Fréttablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 8
 15. febrúar 2006 MIÐVIKUDAGUR LITHÁEN Aðalefni stjórnmálanna í Litháen þessa dagana er barátt- an um milljarðana frá ESB sem eiga að berast Litháum frá og með næsta ári fram til 2030 og hvernig og hverjir eigi að ráðstafa þeim. Jafnaðarmenn og Mið-vinstri- f l o k k u r i n n , sem er arftaki Kommúnista- flokksins, tak- ast á um það fyrir hönd sinna flokka hverjir og þar með hvaða ráðuneyti eigi að stýra því í hvaða verkefni peningarnir verða notaðir, en á næsta ári fá Litháar milljarða frá Evrópusambandinu til að nota í ýmis uppbyggingarverkefni í landinu. Inn í þetta blandast fréttir af spillingu, til dæmis því hvernig eiginkona forsætisráðherrans, sem var einn af leiðtogum verka- lýðshreyfingarinnar, sölsaði undir sig fasteignir í eigu verkalýðs- hreyfingarinnar þegar einkavæð- ingin átti sér stað fyrir nokkrum árum. Eiginkonan breytti fast- eigninni í hótel sem hún rekur nú í Vilníus og er forsætisráðherrann gagnrýndur fyrir að hafa aðstoð- að hana. Fjórir stjórnmálaflokkar mynda ríkisstjórnina í Litháen, þar á meðal Jafnaðarmannaflokk- urinn og Mið-vinstriflokkur sem er arftaki Kommúnistaflokksins. Fjármálaráðherrann er jafnaðar- maður og ráðherra efnahagsmála er frá Mið-vinstriflokknum. Fjár- styrkirnir ættu að vera á könnu fjármálaráðuneytisins en Mið- vinstriflokkurinn vill að efnahags- málaráðherrann sjái um þá. Vytautas Bruveris, þingfrétta- maður dagblaðsins Lietuvos Rytas, er svartsýnn á stjórn og framtíð efnahagsmála í Litháen. Hann líkir baráttunni um ESB- peningana við átökin í landinu þegar einkavæðingin átti sér stað. Hann telur stjórnmálamennina vanta alla framtíðarsýn og stefnu- mörkun. „Sumir segja að þessir pening- ar frá ESB séu mikilvægir fyrir litháíska stjórnmálamenn. Þetta verði svipað og þegar einkavæð- ingin átti sér stað. Stjórnmála- menn takist á og allir berjist um peninga og pólitísk áhrif. Allt annað gleymist,“ segir hann. ■ Milljónamiðar leynast enn á sölustöðum. Finnur þú þann næsta? FRÉTTABLAÐIÐ Í LITHÁEN GUÐRÚN HELGA SIGURÐARDÓTTIR ghs@frettabladid.is ÖRYGGISMÁL Enn er ekki komið í ljós hvernig aðskilnaði á brott- farar- og komufarþegum verður háttað á Keflavíkurflugvelli en flugmálastjórn, í samvinnu við sýslumannsembætti á flugvellin- um, vinnur nú að því að uppfylla öryggiskröfur sem eftirlitsstofn- un EFTA (ESA) gerir til alþjóða- flugvalla. Stefán Thordersen, yfirmaður öryggissviðs flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli, segir skipu- lagsvinnu nú standa yfir meðal allra þeirra sem að öryggismál- um koma, með það að markmiði að skerpa á öryggismálum. „Það er ekki enn komið í ljós hvernig breytingunum sem gerðar verða á vellinum verður háttað. Við munum þurfa að aðskilja brott- farar- og komufarþega á vissum svæðum innan flugvallarins, til þess að mæta kröfum ESA.“ Starfshópur á vegum ESA kom hingað til lands í síðustu viku og gerði úttekt á öryggismálum á flugvallarsvæðinu öllu. Eftir úttektina kom í ljós að töluverðar breytingar þarf að gera á öryggis- málum á vellinum til þess að mæta kröfum ESA. Breytingarnar sem gerðar verða munu koma töluvert niður á þægindum farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll en sér- stök áhersla verður lögð á að efla innra eftirlit á flugvellinum. - mh Öryggismál á Keflavíkurflugvelli eru nú til skoðunar hjá flugmálastjórn: Þægindi farþega skerðast FARÞEGAR Í VEGABRÉFASKOÐUN Í LEIFS- STÖÐ Mikil breyting verður á aðbúnaði starfsfólks og farþega á Keflavíkurflugvelli eftir að öryggismál hafa verið tekin til endurskoðunar. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI STJÓRNMÁL „Pólitískum andstæð- ingum okkar í bæjarmálunum er velkomið að sitja fundi L-listans og leggja sitt af mörkum í stefnu- mótunarvinnunni hjá okkur sem nú stendur yfir vegna komandi bæjarstjórnarkosninga. Það skiptir okkur ekki máli hvaðan gott kemur og við fögnum öllum hugmyndum sem geta orðið bænum til framdráttar,“ segir Oddur Helgi Halldórsson, oddviti Lista fólksins á Akureyri. L-listinn hefur ákveðið að bjóða fram í þriðja sinn í sveitarstjórn- arkosningunum í vor en hann fékk tvo bæjarfulltrúa í síðustu kosningum. Oddur Helgi mun leiða listann sem fyrr en Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir, bæjar- fulltrúi L-listans, hefur ákveðið að taka sér hlé frá stjórnmálum. „Við erum að stilla upp listan- um en munum ekki kynna hann fyrr en 18. mars. Við viljum kom- ast í meirihluta að loknum kosn- ingum og stefnum á að fá þrjá menn kjörna í bæjarstjórn,“ segir Oddur Helgi. - kk Andstæðingum boðið að koma að stefnumótun Lista fólksins á Akureyri: Sama hvaðan gott kemur ODDUR HELGI HALLDÓRSSON Listi fólksins er öllum opinn og eina fram- boðið á Akureyri sem ekki heldur félagatal. FRETTABLAÐIÐ/KJK MORGUNN Í LITHÁEN Vytautas Bruveris, blaðamaður hjá stærsta dagblaðinu í Lithá- en, Lietuvos rytas, eða Morgunn í Litháen. FRÉTTABLAÐIÐ/GHS Valdabarátta um ESB-milljarðana Hörð valdabarátta á sér stað í Litháen. Stjórnmálamennirnir, og þá fyrst og fremst jafnaðarmenn og fyrrverandi kommúnistar, takast á um fjárstyrki frá Evrópusambandinu sem eiga að berast á árunum 2007-2030. FORSETAHÖLLIN Í VILNÍUS „Sumir segja að þessir peningar frá ESB séu mikilvægir fyrir litháíska stjórnmálamenn,“ segir Vytautas Bruveris blaðamaður og er svartsýnn á framtíð stjórnmála í Litháen. Hann heldur að stjórnmálamenn gleymi sér í stundarbaráttunni og sinni ekki stefnumótun né hafi nokkra framtíðarsýn. FRÉTTABLAÐIÐ/GHS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.