Fréttablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 18
15. febrúar 2006 MIÐVIKUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI:
Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006
NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf.
dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið
áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Vald peninganna
Í bækistöðvum stjórnmálaflokkanna
víða um land er nú setið frameftir á
kvöldin og um helgar og skeggrætt
um hernaðarlist, hugmyndafræði og
málefnastöðu. Enda dregur að sveitar-
stjórnarkosningum og hrinu prófkjara
að mestu lokið. Frambjóð-
endur í Reykjavík hafa horft
með skelfingu á vaxandi
kostnað við að skapa sér sér
stöðu. Flestar krónurnar fara
í auglýsingar í dagblöðum og
ljósvakamiðlum, en í vaxandi
mæli á netinu.
Milljónir fyrir fyrsta
sætið
Gísli Marteinn Baldursson og
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
tróna efstir á þessum lista
með sjö til níu milljónir króna
hvor í prófkjörskostnað.Baráttan um
fyrsta sætið hjá Framsóknarflokknum og
Samfylkingunni kostaði einnig á bilinu
þrjár til fimm milljónir króna samkvæmt
úttekt Ríkisútvarpsins.
Framlögin koma að mestum hluta frá
félagasamtökum, ættingjum,
vinum og fyrirtækjum en sumir
frambjóðendanna segjast hafa
greitt á aðra milljón króna úr
eigin vasa.Reyndin er líklega
sú að framlögin eru að mestu
styrkir og gjafir frá fyrirtækj-
um eða lögaðilum, sjálfsagt
um 40 milljónir króna sam-
tals í höfuðborginni.
Gef ef ég græði á því
Og þar eru rætur vandans.
Ríkisskattstjóri hefur nefni-
lega skilgreint stjórnmála-
flokk þannig í bréfi frá árinu
2002 að gjafir og styrkir geta því aðeins
komið fyrirtækjum til frádráttar frá
tekju- og eignaskatti að styrkurinn sé til
stjórnmálaflokks. Þetta merkir á manna-
máli að gjafir og styrkir til einstaklinga
í prófkjöri eru ekki gjafir og styrkir til
stjórnmálaflokka í lagalegum skilningi.
Af þessu leiðir að slík framlög teljast
ekki frádráttarbær hjá fyrirtækjum.
Vandinn er einnig sá, að ef fyrirtæki vill
sneiða hjá þessu og gefa stjórnmála-
flokki með viðurkenndum hætti, segjum
400 þúsund krónur, yrði viðkomandi
flokkur að deila upphæðinni út milli
frambjóðendanna á óvilhallan og réttlát-
an hátt. Þannig gæti yfirstjórn flokksins
ekki ákveðið að styrkja „gæluframbjóð-
anda“ en keppinauta hans ekki.Rækt
við lýðræðishugsjónir hlýtur að fela í sér
reglur sem miða að jöfnum aðgangi til
stjórnmálaþátttöku óháð peningavaldi.
johannh@frettabladid.is
Það er víst skrattinn sem hefur
skemmt sér best yfir látunum í
kjölfar birtingar Jótlandspóstsins
á skopmyndum af Múhameð spá-
manni. Eins og vant er til þegar
ólíkir heimar rekast saman verð-
ur hið harða og hið einfalda meira
aðlaðandi en áður. Og eins og oft
gerist þegar flókin umræða fer
af stað, ekki síst á Íslandi, enda
menn í staðalímyndum af fólki og
heimum, búa til kunnuglega ein-
kennisbúninga handa andstæðing-
um sínum og grafa sig svo niður í
þægilegar skotgrafir.
Þeir sem hafa efast um dóm-
greind dansks ritstjóra eru víst
orðnir andstæðingar tjáningar-
frelsis, eða í það minnsta áhuga-
lausir um framgang þess. Þeir
eru jafnvel sagðir haldnir hatri
á sínum eigin menningarheimi og
sektarkennd yfir góðu hlutskipti.
Þar er komin sálfræðikenning sem
ekki hefur ratað á margar bækur
en var vinsæl hjá eldra fólki fyrr
á árum sem skýring uppreisn
vestrænnar æsku gegn stríðinu í
Víetnam. Úr hinni áttinn er gefið í
skyn að menn sem vilja sýna sam-
stöðu með dönskum blaðamönn-
um, eða bara Dönum í vanda, séu
skilningslitlir áhugamenn um ill-
indi í mannfélaginu. Ýmiss konar
samhengi vantar líka, þó ekki
nema væri við DV málið. Þá voru
flestir sammála um að þetta með
tjáningarfrelsið væri ekki alveg
svo einfalt að menn ættu bara
að birta það sem þeim sýndist
hverjar sem hvatir þeirra væru.
