Fréttablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 6
6 15. febrúar 2006 MIÐVIKUDAGUR
HEILBRIGÐISMÁL Nær 60 milljónum
króna verður varið í varnir gegn
fuglaflensu, samkvæmt ákvörðun
ríkisstjórnarinnar í gær. Hún hefur
heimilað að verja 56 milljónum á
fjáraukalögum til að styrkja embætti
sóttvarnalæknis og almannavarna í
þessu verkefni.
Jón Kristjánsson heilbrigðis-
ráðherra segir að um 10 milljónir
af þessari upphæð fari til sýnatöku
á alifuglum og villtum fuglum. Þá
þurfi að bæta rannsóknaraðstöðu
á Keldum. Það mál sé í vinnslu. „Í
framhaldinu þarf vafalaust að huga
að dreypilyfjum,“ segir ráðherra.
„Af þeim þurfa að vera til birgðir að
minnsta kosti til eins árs.“ Spurður
um möguleika á að framleiða slík
lyf hér, segir ráðherra að stjórnvöld
hyggist ekki hefja slíka framleiðslu
að sinni. Hún hefði í för með sér
stofnkostnað upp á um það bil 700
milljónir króna.
Fjármunir verði lagðir fram til
þess að heilbrigðisstofnanir geti
komið sér upp forða. Kostnaður við
það geti orðið um 20 milljónir króna.
„Svo eru aðrir liðir sem eru kostn-
aðarsamir,“ segir ráðhera. „Ef kæmi
upp neyðarástand þá myndu einnota
sóttvarnarbúningar fyrir heilbrigð-
isstarfsfólk kosta allt að 300 millj-
ónum króna.“ - jss
SÓTTVARNARBÚNINGAR Einnota sóttvarnarbúningar fyrir heilbrigðisstarfsmenn kosta allt
að 300 milljónum króna.
Ríkisstjórnin samþykkir fjármagn til inflúensuvarna:
Um 60 milljónir gegn fuglaflensu
KYNFERÐISBROT Refsing við kyn-
ferðismökum við börn yngri en 14
ára verður allt að 16 ára fangelsi
samkvæmt frumvarpi til breyt-
inga á almennum hegningarlög-
um sem Björn Bjarnason dóms-
málaráðherra hefur lagt fyrir
ríkisstjórn til kynningar.
Frumvarpið mælir fyrir um
breytingar á fjölda greina hegn-
ingarlaga sem taka til nauðgunar,
kynferðisbrota gegn börnum og
vændis.
Lagt er til að nauðgun verði
skilgreind víðar en nú er. Þannig
teljist misnotkun á bágu andlegu
ástandi vera nauðgun og einnig
ef þolandi getur ekki spornað við
verknaðinum eða skilið þýðingu
hans. Refsing verður þyngd til
muna og getur fangelsun numið
allt að 16 árum í stað sex ára eins
og nú er.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að
fest verði í lög nokkur atriði sem
þyngt geta refsingu fyrir nauðg-
un. Þannig getur meðal annars
ungur aldur þolenda leitt til
þyngri refsingar en ella.
Ragnheiður Bragadóttir, laga-
prófessor og höfundur frum-
varpsins, segir að með því að
þyngja refsingu sé einnig komið
til móts við sjónarmið um að
kynferðisbrot gegn börnum ættu
ekki að fyrnast. „Aðeins brot sem
varða ævilöngu fangelsi eins og
manndráp og landráð fyrnast
ekki. Ekkert áðurgreindra brota
fellur í þann flokk. Almennt gild-
ir að eftir því sem lengri tími
líður frá broti verður af ýmsum
ástæðum erfiðara að sanna það.
En með því að þyngja hámarks-
refsingu getur fyrningartíminn
lengst sjálfkrafa úr fimm í tíu ár
svo dæmi sé tekið,“ segir Ragn-
heiður.
Með því að þyngja refsingar
fyrir kynferðisbrot gegn börnum
yngri en 14 ára er gefið til kynna
hversu alvarleg brotin teljast.
