Fréttablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 67
30 15. febrúar 2006 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FEBRÚAR 12 13 14 15 16 17 18 Miðvikudagur ■ ■ LEIKIR  18.00 Valur og FH mætast í DHL- deild venna í handbolta í Kaplakrika.  19.00 Þór og Selfoss mætast í DHL-deild karla í handbolta í Höllinni á Akureyri.  19.15 ÍR og Stjarnan mætast í DHL- deild karla í handbolta í Austurbergi.  19.15 HK og KA mætast í DHL- deild karla í handbolta í Digranesinu.  19.15 Afturelding og Fram mætast í DHL-deild karla í handbolta að Varmá.  19.15 Víkingur/Fjölnir og ÍBV mætast í DHL-deild karla í handbolta í Víkingsheimilinu.  20.00 Haukar og Valur mætast í DHL-deild karla í handbolta að Ásvöllum.  20.00 FH og Fylkir mætast í DHL- deild karla í handbolta í Kaplakrika. ■ ■ SJÓNVARP  10.50 Vetrarólympíuleikarnir á RÚV. Bein útsending.  18.25 Vetrarólympíuleikarnir á RÚV. Samantekt frá atburðum dagsins.  19.35 Evrópukeppni félagsliðsa á Sýn. Bein útsending frá leik Bolton og Marseille.  22.20 Handboltakvöld á RÚV.  23.40 Vetrarólympíuleikarnir á RÚV. Samantekt frá atburðum dagsins. FÓTBOLTI Jörundur Áki Sveins- son, þjálfari A-landsliðs kvenna, boðaði í fyrradag 26 leikmenn í æfingahóp, en liðið mun mæta Englandi í vináttulandsleik ytra þann 9. mars nk. Níu leikmenn í hópnum koma frá Breiðabliki en athygli vekur að Stjarnan á fimm fulltrúa í hópnum, rétt eins og Valur. Leikurinn gegn íslenska liðinu er lokaundirbúningur enska liðs- ins fyrir gríðarlega mikilvægan leik gegn Frökkum í undankeppni HM í lok mars. Hópurinn, sem mun koma saman til æfinga næstu tvær helgar, lítur svona út: Kvennalandsliðið í fótbolta: Níu leikmenn frá Breiðabliki ÆFINGAHÓPURINN Katrín Jónsdóttir Amazon Bryndís Bjarnadóttir Breiðablik Edda Garðarsdóttir Breiðablik Elín Anna Steinarsdóttir Breiðablik Erna B. Sigurðardóttir Breiðablik Greta Mjöll Samúelsdóttir Breiðablik Guðlaug Jónsdóttir Breiðablik Ólína G. Viðarsdóttir Breiðablik Þóra B. Helgadóttir Breiðablik Guðrún Sóley Gunnarsdóttir Breiðablik Nína Ósk Kristinsdóttir Keflavík Hólmfríður Magnúsdóttir KR Olga Færseth KR Erla Steina Arnardóttir Mallbackens Ásthildur Helgadóttir Malmö Dóra Stefánsdóttir Malmö Björk Gunnarsdóttir Stjarnan Elfa Björk Erlingsdóttir Stjarnan Harpa Þorsteinsdóttir Stjarnan Laufey Jóhannsdóttir Stjarnan Sandra Sigurðardóttir Stjarnan Ásta Árnadóttir Valur Dóra María Lárusdóttir Valur Guðbjörg Gunnarsdóttir Valur Margrét Lára Viðarsdóttir Valur Málfríður Erna Sigurðardóttir Valur LANDSLIÐSHÓPURINN MARKMENN: Hrafn Davíðsson ÍBV Magnús Þormar Keflavík ÚTILEIKMENN: Davíð Þór Viðarsson Lokeren Gunnar Þór Gunnarsson Fram Pálmi Rafn Pálmason Valur Hjálmar Þórarinsson Hearts Andri Júlíusson ÍA Bjarni Þór Viðarsson Everton Eyjólfur Héðinsson Fylkir Theódór Elmar Bjarnason Celtic Baldur Sigurðsson* Keflavík Birkir Bjarnason* Viking Bjarni Hólm Aðalsteinsson* ÍBV Guðjón Baldvinsson* Stjarnan Guðmann Þórisson* Breiðablik Kári Ársælsson* Breiðablik Kjartan Ágúst Breiðdal* Fylkir Matthías Vilhjálmsson* FH *NÝLIÐI FÓTBOLTI Tíu nýliða er að finna í fyrsta landsliðshóp Lúkasar Kost- ic með U-21 árs landsliðið, en liðið mun mæta Skotlandi í vináttuleik á Firhill-leikvanginum í Glasgow þann 28. febrúar nk. Davíð Þór Viðarsson er lang- leikjahæsti leikmaður liðsins með 13 leiki en annars er liðið er mjög reynslulítið. Fimm leikmanna liðsins spila sem atvinnumenn í Evrópu en hinir hér heima. U-21 árs landsliðið valið: Tíu nýliðar í hópnum FÓTBOLTI „Þessi hópur er ekki end- anlegur og þarf ekkert endilega að endurspegla val mitt fyrir leikina í haust. Þetta er að mínu mati sterkasti hópurinn sem völ er á í dag, það eru margir sterkir strákar í liðinu en einnig margir sterkir utan þess sem bíða eftir því að fá kallið,“ sagði Eyjólfur við Fréttablaðið í gær en hann gerir átta breytingar á liðinu sem