Fréttablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 48
120% 200 0,1%hagnaðaraukning á milli ára í SPH og sú mesta í sögu sparisjóðsins. milljarða útgáfa krónubréfa eða jöklabréfa eftir útgáfu Deutsche Bank fyrir tvo milljarða. óvænt lækkun vísitölu neyslu-verðs millli janúar og febrúar.
SÍMANÚMER MARKAÐARINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@markadurinn.is Veffang: visir.is
B A N K A H Ó L F I Ð
410 4000 | www.landsbanki.is
Við færum þér fjármálaheiminn
Nú býðst þér að eiga milliliðalaus verðbréfaviðskipti með E*TRADE í gegnum
netið á stærsta verðbréfamarkaði heims, Wall Street í Bandaríkjunum, og á
mörkuðum í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku.
Kynntu þér málið á www.landsbanki.is
C M Y CM MY CY CMY K
Fréttagildi er mikilvægast þegar
valin er fyrirsögn, svona alla
jafna. Það sem gerist í fyrsta
sinn eða það sem er óvenju-
legt hefur mikið fréttagildi.
Gamlir refir í fréttamennsku
glottu því við tönn þegar til-
kynning kom frá eignarhalds-
félagi Verðbréfaþings undir
fyrirsögninni: “Ársreikningur
Eignarhaldfélags Verðbréfa-
þings samþykktur.” Veltu menn
fyrir sér hvort bæta ætti við
“loksins” í fyrirsögnina eða
að byrja fréttina sem svo: “Sá
einstæði atburður varð í gær
að stjórn Eignarhaldsfélags
Verðbréfaþings samþykkti árs-
reikning félagsins”...
Einstætt samþykki
Prentvillur eru alla jafna leið-
indafyrirbæri og til tómrar
armæðu fyrir þá sem setja efni
á prent. Stundum hafa þær óneit-
anlega skemmtigildi og geta af
sér nýjar hugmyndir. Þannig gat
að líta litla frétt um lokun útibúa
Landsbankans á Raufarhöfn og
Kópaskeri sem gæti orðið nýtt
viðurnefni fyrir góðærislandið
Ísland. Okkur er tamt að tala um
Skerið þegar við tölum um fóst-
urjörðina í hálfkæringi. Í frétt-
inni misritaðist Kópasker og var
skrifað Kaupasker, sem er ágæt-
is nafn á landi elds og ísa þessa
dagana þegar kaupin á eyrinni
blómstra sem aldrei fyrr.
Kaupasker
Arsenal, Mosaic
og ástin
Ástarsamband hinnar glæsi-
legu Karenar Millen og Sols
Campbell, varnarmanns hjá
Arsenal, er ástæða þess að
einkalíf knattspyrnumannsins er
í rúst að sögn enskra götublaða.
Unnusta Campbells strunsaði út
þegar hún komst að því að hann
ætti í sambandi við tískudrottn-
inguna. Öllu rólegra hefur verið
yfir Mosaic Fashions þar sem
Karen er meðal hluthafa. Kevin
Stanford, fyrrverandi eiginmað-
ur Karenar, hefur hins vegar
selt öll sín bréf í Mosaic. Ekki
fylgir sögunni hvort hann styðji
Arsenal, sem hefur átt dapra
daga að undanförnu.