Málið er hins vegar merkilegt og
um margt sérlega áhugavert. Þótt
skrattinn einn geti beinlínis haft
gaman af málinu ættu áhugamenn
um margvíslegustu hluti allt frá
hnattvæðingu, alþjóðlegum við-
skiptum, fjölmiðlun og menningu
yfir í tjáningarfrelsi og trúar-
brögð að finna á því hnýsilegar
hliðar.
Kjarni þess er ekki sá að tján-
ingarfrelsi á Vesturlöndum sé
ógnað af múslimum, þótt stór
hluti af umræðunni virðist snú-
ast um þá einkennilegu skoð-
un. Tjáningarfrelsi hefur aldrei
verið meira og almennara í okkar
heimshluta og samstaða okkar um
helgi þess er líklega meiri en um
nánast nokkuð annað. Það er líka
í sókn víðast í heiminum. Sæmi-
leg dómgreind er ekki ritskoðun
eða atlaga við tjáningarfrelsi eins
og flestir sáu þegar DV átti í hlut.
Eins og þá þýðir hún heldur ekki
að menn séu að veita trúarbrögð-
um eða einhverjum öðrum fyrir-
bærum skipulega vernd frá gagn-
rýni. Trúarbrögð hafa aldrei í
mannkynssögunni verið jafn lítið
varin fyrir tjáningarfrelsi og nú
og þróunin hnígur enn í rétta átt
í þeim efnum.
Málið snýst miklu frekar um
stærstu sögu samtímans, þróun-
ina til þeirrar áttar að heimurinn
er að verða að einum stað. Hversu
slæmt eða gott sem mönnum
finnst það þá geta ríki ekki leng-
ur afmarkað sig sem sjálfstæð
eylönd í hafi sem skilur þjóðir.
Aflvaka nánast allra mikilvægra
breytinga í þjóðlífi, atvinnulífi og
menningu, jafnvel í stærstu ríkj-
um heims, er í reynd að finna utan
hvers lands. Hið almenna mótar
sífellt meira allt hið sérstaka.
Menn þurfa ekki að rýna í fréttir
hvers dags með sérstökum gler-
augum til að sjá að margar þeirra
eru í reynd frásagnir af tilraunum
manna og samfélaga til að bregð-
ast við hnattvæðingu í viðskipt-
um, stjórnmálum og menningu.
Þannig er þetta alls staðar í heim-
inum. Fréttir af ólíkustu málum
í ólíkustu löndum snúa að öngum
þessa máls, oft um ógnanir eða
tækifæri í atvinnulífi, en sífellt
oftar um fyrirbæri á sviði menn-
ingar eða þjóðlífs.
Eitt af því sérstaka við þessa
þróun er að hún virðist alls stað-
ar koma utan frá. Hún leiðir þess
vegna til tilfinninga um ógnanir
og öryggisleysi. Þróunin var að
mestu leyti á forsendum leiðandi
ríkja Vesturlanda en hún er það
ekki lengur. Það vekur eðlilega
ugg hjá mörgum og óskir um aft-
urhvarf til einfaldari tíma eins og
vel má sjá í dönskum fjölmiðlum
þessa dagana. Vesturlönd eru því
lent í sömu stöðu og aðrir hlut-
ar heimsins hafa verið í síðustu
aldirnar. Eitt hið gleðilegasta við
þróun síðustu ára er að tjáningar-
frelsi hefur stórlega aukist víða
í heiminum og líklega meira en
menn myndu álíta að óathugðu
máli. Þetta vekur víða ótta, frelsi
ógnar því viðtekna. Mál síðustu
daga var hins vegar ekki alveg sú
auglýsing sem tjáningarfrelsið,
okkar besta framlag til heimsins,
þurfti á að halda.
Merkilegra en það sýnist
Í DAG
TJÁNINGARFRELSI
JÓN ORMUR
HALLDÓRSSON
Málið snýst miklu frekar
um stærstu sögu samtímans,
þróunina til þeirrar áttar að
heimurinn er að verða að
einum stað.
Mest lesna viðskiptablaðið
AUGLÝSINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA
Sa
m
kv
æ
m
t
fj
ö
lm
ið
la
kö
n
n
u
n
G
al
lu
p
o
kt
ó
b
er
2
00
5.