mætti Svíum síðasta haust undir stjórn Ásgeirs Sigurvinssonar og Loga Ólafssonar. „Ég hef enn ekki ákveðið hvaða leikað- ferð við munum nota en mark- miðið er að skoða vel alla möguleika sem eru í stöðunni með þessum æfingaleik. Þetta landslið er enn í mótun og smíð- um en það gildir kannski að þessu sinni hvernig menn eru að spila á þessari stundu enda er langt á milli landsleikjanna og hópurinn í fyrsta leiknum næsta haust gegn Norður-Írum gæti litið allt öðru- vísi út,“ sagði Eyjólfur og bætti við að þessi erfiða byrjun væri enginn draumur en markmiðið væri að sýna kraft og styrk og koma vel út úr leikjunum. Eyjólfur er ánægður með hversu fjölhæft lið hann er með í höndunum sem hann segir hafa upp á marga kosti, bæði fyrir leiki auk þess sem hann geti breytt lið- inu mikið í miðjum leikjum. „Það eru margir leikmenn sem geta spilað margar stöður, til að mynda Hermann Hreiðarsson, Grétar Rafn Steinsson og að sjálfsögðu Eiður Smári Guðjohnsen,“ sagði Eyjólfur. Gunnar Heiðar Þorvaldsson er meiddur og getur ekki verið með liðinu en í sóknarlínuna var kallaður Grétar Ólafur Hjartar- son leikmaður KR. „Ég vil skoða Grétar betur. Ég hef mikið álit á honum og hann hefur spilað mjög vel á Reykjavíkurmótinu með KR,“ sagði Eyjólfur en einungis Grétar Ólafur og Daði Lárusson markmaður FH spila á Íslandi. Grétar Ólafur Hjartarson var í afslöppun á La Manga með KR þegar hann fékk kallið frá KSÍ og það kom honum mjög á óvart. „Ég átti alls ekki von á símtal- inu, það kom mér svo sannarlega í opna skjöldu en vissulega er ég í skýjunum yfir því að vera kom- inn í hópinn. Ég hef alltaf stefnt á að komast í landsliðið og þetta er því kærkominn bónus fyrir mig. Markmiðið er að sanna sig með nýjum landsliðsþjálfara og vonandi tekst það,“ sagði Grétar þegar Fréttablaðið talaði við hann í gær. hjalti@frettabladid.is Sterkasti hópurinn í dag Eyjólfur Sverrisson hefur tilkynnt sinn fyrsta hóp sem landsliðsþjálfari Íslands en liðið mætir Trínidad og Tóbagó í æfingaleik 28. mars í Englandi. Eyjólfur gerir alls átta breytingar á landsliðinu sem tapaði fyrir Svíum nú í haust. EYJÓLFUR SVERRISSON EMIL HALLFREÐSSON Er kominn upp í A-landsliðið en hér er hann í leik með U21 árs liðinu í stjóratíð Eyjólfs Sverrissonar. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. FÓTBOLTI Í gær hittust fulltrúar knattspyrnuþjóðanna í F-riðli fyrir undankeppni Evrópumóts- ins árið 2008 og röðuðu niður leik- dögunum. Erfiðlega gekk að raða niður dögunum þar sem Spán- verjar gerðu sig einkar stóra. „Við erum með þremur stórum þjóðum í riðlinum og við vorum ekki að gera okkur mjög stóra í niðurröðuninni. Það voru fyrst og fremst stóru þjóðirnar þrjár, Danir, Svíar og Spánverjar sem þurftu að komast að samkomu- lagi og litlu munaði að það gengi ekki. En eftir klukkutíma þref á milli þeirra náðu þær loksins að sættast og þá hófst vinnan við að púsla leikjunum saman,“ sagði Geir Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri KSÍ við Fréttablaðið í gær en hann var á fundinum ásamt formanninum Eggerti Magn- ússyni og Eyjólfi Sverrissyni, landsliðsþjálfara. Fyrsti leikur Íslands verður gegn Norður- Írum í byrjun september. Líkt og í síðustu undankeppni EM, mætir Ísland Dönum í Dan- mörku í lokaleik riðilsins en síð- ast varð 6-0 tap og niðurlæging- in sú mesta síðan í 14-2 tapinu margfræga. „Það var svo sann- arlega ekkert sem við vorum að vonast eftir. Danirnir gerðu tómt grín að okkur og minntu okkur vel á 14-2 og 6-0 en sögðu að von- andi kæmum við með meiri sam- keppni að þessu sinni,“ sagði Geir í léttum tón en fyrri leikurinn við Dani verður fyrsti heimaleikur Íslands í keppninni en hann fer fram þann 6. september. Ísland mætir Spáni þann 28. mars ytra og 8. september á næsta ári en það þýðir að líklega verði nýr Laugardalsvöllur vígð- ur með komu þessa feykisterka knattspyrnuliðs nú í sumar. - hþh Íslendingar mæta Dönum í síðasta leik sínum í undankeppni EM: Danirnir gerðu tómt grín að okkur GEIR ÞORSTEINSSON Var mikið strítt á hrak- förum íslenska landsliðsins gegn Dönum í gegnum tíðina. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL HSÍ hefur ekki enn ráðið þjálfara í stað Viggós Sigurðssonar sem hefur sagt starfi sínu lausu. Þeir Geir Sveinsson, Júlíus Jónasson og Atli Hilmarsson hafa helst verið nefndir sem arftakar Viggós. Búið var að afskrifa Alfreð Gíslason vegna stöðu hans mála í Þýskalandi, en hann er á launum hjá Magdeburg fram á sumar 2007 er hann tekur við Gummersbach. Hann er aftur á móti ekki að gera neitt núna þar sem Magdeburg rak hann á dögunum. Alfreð hefur hingað til sagst ætla að taka það rólega fram á sumar 2007 en skjótt skipast veður í lofti því Alfreð staðfesti við Fréttablaðið í gær að hann ynni að því þessa dagana að fá starfslokasamning hjá félaginu svo honum verði frjálst að taka að sér önnur verkefni. „Lögfræðingurinn er að vinna í þessu máli og hefur verið að því um nokkurt skeið. Málið snýst raunverulega um hvað það myndi kosta mig að rifta samningi mínum við Magdeburg,“ sagði Alfreð við Fréttablaðið í gær, en hann vildi ekki gera of mikið úr því að hann gæti tekið við íslenska landsliðinu þótt möguleikinn á því yrði vissulega fyrir hendi fengi hann sig lausan frá Magdeburg. „Ég get ekkert sagt um hvað ég geri en ég hef fengið fyrirspurnir víða og svo gæti vel farið svo að ég tæki að mér önnur störf fyrir Gummersbach áður en ég tæki við aðal- liðinu. Ég hef það annars mjög fínt og ef Magdeburg verður með einhver leiðindi þá sit ég bara í eitt og hálft ár og hef það huggulegt,“ sagði Alfreð, en hann vildi annars lítið tjá sig um stöðu mála fyrr en hann hefði leyst sín mál gagnvart Magdeburg. En hefði hann áhuga á að taka við landsliðinu ef honum yrði boðið starfið? „Ef hlutirnir ganga upp hefði ég áhuga á að ræða við HSÍ en ég sé hlut- ina ekkert endilega ganga upp eins og staðan er í augnablikinu,“ sagði Alfreð sem vildi ekki tjá sig um það hvort HSÍ hefði haft samband við hann. ALFREÐ GÍSLASON HANDKNATTLEIKSÞJÁLFARI: REYNIR AÐ FÁ STARFSLOKASAMNING HJÁ MAGDEBURG Hef áhuga á að ræða við HSÍ ef ég losna HANDBOLTI Hornamaðurinn Einar Örn Jónsson, leikmaður Torrevi- eja á Spáni, fór í segulómskoðun í gær til að reyna að finna bót á hnémeiðslum sem hafa verið að angra hann undanfarna daga. Einar kom ekkert við sögu hjá liði sínu í síðasta leik og hefur ekki getað æft í fimm daga. „Þetta er eitthvað sem er búið að vera að angra mig í rúmar tvær vikur en það er ekki vitað hvað er að. Það er þó búið að útiloka að þetta séu krossbönd eða liðbönd,“ sagði Einar sem telur að um sé að ræða álagsmeiðsli í liðþófa. „Gólfið í höllinni okkar er verra en steypa og mig grunar að það hafi einhverjar bólgur í lið- þófa myndast vegna þess. Þetta á ekki að vera of alvarlegt og ég vona það besta,“ sagði Einar Örn. - vig Einar Örn Jónsson: Meiddur á hné EINAR ÖRN JÓNSSON Keppir vikulega á gólfi sem er verra en steypt gólf. > Spánverjarnir koma Ísland og Spánn mætast í vináttu- landsleik þann 16. ágúst í sumar. Í tilefni þess verður ný og glæsileg stúka vígð á Laugardalsvelli. Stórlið Spánverja er með Íslandi í riðli í undan- keppni EM en það kemur ekki í veg fyrir komu þeirra í sumar. „Við ræddum við Spánverjana úti í Dan- m ö r k u og niður- staðan er sú að við spilum vináttuleik við Spán þann 16. ágúst á Laugardalsvellinum,“ sagði Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri KSÍ við Fréttablaðið í gær. Dagný Linda keppir í dag Dagný Linda Kristjánsdóttir keppir í bruni á Vetrarólympíuleikunum í Tórínó í dag en keppni hefst klukkan 11. Dagný varð í 37. af 51. sæti á lokaæfingu fyrir brunið í gær en hún verður númer 38. í rásröðinni í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.