Fréttablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 37
MARKAÐURINN tryggingamála; fjármálaráðuneyti, sem tæki að auki yfir Hagstofuna og viðskiptaráðu- neyti; atvinnuvegaráðuneyti, sem saman- stæði af ráðuneytum landbúnaðar, sjávar- útvegs, samgangna, umhverfis og iðnaðar; menntamálaráðuneyti og utanríkisráðuneyti. Þá gagnrýndi Viðskiptaráð þá útgjaldaaukn- ingu sem skipulags- og nafnabreytingar opin- berra stofnana virtust hafa haft í för með sér, en í skýrslu framtíðarhópsins er bent á að Landspítali - háskólasjúkrahús kosti sex prósentum meira en spítalarnir tveir gerðu áður, að 60 prósentum dýrara sé að hafa Lyfjastofnun, í stað Lyfjaeftirlits og Lyfjanefndar áður, að kostnaður hafi meira en sjöfaldast þegar Tölvunefnd varð að Persónuvernd og helmingi dýrara sé að reka Umferðarstofu en bæði Umferðarráð og Skráningarstofu áður. Þá er talinn til fjöldi annarra dæma. Samtals eru sameiningar og nafnabreytingar sagðar hafa kostað skatt- greiðendur 1,8 milljarða króna, en opinberar stofnanir séu ríflega þúsund talsins. MÖGULEIKAR MEÐ FJÁRMÁLAMIÐSTÖÐ Í skýrslu framtíðarhóps Viðskiptaráðs segir að á fundum hans hafi komið fram vilji til að nýta þann meðbyr sem íslenskt viðskiptalíf nýtur og markaðssetja landið sem alþjóðlega miðstöð fjármála og þjónustu. „Mikill virðis- auki fylgir fjármálaþjónustu af hvers kyns tagi, sama hvort rætt er um ráðgjöf, trygg- ingastarfsemi, fjármögnun, lífeyrissjóði, rekstur eignarhaldsfélaga eða aðra þjónustu á þessu sviði. Mikill virðisauki í atvinnugrein hefur jákvæð áhrif á þjóðarbúið í heild enda er fjármagn hagkerfis nýtt á skilvirkan máta í arðbærum fjárfestingum,“ segir í skýrsl- unni. Bent er á að Ísland sé með sjöundu hæstu landsframleiðslu á mann mælda í Bandaríkjadölum og sagt að athygli veki að flestar þjóðirnar í sætunum fyrir ofan landið eigi það sameiginlegt að hafa gert gangskör að endurbótum í skattamálum og megi flokka sem alþjóðlegar fjármálamiðstöðvar. „Menn geta svo spurt sig hvort tilviljun ein ráði því að lífsgæði þar séu meiri en meðal annarra þjóða.“ Löndin sex sem eru fyrir ofan Ísland eru Lúxemborg, efst á blaði, en þar fyrir neðan í réttri röð, Noregur, Frakkland, Sviss, Írland og Danmörk. Það er sagt mikilvægt að fylgjast með alþjóðlegri þróun og koma í veg fyrir tæknilegar hindranir á fjárfestingum erlendra aðila. Umbætur í skattkerfinu sem laða eiga hingað fjárfesta og fjármálastarfsemi eru sagðar líklegar til að styðja enn frekar við önnur fyrirtæki á sviði sérfræðiþjónustu, enda krefjist fjármála- og eignaumsýsla þátttöku lögfræðinga, endurskoðenda, mark- aðsfyrirtækja, tæknifyrirtækja og annarrar sérhæfðrar þjónustu. „Að mörgu leyti má draga lærdóm af útrás íslenskra fyrirtækja sem hefur haft mikil áhrif á vöxt stoðþjón- ustu sérfræðinga af ýmsum toga. Að sama skapi átti svipuð þróun sér stað í Finnlandi og Svíþjóð þegar fjarskiptarisarnir Nokia og Ericsson stækkuðu ört og vöxtur þeirra studdi við vöxt smærri þjónustufyrirtækja,“ segir í framtíðarskýrslunni. „Uppbygging landsins sem miðstöðvar fjármála og þjónustu krefst þess að löggjöf um rekstur fyrirtækja verði eins og best verður á kosið og í skattamálum dugar ekkert hálfkák. Íslensk fyrirtæki verða