Fréttablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 14
 15. febrúar 2006 MIÐVIKUDAGUR14 fréttir og fróðleikur Fáir kaupmenn státa af jafn mikilli söluaukningu í vestrænum löndum og þeir sem selja vörur sínar og þjónustu gegnum netið. Þórður Jóns- son, sviðsstjóri korthafasviðs Visa Íslands, staðfestir að Íslendingar séu litlir eftirbátar ann- arra þjóða í slíkum verslunarháttum. Fer þeim fjölgandi sem versla á netinu? Engin spurning er um það að Íslendingar eru óhræddir við verslun á netinu. Ég hef engar prósentur eða nákvæmar tölur yfir aukningu eða fjölgun á viðskiptum en það liggur ljóst fyrir að hin síðari ár og síðustu tvo sérstaklega hefur þeim fjölgað verulega sem nota netið til viðskipta og verslunar. Hvað versla Íslendingar þar? Fyrst og fremst er þar um að ræða aukningu tengda ferðalögum hvers konar. Flugferðir og allt annað tengt sumarleyfum og ferðalögum er mikið til verslað og greitt fyrir gegnum netið. Aukning er líka mikil erlendis og þá sérstaklega í Bandaríkjunum þar sem gjaldmiðillinn hefur verið hagstæður og fólk hefur nýtt sér það. ÞÓRÐUR JÓNSSON sviðsstjóri korthafa- sviðs Visa Íslands. SPURT & SVARAÐ VERSLUN Á NETINU Vaxandi milli ára > Fjöldi Íslendinga sem flytjast úr landi. Heimild: Hagstofa Íslands Svona erum við 2.806 1990 1993 1996 1999 2002 2005 2.016 3.444 2.709 3.380 2.975 Grasið er grænt í Reykjavík á meðan þykk snjóbreiða liggur yfir New York. Kalt er í Ósló og Stokkhólmi en hlýtt í Þórshöfn. Hermt er að minni snjór sé í sumum fjöllum við Eyjafjörð en var í júní. Síðasta ár var hið hlýjasta síðan mælingar hófust. Nýliðið ár 2005 var hlýjasta ár síðan mælingar hófust. Páll Bergþórsson veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri, fylgist vel með á vettvangi veðurfræðinnar og segir fræðimenn sem annast rannsóknir á veðursögu staðhæfa þetta. „Því var spáð í nóvember að 2005 yrði næsthlýjasta ár fram að þessu en nú segja þeir sem best vita að það sé það hlýjasta frá því mælingar hófust,“ segir Páll. Mælingarnar ná um eitt hundr- að ár aftur í tímann. 1998 var fram til þessa hlýjasta árið síðustu öld- ina. Miðað er við hitastig á jörðinni allri og fylgst með frávikum frá ákveðnum meðalhita. Af þessum staðreyndum, auk hlýjunnar norður undan Íslandi upp á síðkastið, dregur Páll ályktun. „Þetta er bending um að hlýnunin – gróðurhúsaáhrifin – séu í fullum gangi. Páll segir ekki hægt að rekja góðviðrið á Íslandi að undanförnu til gróðurhúsaáhrifa, ekki sé að marka einstaka mánuði eða jafnvel ár. „Það er hins vegar nokkuð sterk bending þegar árið verður hlýrra en önnur ár,“ segir hann. Ekkert óeðlilegt þarf því að vera á ferðinni þótt jörð sé víðast auð á Íslandi og hlý- indin talsverð. Hlýtt loft berst frá Atlantshafi og hingað norð- ur eftir í stað þess að beygja af leið og berast yfir meginland Evrópu. „Þegar þetta gerist eru gjarnan hlýindi á miðju Atlants- hafinu meðan það er kuldi beggja vegna við það,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing- ur og deildarstjóri á Veðurstofu Íslands. Veðrið hefur að mestu verið milt á Íslandi það sem af er febrúarmán- uði, þó að stuttur kuldakafli hafi komið í síðustu viku. „Það hefur verið mjög snjólétt í febrúar og hit- inn lengst af ofan við frostmark,“ segir Einar og bætir við að það hafi svo sem ekki verið neinn vetur það sem af er febrúar. Páll Bergþórsson tekur í sama streng og horfir til vetursins alls. „Veturinn hefur það sem af er ekki verið kaldur þótt haustið hafi verið kalt. Janúar var til dæmis mjög mildur.“ Páll segir marga vetur í röð hafa verið snjólitla, ekki síst á hálendinu. Hann telur ekkert óeðli- legt vera á ferðinni, hefðbundnar veðurfarslegar skýringar séu á tíðarfarinu. „Veðrið hefur verið afskaplega milt norður í höfum, á Svalbarða og Jan Mayen, það stað- festir að sjórinn er mjög hlýr hér norðurundan og það er einkenni á þessu hlýindaskeiði,“ segir Páll og bætir við að það gangi oft á ýmsu með veðrið. Garpar sem ganga reglulega á fjöll í Eyjafirði segja að í þeim sumum sé nú minni snjór en var í júnímánuði á síðsta ári. Hið sama er uppi á teningunum á hálendinu, þar er almennt lítill snjór þrátt fyrir að nokkuð hafi snjóað. Vegna hlýindanna hefur hann hins vegar bráðnað fljótt. Á meðan Íslendingar búa við óvenjumikil hlýindi þessa febrúar- daga hafa íbúar New York og fleiri borga á norðausturströnd Banda- ríkjanna aldrei kynnst annarri eins snjókomu og var