Fréttablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 25
Tungumálakunnátta Vekur traust og styrkir tengsl 22 Viðskiptaþing Ísland framtíðar- innar í fararbroddi 12-13 Írak Ástralir í mútuhneyksli 6 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 15. febrúar 2005 – 6. tölublað – 2. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Óli Kristján Ármannsson skrifar Finnski farsímarisinn Nokia kynnti á 3GSM kaup- stefnunni í Barcelona á Spáni nýjar gerðir farsíma sem gera notendum kleift að hringja „netsímtöl“. Fyrirtækið segist vera að bregðast við kröfum notenda sem í síauknum mæli séu að nýta sér net- símatækni. 3GSM-kaupstefnunni, sem er stærri en nokkru sinni með yfir 50 þúsund gesti miðað við um 36 þúsund í Cannes í Frakklandi í fyrra, lýkur á föstudag, en hún hófst á mánudag. Hér kynnti Póst- og fjarskiptastofnun fyrir helgi nýjar reglur um netsíma. Í boði eru sérstök flökk- unúmer sem byrja á 49 og fólk getur haft með sér og hringt eða móttekið símtöl hvar sem það kemst í netsamband. Þá er einnig heimilt að færa fastlínu- númer yfir í netsímakerfi, en þau verða þá engu að síður staðbundin. „Undanfarna mánuði hefur krafan um inter- netsímtöl verið ört vaxandi, en hingað til hafa slík símtöl oftast einskorðast við notkun heyrnartóla og hljóðnema sem tengd eru tölvu,“ segir í tilkynningu Nokia, sem á 3GSM-ráðstefnunni á mánudag sagði að með notkun svokallaðrar UMA-tækni, og í sam- starfi við fjarskiptafyrirtæki, gætu þeir sem nota útgáfur 6136 og N80 af Nokia-farsímum, hringt yfir netið með því að nota þráðlaust net. Þegar þráð- lauss netsambands nýtur ekki við skipta símarnir aftur yfir á hefðbundið farsímanet. Lausn Nokia er nýjung, en fyrir eru til þónokkuð margar tegundir símtækja fyrir netsímatækni. Auk stóru símafyrirtækjanna, Símans og Og Vodafone, vinnur nokkur fjöldi fyrirtækja að undir- búningi netsímaþjónustu hér og telja sérfræðingar að þegar sú samkeppni fari af stað muni áhrifin á símamarkað vera mikil og verð símtala muni hrapa. Þannig verði símafyrirtækin að bregðast við með því að hugsa tekjuleiðir sínar upp á nýtt, bjóða nýjar tegundir áskriftarleiða og einbeita sér í aukn- um mæli að fastri áskrift til almennings að stórum hluta án tímamælinga símtala. Þannig býður til dæmi fyrirtækið Telio í Noregi ótakmörkuð símtöl innanlands fyrir sem nemur 1.500 krónum á mán- uði, auk ókeypis símtala við útlönd í sem nemur 150 mínútur í hverjum mánuði. Fyrirtækið óx hratt þar í landi og bauð til sölu í sjoppum og verslunum kassa með áskrift og símtæki sem einfalt var að tengja við netið. Jón Elíasson, framkvæmdastjóri NetAFX, er einn þeirra sem hugleiðir nýja stöðu á símamarkaði hér. Fyrirtæki hans býður þegar netsímanúmer í nokkrum löndum, en hann segir enn ekki búið að ákveða hversu mikla samkeppni fyrirtækið ætlar í hér. „En við komum að minnsta kosti til með að bjóða flökkunúmer,“ segir hann og telur æsispenn- andi tíma fram undan þegar fleiri fara af stað. Netsímavæðingin er hafin Nokia veðjar á samruna GSM og netsíma. Hér búa fyrirtæki sig undir samkeppni eftir að rammi varð til um netsímann.Mikil eftirspurn er eftir verslun-arrými í Kringlunni og Smáralind þessa dagana og komast færri kaupmenn að en vilja. Algengt er að verslunareig- endum sé boðið svonefnt lykla- gjald. Þá er sá kaupmaður sem fyrir er einfaldlega keyptur út og nýr rekstur settur í staðinn. Sá háttur hefur að vísu tíðkast um skeið í Kringlunni en hefur aukist í Smáralind í kjölfar auk- inna umsvifa. Samkvæmt heimildum er leiguverð á nýjum leigusamn- ingum í Smáralind, fyrir meðal- stóra verslun, á bilinu 4.000-5.500 krónur á fermetra án svokallaðs rekstrargjalds sem er ákveðin upphæð á fermetra. Allt er þetta þó háð stærð og staðsetningu. - eþa Eftirsótt verslunarrými „Okkur þótti það gott fjárfest- ingartækifæri að kaupa bréf í SPRON þegar okkur bauðst það. Það er mikilvægt fyrir okkur að dreifa okkar eignasafni,“ segir Marner Jacobsen, bankastjóri Föroya Sparikassa sem er orð- inn stærsti stofnfjáreigandinn í SPRON með 9,94 prósent stofn- fjár. „Við teljum að Ísland sé mjög áhugaverður markaður en höfum ekki tekið ákvörðun um að auka hlut okkar frekar.