Fréttablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 13
ÁFRAM JAPAN! Þessi stuðningsmaður japanska ólympíukeppnisliðsins í kurli lét ekki sitt eftir liggja er liðið mætti Rússum í Pinerolo á Ítalíu.FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Sigbjörn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Alþýðu- flokksins, og Oktavía Jóhannesdótt- ir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinn- ar, ætla bæði að taka þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, þrátt fyrir að þau hafi ekki náð settu marki í prófkjöri flokksins um nýliðna helgi. Sigbjörn sem nýlega hætti störf- um sem sveitarstjóri í Mývatnssveit sóttist eftir öðru til fjórða sæti en hafnaði í níunda sætinu og Oktavía bauð sig fram í þriðja til fjórða sæti en varð í fimmtánda sæti. Oktavía, sem hlaut kosningu sem bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í síðustu sveitarstjórnarkosningum og situr enn í bæjarstjórn Akur- eyrar fyrir hönd flokksins, gekk í Sjálfstæðisflokkinn skömmu fyrir áramót en Sigbjörn í upphafi árs. Þau segjast bæði hafa vænst betri útkomu úr prófkjörinu en segja vonbrigðin ekki rista djúpt. „Ég er tilbúin til að sitja í nefnd- um fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sinna yfir höfuð þeim hlutverkum sem mér er treyst fyrir. Ég veit af langri reynslu að þeir sem áhuga hafa á stjórnmálum geta haft mikil áhrif þótt þeir séu ekki bæjarfull- trúar eða alþingismenn,“ segir Oktavía. - kk Kratarnir náðu ekki settu marki í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri: Vonbrigðin rista ekki djúpt OKTAVÍA JÓHANNESDÓTTIR „Ég tek niðurstöðu prófkjörsins með karlmennsku,“ segir Oktavía. LITHÁEN Menningararfur Litháa, gömlu timburhúsin sem eru orðin vel á annað hundrað ára gömul eða rúmlega það, eru í útrýmingar- hættu enda hefur þeim í flestum tilfellum ekkert verið við haldið í langan tíma. Nokkur timburhús eru enn eftir í höfuðborginni Vilníus en þau eru afar illa farin. Húsin eru falleg að utan enda gríðarleg vinna sem liggur í útskornu skrauti þeirra. Enn er búið í nokkrum þessara húsa. Beðið er með ákvarðanir um framtíð þeirra en þau þurfa mikið og dýrt viðhald til að ná fyrri feg- urð og styrk. - ghs Menningararfur í Vilníus: Gömul timbur- hús að hverfa TIMBURHÚS Í HÆTTU Hefðbundnu lithá- ísku timburhúsin í Vilníus eru nokkur eftir en þau þurfa mikið viðhald til að ná fyrri fegurð. FRÉTTABLAÐIÐ/GHS BORGARMÁL Lagning Mýrargötu í Reykjavík í stokk er tilbúin í umhverfismat en tillaga til lagn- ingar hennar er til kynningar hjá Framkvæmdasviði Reykjavík- urborgar og er hægt að nálgast upplýsingar á vefsíðu stofnunar- innar. Ekkert liggur fyrir um end- anlega legu enda hafa íbúar og almenningur allur möguleika á að koma athugasemdum og ábendingum á framfæri. Helsta hugmyndin gerir þó ráð fyrir að grafinn verði 370 metra langur stokkur frá gatnamótum Ægis- götu að Ánanaustum og verður að líkindum um fjórar akreinar að ræða, tvær í báðar áttir. - aöe Í STOKK VIÐ ÁNANAUST Almenningur getur skoðað hugmyndir borgaryfirvalda um lagningu Mýrargötu á Netinu og gert athugasemdir. Lagning Mýrargötu í stokk: Tilbúin í umhverfismat Aftanákeyrsla við Borg Nokkuð harður árekstur varð skammt frá Borg í Grímsnesi þegar ekið var aftan á bifreið í fyrrakvöld. Svo virðist sem ökumaðurinn hafi ekki áttað sig á því hversu nálægt hann var bílnum fyrir framan. Engin meiðsl urðu á fólki. LÖGREGLUFRÉTT MIÐVIKUDAGUR 15. febrúar 2006 13 INDÓNESÍA, AP Tveir Ástralar voru í gær dæmdir til dauða í Indón- esíu fyrir heróínsmygl. Menn- irnir eru taldir höfuðpaurar níu manna hóps, sem handtekinn var á Balíflugvelli í apríl í fyrra og voru sakaðir um að hafa reynt að smygla rúmum átta kílógrömm- um af heróíni frá ferðamannastað á Balí til Ástralíu. Mennirnir tveir verða leidd- ir fyrir aftöksuveit og skotnir. Fjórir aðrir menn sem teknir voru með heróínið falið á sér voru dæmdir í ævilangt fangelsi. Málið hefur vakið mikla athygli í Ástralíu, og er talið að dómurinn muni hafa mikil áhrif á samskipti landanna. - smk Heróínsmyglarar í Balí: Ástralar dæmd- ir til dauða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.