Umræður um dóma yfir kynferðisafbrotamönnum hafa oft verið háværar á undanförnum árum vegna þess að mönn-um hefur fundist að þeir hafi í mörgum tilfellum verið
allt of vægir. Sönnunarbyrðin í slíkum málum er oft á tíðum
mjög erfið þegar orð stendur á móti orði, en það á ekki að koma í
veg fyrir það að hægt sé að dæma menn í þunga refsingu í slík-
um málum, teljist sök á annað borð sönnuð að mati dómstóla. Í
kjölfar margendurtekinnar umræðu um slíka dóma ákvað dóms-
málaráðherra í maí á síðasta ári að fela Ragnheiði Bragadóttur,
lagaprófessor við Háskóla Íslands, að semja frumdrög að breyt-
ingum á ákvæðum í kynferðisbrotakafla almennra hegningar-
laga. Dómsmálaráðherra hefur nú kynnt þessi drög og gert þau
aðgengileg á Netinu. Það heyrir til nýmæla og er eftirbreytni-
vert að almenningi gefst nú kostur á að segja álit sitt á drögun-
um áður en frumvarpið verður lagt fram á Alþingi.
Meginefni frumvarpsins er að lagt er til að hugtakið nauðgun
verði rýmkað mjög frá því sem nú er. Sem dæmi má nefna að
misnotkun á bágu ástandi þess sem nauðgað er, svo sem vegna
ölvunar eða svefns, telst nú nauðgun. Þá er hámarksrefsing
þyngd úr sex árum í sextán og lögfest ákvæði um þyngingu refs-
ingar vegna ungs aldurs þolanda svo dæmi séu nefnd. Þá eru
sérstök ákvæði varðandi brot gegn börnum fjórtán ára og yngri.
Það eru oft slík mál sem hafa orðið tilefni mikillar umræðu. Oft
hafa þessi mál ekki komið í dagsljósið fyrr en mörgum árum
síðar og geta því verið erfið viðureignar af ýmsum ástæðum.
Þótt hámarksrefsing sé nú þyngd í sextán ár þá er hámarksrefs-
ing töluvert þyngri í sumum nágrannalöndunum, eða allt upp í
21 ár, en þá þurfa að vera fyrir hendi sérstakar refsihækkunará-
stæður. Eitt ákvæðið í drögunum er varðandi fyrningarfrest, og
á nú að miða við átján ára aldur í stað fjórtán áður.
Málum vegna kynferðislegrar áreitni á vinnustöðum hefur
fjölgað á undanförnum árum, og við því er brugðist í þessum
lagadrögum. Refsing fyrir kynferðislega áreitni getur verið allt
að tveggja ára fangelsi.
Sérstakur kafli er í drögunum um vændi. Þar er lagt til að
hver sem hefur atvinnu eða viðurværi af vændi annarra skuli
sæta allt að fjögurra ára fangelsi en ákvæði um refsingu fyrir
að stunda vændi sér til framfæris á að falla niður. Þess í stað á
að refsa fyrir að bjóða fram, miðla eða óska eftir kynmökum
við annan mann í opinberum auglýsingum. Í greinargerð með
drögunum er fjallað um sænska ákvæðið svokallaða, um að það
sé refsivert að kaupa sér kynlífsþjónustu. Hér á landi eins og
víðar hafa verið skiptar skoðanir um þetta ákvæði og má því
búast við umræðum um hvort slíkt ákvæði skuli vera í væntan-
legu frumvarpi og endurskoðuðum lögum.
Rýmkun á nauðgunarhugtakinu og þyngri refsingar fyrir
nauðgun virðast við fyrstu sýn vera meginatriði þeirra draga að
lagafrumvarpi sem nú hafa verið lögð fram, auk þyngri refsing-
ar og breytts fyrningarfrests fyrir samræði eða önnur kynferð-
ismök við börn yngri en fjórtán ára. Oft er það svo að það eru
einhverjir sem eru nátengdir börnunum sem verða uppvísir að
slíkum svívirðilegum glæpum. Þrátt fyrir að refsing fyrir slíka
glæpi verði nú þyngd, þá verður hið varanlega andlega áfall
þeirra sem eru þolendur seint bætt, hvorki með fjármunum eða
refsingu gerandans.
Það þarf því líka að huga betur að fórnarlömbunum.
SJÓNARMIÐ
KÁRI JÓNASSON
Dómsmálaráðherra bregst við
umræðum um kynferðsdóma
Þyngri dómar í
kynferðisbrotamálum
Skeifan 4
S. 588 1818