“ Ætla má að verðmæti stofn- fjárbréfanna í SPRON nemi 2,4 milljörðum króna en ljóst er að hagnaður færeyska bankans af kaupunum er talsverður þar sem gengi SPRON hefur hækkað mikið. Jacobsen segir að ákvörðun hafi verið tekin að skrá félag- ið bæði á færeyska og íslenska hlutabréfamarkaðinn en samstarf er með kauphöllum beggja landa. „Við reiknum með að skráningin verði á næsta ári í tengslum við 175 ára afmæli bankans,“ segir Jacobsen en tekur það fram að endanleg ákvörðun liggi ekki fyrir. Um níu þúsund aðilar eiga hlutabréf í Föroya Sparikassa, sem hefur tekið þátt í fjárfesting- um hérlendis um nokkurt skeið og var meðal hluthafa í Kaupþingi þegar það var sett á markað árið 2000. Föroya Sparikassi keypti svo alla starfsemi Kaupþings í Danmörku á þarsíðasta ári og breytti henni í EIK bank. Föroya Sparikassi er gamall sparisjóður sem var breytt yfir í hlutafélag fyrir nokkrum árum. Hagnaður bankans var um 600 milljónir króna á fyrri hluta árs 2005 og hefur hann vaxið hratt á síðustu misserum. - eþa Færeyingar stærstir í SPRON Föroya Sparikassi stefnir að skráningu á ICEX á næsta ári. JÓN ELÍASSON Jón er framkvæmdastjóri NetAFX sem býður net- símtöl til fjölda landa. Sænski bank- inn Swedbank er nýr aðili að Kauphöll Íslands frá og með gærdegin- um, þriðjudegi. Stóraukin kaup erlendra fjár- festa á íslensk- um bréf- um og aðild Swedbank að Kauphöllinni er sögð benda til aukins áhuga erlendra aðila á íslenska mark- aðnum. Með komu Swedbank eru aðil- ar að Kauphöllinni orðnir 23, þar af fjórir erlendir. „Við bjóðum Swedbank Markets innilega vel- kominn í Kauphöll Íslands. Það er ánægjulegt að fá öflugan sænsk- an banka til þátttöku í kauphallar- viðskiptum á Íslandi. Við vonum að kauphallaraðild Swedbank marki upphafið á sókn norrænna aðila inn á íslenskan markað,“ segir Þórður Friðjónsson, for- stjóri Kauphallarinnar. Auðkenni Swedbank í viðskiptakerfi Kauphallarinnar er SWB. - óká Erlend sókn í Kauphöllina Gott til síðasta dropa Í Kauphöll | Icelandair Group verður skráð í Kauphöll Íslands en FL Group hyggst áfram verða kjölfestueigandi í félaginu. Stefnt er að því að útfærsla á söluferlinu og skráningu liggi fyrir í vor. Mælt með Össuri | KB banki mælir með kaupum í Össuri eftir útgáfu nýs verðmats upp á 112 krónur á hvern hlut. Bankinn telur félagið hafa styrkst við kaup á þremur stuðnings- og stoðtækja- framleiðendum. Egla hagnast | Egla hagnaðist um 17,6 milljarða króna á síðasta ári. Stærsta eign félagsins er um ellefu prósenta hlutur í KB banka sem hefur hækkað um þriðjung það sem af er ári. Avion kaupir | Avion Group hefur keypt Star Airlines, sem er næsts- tærsta leiguflugfélag Frakklands. Gengið var frá kaupunum á hálf- um mánuði. Dótturfélög fylgdu með í kaupunum en kaupverð var ekki gefið upp. Mikill hagnaður | Mikill bati varð á rekstri SPH, sem skilaði 704 milljóna króna hagnaði á síð- asta starfsári. Jókst hagnaður um 120 prósent á milli ára og var sá mesti í sögu sparisjóðsins. Keypt í EJS | Skýrr hefur skrif- að undir samning um kaup 58,7 prósenta hlutar í EJS hf. Skýrr er dótturfélag Kögunar hf. Frekari grein verður gerð fyrir kaupun- um í tengslum við ársuppgjör Kögunar í næstu viku. Kaupir í Kögun | Síminn hefur keypt 27 prósenta hlut í Kögun fyrir rúma þrjá milljarða króna. Seljendur hlutarins eru FL Group og Straumur Burðarás. F R É T T I R V I K U N N A R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.