Verðlagningin á
markaði er hins vegar að verða
þannig að ekkert má klikka.
Og það klikkar alltaf eitthvað,
trúið mér!
FL Group hefur gefið vel af
sér að undanförnu og bankarnir
líka. Spurningin er bara hvort
ekki sé búið að gúmma pínulítið
á þetta allt saman. Maður getur
svo sem alltaf farið út af mark-
aðnum og séð til hvort maður á
að fara inn aftur síðar. Það er
öllum hollt að staldra við.
Það er flottur leikur hjá FL
Group að fara með Icelandair
á markað. Þeir munu innleysa
talsverðan hagnað af því, auk
þess sem verulegur gengis-
hagnaður myndast í mismuni
á bókfærðu verði og væntan-
legu markaðsvirði. Gallinn
er bara sá að þetta eru sömu
peningarnir beggja vegna.
Gengishagnaðurinn skilar sér
hins vegar í meiri styrk til að
takast á við stór erlend verk-
efni. Það er auðvitað pælingin
hjá Hannesi. Hann stefnir á
stórt erlent lággjaldaflugfélag
með sameiningu Sterling og
easyJet. Ég er alveg klár á því.
Ég held að það verði líka
spennandi að fylgjast með
Straumi á næstunni. Ég hef
verið að velta vöngum að
undanförnu, hvert þeir muni
stefna. Ég held að Straumur og
Carnegie eigi eftir að lenda í
einni sæng. Ég veit að þetta er
brjálaður spádómur, en snilldin
og brjálsemin eru systkini og
stundum býsna náin.
Maður hefur áður náð að
skapa sér góðan arð af því
að leika sér með villtustu
pælingarnar á markaðnum. Ég
er ekki á leið út úr Straumi
alveg næstu daga og held mig
líka í KB og FL Group, þótt ég
hafi dregið úr skuldsetningu
á móti eigninni. Íslandsbanki
hefur verið á siglingu og verið
að klára stóra díla. Fullt í gangi
þar og arður á leiðinni. Mér er
nefnilega meinilla við að tapa
peningum og hef gert lítið af því
um dagana. Það hefur stundum
orðið til þess að ég hef misst
af smá kúfi í lokin, en um leið
stundum horft á eftir hinum
rúlla niður brekkuna meðan ég
stend keikur á bjargbrúninni.
Þaðan hefur maður gott útsýni.
Spákaupmaðurinn á horninu
Keikur á
bjargbrúninni
Vigor viðskiptahugbúnaður
Fjárhags- og viðskiptakerfi
Fylgirita- og samþykktarkerfi
Áætlanakerfi
Greiningarskýrslur
Greiðslukerfi
Innheimtukerfi
Eignakerfi
Verkbókhald
Forðabókhald
Sölukerfi
Vörukerfi
Innkaupakerfi
Launakerfi
Sérlausnir
Orkureikningakerfi
Skaðabótakerfi
Aksturskerfi
Gámaleigukerfi
Kæligeymslukerfi
Áhaldaleigukerfi
TM Software, framleiðandi Vigor viðskiptahugbúnaðar, er eitt stærsta hugbúnaðarfyrirtæki landsins og hefur hlotið viðurkenningu sem eitt af framsæknustu fyrirtækjum Evrópu.
Um 460 manns starfa hjá TM Software.
Vigor viðskiptahugbúnaður frá TM Software er ein öflugasta
viðskiptahugbúnaðarsvíta sem hefur alfarið verið þróuð og
framleidd á Íslandi. Vigor er hagkvæm lausn sem uppfyllir
flestar kerfisþarfir fyrirtækja og stofnana.
Vigor viðskiptahugbúnaður stenst samanburð við erlend
viðskiptakerfi sem hylli hafa notið.
Íslenskur
viðskiptahugbúnaður
í heimsklassa