Fréttablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 40
MARKAÐURINN Ætlar þú að grípa tækifærið? Viltu veita starfsmönnum þínum tækifæri til að marka fyrirtæki þínu varanlega sérstöðu í ört vaxandi samkeppni? Hvað segja nemendur okkar um námskeiðið: Frábært, markvisst, hnitmiðað, nytsamlegt, áhugavert, krefjandi, skemmtilegt, mjög gott, þægilegt, lipurt, góð skipulagning, einbeiting, jákvæðni, mikil aðstoð, góður kennari, spennandi, árangursríkt, hvetjandi, góð þjónusta. Þriggja vikna fyrirtækjanámskeið Hraðlestrarskólans eru sérsniðin að þörfum atvinnulífsins. Aukinn lestrarhraði, skilningur og markvissari upplýsingaöflun starfsmanna þinna gæti opnað þínu fyrirtæki aðgang að stórkostlegu tækifæri. Ert þú tilbúinn að grípa það? Hafðu samband í síma 586-9400, sendu póst á jovvi@h.is eða kíktu á http://www.h.is „Námið er mjög markvisst og ýtir skemmtilega við gömlu heilasellunum.“ Sigurður Jónsson, 59 ára afgreiðslumaður ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Eggert Þór Aðalsteinsson, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Óli Kristinn Ármannsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Anna Elínborg Gunnarsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@markadurinn.is og auglysing- ar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeypis með Fréttablaðinu á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. eggert@markadurinn.is l haflidi@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l olikr@markadurinn.is Sögurnar... tölurnar... fólkið... 15. FEBRÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR16 S K O Ð U N Innlendi hlutabréfamarkaðurinn hefur hækkað um tæplega 21% frá áramótum. Þessi mikla hækk- un á sér þó ýmsar skýringar. Í byrjun árs setti ég fram spá um að hlutabréfavísitalan myndi hækka að minnsta kosti um 25- 30% á árinu, sumum fannst ég full bjartsýnn eftir miklar hækk- anir á síðasta ári og verð ég að taka þá spá til endurskoðunar. Mikil eftirspurn er eftir verð- bréfum og jafnframt er mikið framboð af fjármagni, þetta eitt leiðir til hækkunar. Afkoma flestra fyrirtækja hefur verið í takt við væntingar, afkoma Landsbankans og Straums- Burðaráss er mjög góð með um 46% arðsemi eigin fjár. Miklar hræringar hafa ein- kennt markaðinn sem leitt hefur til hækkunar, má þar nefna sölu Straums-Burðaráss á stórum hluta í Íslandsbanka og nú síð- ast aðskilnað Icelandair frá FL group. Hræringunum á íslensk- um viðskiptamarkaði er ekki lokið, átök um yfirráð valda yfir- leitt hækkunum á hlutabréfum. Sker íslenski markaðurinn sig úr með þessar miklu hækkanir? Svarið er nei, hlutabréf í Evrópu hafa farið hækkandi þótt það sé ekki svona mikið. Markaðir á hinum Norðurlöndunum hafa hækkað um 6-8%. Verðbréfastofan hefur um ára- bil selt sjóð Carnegie Austur- Evrópu, sá sjóður var með 52% ávöxtun í fyrra, frá áramótum hefur hann hækkað um 16%. Flest fyrirtæki hafa lokið upp- gjöri og segir hátt gengi íslensku krónunnar til sín í uppgjöri Marel. Fróðlegt verður að fylgj- ast með hvernig afkoma þeirra tveggja sjávarútvegsfyrirtækja sem skráð eru í Kauphöllinni, Granda og Vinnslustöðvarinnar, verður á síðast ári. Horfur í rekstri flestra fyrirtækja eru góðar, útrásinni er hvergi lokið. Það eru mörg járn í eldinum og sennilega stutt í fyrstu stóru fréttirnar. Reyndar er eitt af stærstu útrás- arfyrirtækjunum ekki skráð í Kauphöllinni, þ.e. Baugur. Á síð- asta ári notfærði fyrirtækið sér hagstæð skilyrði hér á landi til að skrá Mosaic