Nauðgun og kynmök við börn
yngri en 14 ára verða alvarleg-
ustu brotin samkvæmt frumvarp-
inu en samkvæmt ríkjandi lögum
er það nauðgunin ein.
Samkvæmt frumvarpinu fara
kynferðisbrot gegn börnum ekki
að fyrnast fyrr en við 18 ára aldur
en í ríkjandi lögum er miðað við
14 ára aldur.
Lagt er til að refsing fyrir kyn-
ferðislega áreitni gegn börnum
verði þyngd. Áhrifin verða sem
áður að brot gegn ungum börnum
fyrnast á mun lengri tíma en þau
gera samkvæmt gildandi lögum.
johannh@frettabladid.is
Þyngri refsingar
fyrir barnaníðinga
Kynferðisbrot gegn börnum geta varðað allt að 16 ára fangelsi samkvæmt nýju
frumvarpi dómsmálaráðherra. Brotin eiga einnig að fyrnast á lengri tíma en
áður. Nauðgun er endurskilgreind og nær til fleiri brota en í ríkjandi lögum.
FANGELSI Verði frumvarpið að lögum
teljast kynferðisbrot gegn börnum með
alvarlegustu glæpum og geta varðað allt að
16 ára fangelsi.
BJÖRN BJARNASON DÓMSMÁLARÁÐHERRA Samkvæmt frumvarpi dómsmálaráðherra leng-
ist fyrningartími kynferðisbrota gegn börnum sjálfkrafa með hækkun hámarksrefsingar.
VÆNDI Í nýju frumvarpi dóms-
málaráðherra um kynferðisbrot
er einnig gert ráð fyrir því að
refsilaust verði að stunda vændi
til framfærslu.
Sem fyrr verður kynlífs-
þrælkun, mansal og miðlun eða
verslun með kynlífsþjónustu
bönnuð og getur varðað allt að
fjögurra ára fangelsi. Þá er hvers
kyns vændi undir 18 ára aldri
bannað og refsivert.
Ragnheiður Bragadóttir, laga-
prófessor og höfundur frum-
varpsins, segir að í raun sé vændi
refsilaust í gildandi lögum nema
það sé til framfærslu. „Lagt er
til að það ákvæði verði afnum-
ið. Seljandi kynlífsþjónustu er
yfirleitt illa settur félagslega og
hefur ef til vill ekkert val. Litið
er svo á að þann vanda verði
að leysa á félagslegan hátt. Þó
verður samkvæmt frumvarpinu
bannað að auglýsa og á nokkurn
hátt að miðla slíkri þjónustu af
öðrum.“
Ragnheiður segir að Norðmenn
og Danir hafi ekki enn viljað fara
þá leið sem farin var í Svíþjóð, en
þar er nú bannað með lögum að
kaupa kynlífsþjónustu. „Sænska
leiðin er ekki farin í þessu frum-
varpi en rannsóknir skortir sem
sýna að dregið hafi úr vændi í
Svíþjóð með því að gera kaup á
kynlífsþjónustu refsiverð,“ segir
Ragnheiður. - jh
Vændi til framfærslu er ekki refsivert í nýju lagafrumvarpi en bannað að auglýsa:
Engin refsing við vændi
RAGNHEIÐUR BRAGADÓTTIR LAGAPRÓF-
ESSOR Hvers konar milliganga eða viðskipti
með kynlífsþjónustu er og verður ólögleg
samkvæmt nýja frumvarpinu.
FRETTABLAÐIÐ/HEIÐA
VIÐSKIPTI Íslendingar eiga og reka
meira en tíu fyrirtæki í Lettlandi
og fleiri en tvö fyrirtæki í Litháen
en líklega aðeins eitt í Eistlandi.
Fyrir utan starfsfemi Nordic
Partners og Norvik eru HG
Grandi, Pólýhúðun og 66°Norður
með starfsemi í Lettlandi.