að standa að minnsta kosti jafnvígis eða betur okkar helstu erlendu samkeppnisaðilum á sem flest- um sviðum,“ sagði Jón Karl Ólafsson í ræðu sinni á viðskiptaþinginu. HEIMURINN ER AÐ MINNKA Í skýrslu framtíðarhópsins er lögð áhersla á að hingað til lands fáist hæfasta fólkið. Bent er á að heimurinn sé að minnka og landið því að færast nær öðrum. „Þekking á erlendum tungumálum fer vaxandi um allan heim, sem auðveldar fólki að ferðast um önnur lönd og jafnvel setjast þar að. Íslendingar hafa ekki farið varhluta af þessari þróun og eru í síauknum mæli að sækja sér menntun og störf erlendis,“ segir í skýrslunni og þróunin talin auka bæði þekkingu og víðsýni landans. Um leið er bent á að þessi þróun sé ekki einhliða heldur sæki útlendingar að sama skapi í auknum mæli í störf og menntun hér á landi. Er það að sama skapi talið jákvætt og ýta undir þekkingu og víðsýni, þótt til séu efasemdaraddir í þeim efnum. „Horfa menn til annarra Evrópulanda og segja hættu á að útlendingavandamál skapist hérlendis. Staðreyndin er hins vegar sú að heimavanda- mál eru jafnalgeng og útlendingavandamál. Stór hluti slíkra vandamála er til dæmis oft að sumir heimamenn eru ekki nægjanlega víðsýnir til að taka vel á móti útlendingum og líta á þá sem jafningja.“ Varað er við því að ofvaxin velferðarkerfi geti orsakað vandamál og sagt að í Danmörku sé hægt að lifa á bótum sem fólk fær fyrir að eiga börn og hunda. „Á meðan Íslendingar taka útlend- ingum vel og hafa gott velferðarkerfi sem er ekki vinnuletjandi er óþarfi að hafa áhyggjur af vandamálum á þessu sviði.“ Fram kemur að í Reykjavík búi fólk af 120 þjóðernum, en af níu fjölmenn- ustu þjóðernunum búa 2.750 í Reykjavík, þar af 1.580 Evrópumenn, 870 frá Asíu og 300 Bandaríkjamenn. Fjölmennastir eru Pólverjar, um 430 talsins, en þar á eftir koma Filippseyingar og svo Danir í þriðja sæti. Á viðskiptaþingi voru áberandi umræður um menntakerfið og annmarka þess. Viðraðar voru hugmyndir um að ættu Íslendingar að standa sig í samkeppni þjóða þá þyrftu þeir helst að vera tvítyngdir og af þeim sökum ætti að byrja hér tungumálakennslu mun fyrr en nú er gert. „Það leikur enginn vafi á því að útrás íslensks atvinnulífs byggist öðrum þræði á vitundarvakningu um efnahagslíf annarra landa. Það sem kallað hefur verið menningarlæsi, þekking okkar á siðum og venjum í öðrum löndum, er og undirstaðan að góðum árangri útrásar. Tungumálakunnátta er forsenda þess að vel gangi. Það er liðinn sá tími er einföld enskukunnátta í bland við þokkalega skandínavísku dugi í flestum sam- skiptum íslenskra athafnamanna við útlönd. Til framtíðar þarf að horfa til stærri mál- svæða,“ segir í skýrslu framtíðarhópsins. Þá hafði Jón Karl Ólafsson orð á mikilvægi þess að hér væru alþjóðlegir skólar. „Allar hugmyndir sem miða að því að fá erlenda sérfræðinga til starfa á Íslandi hvíla á þeirri forsendu að börn þeirra geti stundað nám í alþjóðlegum skólum á öllum menntastigum. Það er til lítils að ræða um alþjóðavæðingu íslensks viðskiptalífs ef aðstæður á landinu koma í veg fyrir að fagfólk geti komið til landsins með fjölskyldur sínar,“ sagði hann. Framtíðarhópurinn segir jafnframt að reglu- legar fréttir af starfsskilyrðum og þjónustu í skólakerfinu bendi til megnrar óánægju manna með hvernig að málum sé staðið. „Æ oftar ber á erfiðleikum við að manna stöður í leikskólum og verkföll grunnskólakennara undanfarin ár hafa haft áhrif langt út fyrir hefðbundið skólastarf,“ segir þar og um leið gagnrýndur ósveigjanleiki í skólakerfinu og vandi á vel flestum skólastigum. Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar Group, gerði menntakerfið að umtalsefni í ræðu sem hann hélt á viðskipta- þingi. Hann segir þjóðir mynda sér forskot í samkeppni með menntun og að almenn velferð þjóða hljóti að velta á gæðum þeirrar formlegu skólagöngu sem til boða stendur. „Hafi ríkið einhvers staðar hlutverki að gegna í atvinnu- lífinu þá er það einna helst í menntamálum. Fjárfesting í menntun og þekkingu er einhver arðsamasta fjárfesting sem við getum ráðist í,“ segir hann og telur fólk þurfa að spyrja sig þeirrar spurningar hvort skólakerfið skili börnum nú besta undirbúningi sem völ sé á. „Við ættum að setja okkur það markmið að vera í fararbroddi allra þjóða hvað þetta varð- ar árið 2015. Hver eru markmiðin hjá íslensku háskólunum? Ættum við ekki að stefna að því að eiga háskóla sem geta komist á lista yfir bestu háskóla í heimi? Í dag kemst enginn íslenskur háskóli í hóp þeirra 500 bestu í heim- inum. Er það ásættanlegt? Ættum við ekki að setja okkur hærri markmið í þessum efnum?“ spyr hann og bendir á að fyrir áratug hefðu fáir búist við að í dag ætti landið fjöldann allan af alþjóðlega samkeppnishæfum fyrirtækjum. „Af hverju getum við ekki átt alþjóðlega sam- keppnishæfa háskóla? Af hverju ættum við sætta okkur við minni metnað í menntamálum en við gerum annars staðar?” 13MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 Ú T T E K T KALKOFNSVEGUR Óvíst er að á næsta áratug breytist útsýnið upp Kalkofnsveg í Reykjavík mikið, en gangi þær áætlanir eftir sem settar voru fram á síðasta Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs má gera ráð fyrir að þjóðlífið taki nokkrum breytingum. MARKAÐURINN/VALLI Ísland framtíðarinnar verði í fararbroddi Á næsta áratug sér framtíðarhópur Viðskiptaráðs fyrir sér að Ísland verði samkeppnishæfasta land í heimi. Til að af þessu geti orðið þarf að gera ákveðnar breytingar, meðal annars skal þjóðin verða tvítyngd. Óli Kristján Ármannsson kynnti sér framtíðarsýn Viðskiptaráðs. Þröskuldarnir á leiðinni eru sagðir dýrtíð og lágt hlutfall útflutnings í alþjóðaviðskiptum. Aðgerðaáætlun framtíðarhóps Viðskiptaráðs til ársins 2015: ■ gera Ísland að samkeppnishæfasta landi heims ■ tryggja að landið verði þekkt sem frelsisland ■ stórauka enskukennslu á fyrstu skólaárum svo þjóðin verði jafnvíg á bæði málin ■ styrkja í sessi gott siðferði í við- skiptalífinu ■ gera hagkerfið skapandi ■ fjölga tvísköttunarsamningum, fjárfestingarsamningum og loftferða- samningum ■ afnema hindranir á fjárfestingar erlendra aðila hér ■ gera landið að einföldum og ákjósan- legum vinnustað fyrir nýja Íslendinga ■ leggjast á eitt um að gera Ísland ein- faldara ■ ganga aldrei skemur er samkeppnis- þjóðirnar í umbótum á skattkerfinu ■ gera landið að miðstöð fjármála og þjónustu L E I Ð I N M Ö R K U Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.