í Kauphöllinni, munu ef til vill eitt eða tvö fyrirtæki frá Baugi fylgja þessu fordæmi á árinu. Öll íslensk fjármálafyrirtæki hafa haslað sér völl erlendis og stór hluti tekna er farinn að ber- ast af erlendum mörkuðum. KB banki hefur lýst því yfir að frekari styrking í Noregi og Finnlandi standi fyrir dyrum, en hvað með finnska bankann Sampo? Skandia er enn á lausu og hægt að skipta því fyrirtæki upp. MP fjárfestingarbanki keypti nýlega banka í Úkraínu, þar er örugglega mikið verk framundan við að nútímavæða þann banka og möguleikarnir er gríðarlegir á þessu svæði. Telja má öruggt að stóru íslensku fjármálafyrirtæk- in muni leggja meiri áherslu á Evrópu, og þá sérstaklega Eystrasaltslöndin og Austur- Evrópu. FL group stendur í stórræð- um, selur eitt fyrirtæki á viku og setur meginhlutann af flug- rekstrinum í skráð félag á mark- aðnum. Hlutirnir fara stundum í hringi, Flugleiðir eru aftur komnar á markaðinn. Aðaleigandi Easy Jet útilokar ekki sölu, verða Sterling og Easy Jet ef til vill sameinuð? Avion fór á markaðinn með látum, en eitthvað hefur vantað upp á að eftirmarkaðurinn hafi tekið við þeim hlutabréfum sem boðin hafa verið til sölu. Gengi hlutabréfa Avion hækkaði skarpt á fyrsta degi í Kauphöllinni en lækkaði síðan um nær 10%. Í síðustu viku tilkynnti félagið um kaup á erlendu flugfélagi og meira er í pípunum, markaður- inn tók þessu jákvætt og hækk- uðu bréf félagsins um 5%. Það er ekki hægt að fara yfir allt sviðið, en á þessari stuttu upptalningu sést að horfur á inn- lendum hlutabréfamarkaði eru góðar. Hvert stefnir hlutabréfamarkaðurinn? Jafet S. Ólafsson forstjóri VBS fjárfestingarbanka O R Ð Í B E L G Sker íslenski markaðurinn sig úr með þessar miklu hækkanir? Svarið er nei, hlutabréf í Evrópu hafa farið hækkandi þótt það sé ekki svona mikið. Markaðir á hinum Norðurlöndunum hafa hækkað um 6-8%. Verðbréfastofan hefur um ára- bil selt sjóð Carnegie Austur-Evrópu, sá sjóður var með 52% ávöxtun í fyrra, frá áramótum hefur hann hækkað um 16%. Viðskiptaþing var haldið í síðustu viku og var eitt það glæsilegasta til þessa. Viðskiptaráð hefur lagt mikinn metnað í þingin og tekist að skapa frjóa umræðu um atvinnulífið og samfélagið í kjölfarið. Svo var einnig nú. Hugmyndir Viðskiptaráðs og sýn á framtíðina eru gott innlegg í umræðuna um það hvert við viljum stefna því samfélagi sem við búum í. Margt bendir til þess að grundvöllur umræðu í samfélaginu hafi breyst og það til batnaðar. Lengi vel einkenndist öll umræða í samfélaginu af slagorðakenndum átökum þeirra sem stóðu í hags- munagæslu fyrir mismunandi hópa. Markmið og leiðir launamanna og stjórnenda og eigenda fyrirtækja voru álitin ósamrýmanleg í anda díalektískrar orðræðu um samfélagið. Nú má greina meiri samhljóm. Bæði hefur þekking og skilningur á hjólum efnahags- lífsins vaxið hjá verkalýðshreyfingunni og forsvarsmenn fyrirtækja landsins hafa tekið til umræðu málefni sem áður voru einkaumræðuefni annarra hópa í samfélaginu. Þannig voru mennta- og menningar- mál meira áberandi á Viðskiptaþingi nú en nokkru sinni fyrr. Það er engum vafa undirorpið að ef lífskjör hér á landi eiga að vera í efsta flokki í heiminum verður það í þróuðu þekkingar- og þjónustuhag- kerfi. Innlegg Ágústs Guðmundssonar, stjórnarformanns Bakkavarar, í þá umræðu var þarft og tímabært. Til þess að þjóðin nái að halda sér í hópi þeirra bestu er nauðsynlegt að hlúa að ákveðnum undirstöðum. Menntun og menning skipta miklu máli. Menntunin er sá grunnur