Í Litháen eru Ilsanta og Farma
og að auki er Hampiðjan Balt-
ic með Utzon. Ósk blaðamanns
Fréttablaðsins um að fá að skoða
starfsemi Hampiðjunnar var
hafnað.
Í Eistlandi er íslenska fyrir-
tækið Natural. - ghs
Íslendingar í Eystrasaltslöndum:
Tíu fyrirtæki
í Lettlandi
JYSK Í EYSTRASALTSLÖNDUNUM Rúmfata-
lagerinn hefur umsvifamikla starfsemi í
Litháen og Lettlandi. Verslanirnar heita þar
Jysk. FRÉTTABLAÐIÐ/GHS
LITHÁEN Íslenska fyrirtækið Láns-
traust á og rekur upplýsingaveitu
í Litháen undir nafninu Info
Bankas. Viðskiptavinir eru eink-
um fjarskiptafyrirtæki og fjár-
mögnunarfyrirtæki.
Andrius Boganovicius, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins,
segir að félagið sé stærsta félagið
af þessu tagi í Litháen en eigand-
inn, Creditinfo, eigi um 28 önnur
félög austar í Evrópu og í Mið-
Austurlöndum. - ghs
Lánstraust í Litháen:
Stærsta upplýs-
ingaveitan
INFO BANCAS
KJÖRKASSINN
Verður Dagur B. Eggertsson næsti
borgarstjóri í Reykjavík?
Já 56%
Nei 44%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Gafstu blóm í tilefni Valentínus-
ardagsins?
Segðu skoðun þína á visir.is
MÚHAMEÐSTEIKNINGAR, AP Jose
Manuel Barroso, forseti fram-
kvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins, ber hönd fyrir höfuð
Dana í deilunni um Múhameðs-
teikningarnar í ummælum sem
birt voru í Jótlandspóstinum
danska í gær, en í því blaði birtust
teikningarnar upphaflega. Í við-
talinu segir Barroso að ekki megi
gefa afslátt af tjáningarfrelsinu.
Að sögn Barroso er tjáning-
arfrelsið „grundvallargildi“ í
Evrópu. „Það er betra að birta of
mikið en að hafa ekki frelsi,“ hefur
Jótlandspósturinn eftir honum.
JOSE MANUEL BARROSO Segist í uppnámi
yfir and-danska fárinu. NORDICPHOTOS-AFP
Jose Manuel Barroso:
Betra að birta
meira en minna
DANMÖRK Fulltrúar samtaka hóf-
samra múslíma í Danmörku telja
líklegt að koma hefði mátt í veg
fyrir mótmæli múslíma víða um
heim. En þá hefði Anders Fogh
Rasmussen, forsætisráðherra
landsins, þurft að verða við beiðni
sendiherra múslímskra ríkja um
fund vegna Múhameðsteikning-
anna.
Í Politiken í gær segir að
áhrifamiklir leiðtogar múslíma
í Danmörku hafi reynt að koma
óánægju sinni vegna teikninganna
á framfæri í gegnum sendiherr-
ana. En það hafi ekki heppnast.
Því hafi þeir leitað út fyrir land-
steinana.
Samkvæmt frétt Politiken í
gær hófu starfsmenn egypska
sendiráðsins í Kaupmannahöfn að
vekja athygli á málinu í Mið-Aust-
urlöndum í kjölfar þess að fundar-
beiðninni var hafnað í haust. - ks
Múslímar í Danmörku:
Mótmælin á
ábyrgð Foghs
Sá skotni fær hjartaáfall Maðurinn
sem Dick Cheney, varaforseti Bandaríkj-
anna, skaut slysaskoti í veiðiferð þeirra í
Texas á laugardag fékk vægt hjartaáfall í
gær vegna hagls sem lenti í hjartavöðv-
anum. Hann var fluttur á gjörgæslu á
ný en er ekki talinn í lífshættu. Þó segja
læknar að hann muni aldrei ná sér að
fullu.
BANDARÍKIN
ANDERS FOGH RASMUSSEN, forsætisráð-
herra Danmerkur.