Fréttablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 26
MARKAÐURINN H A U S 15. FEBRÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR2 G E N G I S Þ R Ó U N Vika Frá áramótum Actavis Group -1% 8% Atorka Group 0% -3% Bakkavör Group -5% 2% Dagsbrún 2% -3% Flaga Group -2% -17% FL Group 13% 37% Íslandsbanki 7% 24% KB banki 6% 33% Kögun 2% 5% Landsbankinn 5% 15% Marel -7% 0% Mosaic Fashions 1% -5% SÍF -2% -2% Straumur 0% 31% Össur -2% -10% *Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn Baugur Group hefur aukið hlut sinn í bresku verslunarkeðjunni Woolworths upp í 8,06 prósent. Í síðustu viku greindi Woolworths frá því að Baugur ætti yfir sex prósent hlutafjár. Breska félagið hefur þótt væn- legur yfirtökukostur en mörgum finnst sem stjórnendur þess hafi ekki staðið sig í stykkinu og hafi óskýra stefnu. Fyrirtækið er því á margan hátt ólíkt þeim fyrir- tækjum sem Baugur hefur fjár- fest í. Styrkur breska félagsins er talinn liggja í fjölmörgum versl- unum sem eru staðsettar á besta stað í miðborgunum, þótt þær skili litlu. Leigusamningar slíkra verslana eru hins vegar afar verðmætir. Verslanir í smærri bæjum ganga betur en þær í stór- borgum, en Woolworths þykir fremur gamaldags. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins sér Baugur tvo kosti í stöðunni. Annar er sá að Woolworths sé undirverðlagt og geti því reynst góður fjárfest- ingarkostur. Hinn er sá að taka félagið yfir. Markaðsvirði Woolworths er um 57 milljarðar króna þannig að hlutur Baugs gæti legið nálægt 4,5 milljörðum. - eþa Kaupir aftur í Woolworths Straumur-Burðarás er næst- stærsti Skandia-eigandinn í hluthafahópi Old Mutual (OM) eftir að suður-afríska fjármála- fyrirtækið tryggði sér nánast full yfirráð yfir Skandia. „Við ætlum að vera áfram eig- endur í Old Mutual. Ég er hrifinn af þessu félagi. Í gegnum kaupin á Skandia skapast ýmis spenn- andi tækifæri,“ segir Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarfor- maður Straums, í samtali við Dagens Industri. Old Mutual, sem er 1.000 millj- arða virði, skilgreinir sig sem fjármálafyrirtæki er sinnir trygg- ingastarfsemi, eignastýringu og einkabankaþjónustu. Helstu starfssvæðin eru í Suður-Afríku, Bretlandi og Bandaríkjunum auk Namibíu, Simbabve og nú síðast Svíþjóð. OM hefur horft girnd- araugum til reksturs Skandia í Bretlandi sem þykir ganga vel. Hlutur Straums er um 1,26 prósent í OM og er markaðsvirði hans 12,6 milljarðar króna. Ljóst er að Straumur hefur hagnast vel á því að taka tilboði OM sem hefur hækkað skarpt að undan- förnu. Skilmálar tilboðsins voru nokkuð á þá leið að hluthafi í Skandia fékk greitt 60 prósent í hlutabréfum á móti 40 prósent í peningum fyrir eignarhlut sinn. Hlutabréf í OM eru skrásett í kauphöllinni í Stokkhólmi auk þess að ganga kaupum og sölum í London og Jóhannesarborg. Christer Gardell, annar stór hluthafi í OM sem kom úr röðum Skandia, ætlar að bjóða sig fram til stjórnarkjörs í Old Mutual. Í Dagens Industri kemur fram að Straumur muni styðja Gardell en samkvæmt heimild- um Markaðarins hefur Straumur ekkert gefið út um það. Fátt kemur nú í veg fyrir að OM takist að ná ætlunarverki sínu að ná til sín öllum hlutabréf- um í Skandia og að yfirtökunni ljúki loksins eftir margra mán- aða baráttu. OM hefur eignast tæp 90 prósent eftir að sænsku ríkislífeyrissjóðirnir játuðu sig sigraða og seldu bréf sín. Margt bendir til að OM hafi hug á frekari landvinningum í Skandinavíu. Fjárfestingasjóður í eigu OM er kominn í níunda sæti yfir stærstu hluthafa í Swedbank (FöreningsSparbanken), einum stærsta banka Svíþjóðar. - eþa BJÖRGÓLFUR THOR HRIFINN AF OLD MUTUAL Straumur á orðinn stóran hlut í Old Mutual sem fyrirtækið fékk í skiptum fyrir hlutabréf í skandia. Hrífst af Old Mutual Hlutur Straums er yfir tólf milljarðar í Old Mutual, suður-afrísku fjármálafyrirtæki. Yfirtakan á Skandia í höfn. Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Stjórn fjárfestingarfélagsins FL Group tilkynnti á föstudaginn að undirbúningur að skráningu Icelandair Group á markað væri hafinn og virkaði sú frétt sem vítamínsprauta á markaðinn. Fjárfestar voru hins vegar furðu lengi að melta tíðindin og reikna út áætlaðan hagnað vegna skrán- ingarinnar því gengi á hlutabréfum FL Group hækkaði töluvert á mánudaginn og þriðjudaginn. En hvert er virði Icelandair Group? Forsvarsmenn félagsins hafa gefið það frá sér að söluhagnaður hlaupi á tugum milljarða króna. Í bókum FL Group var flugfélagið Icelandair metið á um 4.409 milljónir króna þann 30. september og til viðbótar bætast tíu önnur dótturfélög en ekki liggur fyrir bókfært virði þeirra. Á meðan félagið var á markaði lá fyrir verðmat frá grein- ingaraðilum á upp á 9-12 milljarða. Í samtölum við sérfræðinga á markaði kom fram að áætlað markaðsvirði Icelandair Group gæti nú legið á bilinu 20-25 milljarðar og sölu- og gengishagnaður um 15-20 milljarðar króna. Einn bankamaður hafði heyrt 30 milljarða verðmiða nefndan en taldi það afar vel i lagt. Eins og aðstæður eru núna hefur gott verð feng- ist fyrir stór og öflug fyrirtæki og mikill áhugi fyrir nýskráningum eins og sannaðist í útboði Avion Group. Þannig fóru bæði Eimskip, sem gekk til Avion Group, og Olíufélagið ESSO, sem Bílanaust keypti á dögunum, fyrir hærra verð en flestir höfðu búist við. Af fréttum fjölmiðla virðist vera mikill áhugi fyrir Iceland Express. Annar viðmælandi benti á að spár greiningar- deilda um áætlaðan hagnað FL Group á þessu ári væru orðnar úreltar sem væri ekki síður ástæða mikilla gengishækkunar í félaginu. Sennilega slag- aði hagnaður á fyrsta eina og hálfa mánuði ársins langleiðina upp í áætlan árshagnað. Ef tekið er meðaltal af spám þriggja greiningardeilda fyrir afkomu FL Group á árinu 2006 fæst út 14,4 millj- arðar króna. Frá byrjun febrúar hefur gengi hlutabréfa í FL Group hækkað um 25 prósent en markaðsvirði félagsins um 50 milljarða á árinu. Í nóvember var selt nýtt hlutafé í FL Group á genginu 13,6 og hefur verðmæti félagsins því tvöfaldast á þeim tíma. Látlausar hækkanir hafa verið á hlutabréfa- markaði það sem af er ári og bendir fátt til annars en að febrúar verði álíka fengsæll og janúar. Auk FL Group hafa bankarnir tekið gríðarlegum hækk- unum og hækkaði gengi Íslandsbanka um sex pró- sent í gær. KB banki, Íslandsbanki og Straumur- Burðarás auk FL Group eru á lista yfir þau fimm fyrirtæki sem hafa sýnt mesta hækkun á árinu. Tuttugu til 25 milljarða verðmiði á Icelandair Hreinn hagnaður gæti numið 15-20 milljörðum. FL Group tvöfaldast frá útboði. Hagstætt að selja og skrá fyrirtæki. Kærunefnd kauphallarinnar í Osló hefur ákveðið að lækka um helming sekt sem stjórn kaup- hallarinnar hafði áður ákveðið að verðbréfafyrirtækið Kaupthing ASA ætti að greiða fyrir ítrekuð brot á kauphallarreglum. „Þetta var helst til strangt,“ segir Bjørg Ven, formaður kærunefndarinnar í viðtali við Dagens Næringsliv í Noregi. Sektin sem Kaupthing ASA átti að greiða nam hálfri millj- ón norskra króna, tæpum 4,7 milljónum íslenskra króna. Eftir úrskurð kærunefndarinnar lækk- aði sektin í rúmlega 2,3 milljónir króna. - óká Lækkuðu sekt Kaupþings Kærunefnd kauphallarinnar í Osló hefur lækkað sekt um helming. Yfirtökunefnd hefur ákveð- ið að beina þeim tilmælum til fjármálafyrirtækja að þau tryggi fyrirfram samþykki við- skiptamanna sinna fyrir því að afhenda megi nefndinni upp- lýsingar um aðild að samning- um þar sem hlutafjáreign eða atkvæðisréttur er ekki nægur til að flöggunarskyldu sé náð. Einkum sé um að ræða tilvik þar sem gerðir hafa verið fram- virkir samningar, og atkvæð- isréttur að hlutum veittur við- semjanda fjármálafyrirtækis með yfirlýsingu. Í tilkynningu frá Yfirtökunefnd segir að nefndin hafi meðal ann- ars það hlutverk að meta hvort skylda hafi stofnast til að gera yfirtökutilboð í félög sem skráð eru í Kauphöll Íslands. Í ljós hafi komið að Yfirtökunefnd geti ekki rækt það hlutverk sitt til fulls án þess að fá upplýsingar um hverj- ir séu viðsemjendur fjármálafyr- irtækja samkvæmt slíkum samn- ingum. - jsk Frekari upplýsingar um viðsemjendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.