sem öll þekkingarstarf- semi byggist á. Menning, menntun og umhverfi eru hins vegar það sem getur laðað að hæfileikafólk annars staðar frá. Hámenntað fólk sem leitar tæki- færa horfir til ákveðinna þátta þegar það velur sér búsetu. Menntun barna og tækifæri þeirra til þroska eru þar einna efst á blaði. Annað er tækifæri til þess að lifa innhaldsríku lífi. Þar skiptir fjölbreytni í framboði menningar og tómstunda verulegu máli. Gamla klisjan um að peningar séu ekki allt er í góðu gildi. Peningar eru mælikvarði og afl til verka. Lífsgæði og lífshamingja eru hins vegar samofin úr mörgum þáttum, sem við flest sækj- umst eftir. Gott og innihaldsríkt samfélag er ekki afgangsstærð þegar horft er til hagsældar framtíðarinnar, heldur lykilþáttur þegar mótuð er sýn á líf þjóðarinnar í framtíðinni. Íslenskt viðskiptalíf hefur verið í mikilli framþróun að undan- förnu og sköpunarkrafturinn mikill. Það er fagnaðarefni að finna að forystufólk í íslensku atvinnulífi leggur áherslu á raunveruleg lífsgildi þegar rætt er um framtíð íslensks samfélags. Jarðvegur umræðu um framtíð þjóðarinnar hefur sjaldan verið frjórri og orðræðan yfirvegaðri og laus við öfgar. Þannig eigum við að halda henni. Það er vísasta leiðin til að næra þá framtíð sem við viljum sjá. Velferð og viðskipti í stærra samhengi. Mikilvægi menntunar og menningar Hafliði Helgason Gamla klisjan um að peningar séu ekki allt er í góðu gildi. Peningar eru mælikvarði og afl til verka. ... Gott og innihaldsríkt samfélag er ekki afgangsstærð þegar horft er til hagsæld- ar framtíðarinnar, heldur lykilþáttur þegar mótuð er sýn á líf þjóðarinnar í framtíðinni. Spænsk innrás The Sunday Times | Sú djarfa ákvörðun spænska verktakafyrirtækisins Ferrovial að bjóða í BAA, sem rekur flugvallarstarf- semi á Heathrow, Gatwick og Stanstead auk annarra flugvalla, hefur komið öllum í opna skjöldu. Sérfræðingar og forstjórar flugfélaga og annarra flugvalla eru agndofa yfir þessum fréttum, enda álitu flestir að BAA væri ósnertanlegt. Eigendur Ferrovial sjá mörg tæki- færi í því að ná undir sig flaggskipi breska flug- sins, til dæmis hvað varðar frekari uppbyggingu og vöxt verslunar og þjónustu. Spánverjarnir hafa góða reynslu af fjárfestingum í Bretlandi en þeir keyptu flugvöllinn í Bristol með góðum árangri. Því miður fyrir Spánverjana láku áform þeirra út til fjölmiðla og hækkaði gengi bréfa í BAA um fimmtung. Til að ná BAA gæti Ferrovial þurft að greiða 900 pens á hlut, sem gæti verið óyfirstígan- leg hindrun, enda var spænska fyrirtækið nokkru minna að stærð áður en fréttin barst út. Nauðsynlegt bandalag The Economist | Stjórnendur General Motors hafa gengið að hugmyndum stærsta hluthafans, Kirks Kerkorian, um stórfelldan niðurskurð í rekstrin- um. Þær fela meðal annars í sér að dregið verð- ur úr arðgreiðslum um helming og laun æðstu stjórnenda lækkuð um tíu prósent. Þótt stjórnend- ur GM treysti K e r k o r i a n ekki að öllu leyti, í ljósi þess að hann reyndi að taka yfir Chrysler með óvinveittum hætti fyrir áratug síðan, verður GM ekki bjargað nema viðkomandi snúi bökum saman. Á sama tíma vex Toyota ásmegin og stelur mark- aðshlutdeild af GM og Ford og skilar þar að auki hagnaði en ekki tapi. Áætlanir Toyota miðast við að vaxa um 5-10 prósent á Bandaríkjamarkaði í ár. Ef samkeppnin frá Japönunum er hinn raunveru- legi vandi GM er óvíst hvort einhver meðöl bjargi risanum frá falli. U M V Í Ð A V E R Ö L D
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.