Fréttablaðið - 15.02.2006, Side 13

Fréttablaðið - 15.02.2006, Side 13
ÁFRAM JAPAN! Þessi stuðningsmaður japanska ólympíukeppnisliðsins í kurli lét ekki sitt eftir liggja er liðið mætti Rússum í Pinerolo á Ítalíu.FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Sigbjörn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Alþýðu- flokksins, og Oktavía Jóhannesdótt- ir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinn- ar, ætla bæði að taka þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, þrátt fyrir að þau hafi ekki náð settu marki í prófkjöri flokksins um nýliðna helgi. Sigbjörn sem nýlega hætti störf- um sem sveitarstjóri í Mývatnssveit sóttist eftir öðru til fjórða sæti en hafnaði í níunda sætinu og Oktavía bauð sig fram í þriðja til fjórða sæti en varð í fimmtánda sæti. Oktavía, sem hlaut kosningu sem bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í síðustu sveitarstjórnarkosningum og situr enn í bæjarstjórn Akur- eyrar fyrir hönd flokksins, gekk í Sjálfstæðisflokkinn skömmu fyrir áramót en Sigbjörn í upphafi árs. Þau segjast bæði hafa vænst betri útkomu úr prófkjörinu en segja vonbrigðin ekki rista djúpt. „Ég er tilbúin til að sitja í nefnd- um fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sinna yfir höfuð þeim hlutverkum sem mér er treyst fyrir. Ég veit af langri reynslu að þeir sem áhuga hafa á stjórnmálum geta haft mikil áhrif þótt þeir séu ekki bæjarfull- trúar eða alþingismenn,“ segir Oktavía. - kk Kratarnir náðu ekki settu marki í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri: Vonbrigðin rista ekki djúpt OKTAVÍA JÓHANNESDÓTTIR „Ég tek niðurstöðu prófkjörsins með karlmennsku,“ segir Oktavía. LITHÁEN Menningararfur Litháa, gömlu timburhúsin sem eru orðin vel á annað hundrað ára gömul eða rúmlega það, eru í útrýmingar- hættu enda hefur þeim í flestum tilfellum ekkert verið við haldið í langan tíma. Nokkur timburhús eru enn eftir í höfuðborginni Vilníus en þau eru afar illa farin. Húsin eru falleg að utan enda gríðarleg vinna sem liggur í útskornu skrauti þeirra. Enn er búið í nokkrum þessara húsa. Beðið er með ákvarðanir um framtíð þeirra en þau þurfa mikið og dýrt viðhald til að ná fyrri feg- urð og styrk. - ghs Menningararfur í Vilníus: Gömul timbur- hús að hverfa TIMBURHÚS Í HÆTTU Hefðbundnu lithá- ísku timburhúsin í Vilníus eru nokkur eftir en þau þurfa mikið viðhald til að ná fyrri fegurð. FRÉTTABLAÐIÐ/GHS BORGARMÁL Lagning Mýrargötu í Reykjavík í stokk er tilbúin í umhverfismat en tillaga til lagn- ingar hennar er til kynningar hjá Framkvæmdasviði Reykjavík- urborgar og er hægt að nálgast upplýsingar á vefsíðu stofnunar- innar. Ekkert liggur fyrir um end- anlega legu enda hafa íbúar og almenningur allur möguleika á að koma athugasemdum og ábendingum á framfæri. Helsta hugmyndin gerir þó ráð fyrir að grafinn verði 370 metra langur stokkur frá gatnamótum Ægis- götu að Ánanaustum og verður að líkindum um fjórar akreinar að ræða, tvær í báðar áttir. - aöe Í STOKK VIÐ ÁNANAUST Almenningur getur skoðað hugmyndir borgaryfirvalda um lagningu Mýrargötu á Netinu og gert athugasemdir. Lagning Mýrargötu í stokk: Tilbúin í umhverfismat Aftanákeyrsla við Borg Nokkuð harður árekstur varð skammt frá Borg í Grímsnesi þegar ekið var aftan á bifreið í fyrrakvöld. Svo virðist sem ökumaðurinn hafi ekki áttað sig á því hversu nálægt hann var bílnum fyrir framan. Engin meiðsl urðu á fólki. LÖGREGLUFRÉTT MIÐVIKUDAGUR 15. febrúar 2006 13 INDÓNESÍA, AP Tveir Ástralar voru í gær dæmdir til dauða í Indón- esíu fyrir heróínsmygl. Menn- irnir eru taldir höfuðpaurar níu manna hóps, sem handtekinn var á Balíflugvelli í apríl í fyrra og voru sakaðir um að hafa reynt að smygla rúmum átta kílógrömm- um af heróíni frá ferðamannastað á Balí til Ástralíu. Mennirnir tveir verða leidd- ir fyrir aftöksuveit og skotnir. Fjórir aðrir menn sem teknir voru með heróínið falið á sér voru dæmdir í ævilangt fangelsi. Málið hefur vakið mikla athygli í Ástralíu, og er talið að dómurinn muni hafa mikil áhrif á samskipti landanna. - smk Heróínsmyglarar í Balí: Ástralar dæmd- ir til dauða

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.