á sunnudag. Jafnfallinn snjór í Central Park á Manhattan í New York mældist um tvö fet eða tæpir sjötíu sentimetr- ar. Strekkingsvindur var einnig á austurströndinni og var fólk hvatt til að halda sig innan dyra. Flug- samgöngur lömuðust um tíma og fjöldi umferðaróhappa varð á jörðu niðri. Snjókoman var sú mesta sem mælst hefur og er veðrið sagt það versta sem gengið hefur yfir svæð- ið í áratugi. Páll Bergþórsson segir snjó- komu og kulda ekki alltaf þurfa að fara saman og bendir á að nýlið- inn janúarmánuður sé sá hlýjasti sem mælst hefur í Bandaríkjun- um. Þar var meðalhiti mánaðarins 39,5 gráður á Fahrenheit eða um fjórar gráður á Celsíus. Áður var mesti janúarhiti sem mælst hefur í Bandaríkjunum 37,3 á Fahrenheit eða um þrjár gráður á Celsíus. En þó að hlýtt hafi verið á Íslandi síðustu daga er ekki þar með sagt að von sé til að svo verði áfram. Einar Sveinbjörnsson segir að norðanátt sé væntanleg þótt henni fylgi ekki endilega kuldi á borð við það sem Íslendingar geta búist við á þessum árstíma. STIGIÐ UPP Á SNÆVI ÞAKTA STÉTTINA Snjókoman aftraði ekki ferðum neðanjarð- arlestanna í New York. Fönnin mætti þó far- þegum þegar upp var komið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Endaskipti á veðrinu FEBRÚAR Í REYKJAVÍK Blóm þessa fagra töfratrés í Laugardalnum hafa sprungið út í hlýindunum að undanförnu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SNÆTT Í SNJÓNUM Þessi kona fékk sér hádegisbitann sinn í Bryant Park í New York líkt og vanalega, þrátt fyrir fannfergið. Aldrei hefur mælst jafn mikil snjókoma í New York og á sunnudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FRÉTTASKÝRING BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON bjorn@frettabladid.is HITASTIG Á HÁDEGI Í GÆR Madrid 12 London 10 Þórshöfn 7 París 6 Reykjavík 3 Kaupmannahöfn 3 Berlín 2 Hamborg 2 New York -1 Boston -2 Helsinki -2 Osló -4 Stokkhólmur -4 Chicago -4 Washington -6 Gimli -14 Deilan um kjarnorkuáætlun Írana beinist nú aðallega að tilraunum þeirra með auðgun úrans. Með auðgun úrans er bæði hægt að framleiða eldsneyti til raforkuframleiðslu í kjarnaofnum kjarnorkuvera, en einnig framleiða hágeislavirkt efni til notkunar í kjarnorkusprengjum. Hvað er auðgun? Markmiðið með því ferli sem kallað er auðgun er að auka hlutfall geislavirka atómsins úran-235 í úraninu. Til þess að úran nýtist sem eldsneyti í kjarnakljúf verður að auðga það svo að það innihaldi tvö til þrjú prósent af úran-235. Í kjarnorkuprengju þarf hlutfall úran-235 að vera að minnsta kosti 90 prósent. Algengasta auðgunaraðferðin er að nota gasfyllta skilvindu, þar sem úran-hexaflúóríð-gasi er snúið í sívalningi á miklum hraða. Í skilvindunni skiljast samsæturnar úran-238 og úran-235 að. Þar sem úran-238 er eðlisþyngra leitar það í átt að útveggjum skilvindunnar en hið léttara úran-235 í átt að miðjunni þar sem því er safnað saman. Hið auðgaða úran er þá flutt í aðra skilvindu þar sem ferlið er endurtekið og svo koll af kolli uns því auðgunarstigi er náð sem óskað er. Sem úrgangsefni situr eftir rýrt úran, sem nær eingöngu samanstendur af úran-238 og er svo gott sem þurrausið allri geislavirkni. Þetta rýrða úran er notað meðal annars í fallbyssukúlur sem ætlað er að bora sig í gegn um brynvarnir og í annan vígbúnað. Eru til fleiri aðferðir til auðgunar úrans? Til er önnur aðferð til auðgunar úrans, svonefnd síun, sem byggir á því að hið léttara úran-235 síist hraðar úr úran-hexaflúóríðg- asi í gegn um þar til gerða síu en hið þyngra úran-238. Þetta ferli þarf líka að endurtaka oftsinnis, rétt eins og skilvinduaðferðina. Efnafræðileg áhætta er sú sama frá öllum samsætum úrans. Rýrt úran hefur því nákvæmlega sömu efnafræðilega eiginleika og náttúrulegt úran. Mikið magn úrans getur haft skaðleg áhrif á líkamann eins og aðrir þungmálmar, til dæmis getur það haft áhrif á starfsemi nýrna. Töluvert af efninu þarf þó að berast inn í líkamann til þess að slík áhrif komi fram. Rýrt úran sendir minna af geislun frá sér en náttúrulegt úran, enda er búið að minnka hlut geislavirkari samsæta úrans. FBL-GREINING: AUÐGUN ÚRANS Framleiðsla kjarnorkueldsneytis JÓN ÞÓR ÓLAFSSON VAR STARFSMAÐUR ORKUVEITUNNAR Í EL SALVADOR TEKINN SEM GÍSL OG MYRTUR AF GLÆPAGENGI – FANNST LÁTINN VIÐ VEGARKANT – 16 SKOTHYLKI Á MORÐSTAÐNUM – LÖGREGLAN SEGIR VITNI HRÆDD 2x15-- esin 14.2.2006 21:15 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.