Fréttablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 16
 15. febrúar 2006 MIÐVIKUDAGUR16 og fólk ? Vissir þú að:Árið 1995 voru 2613 hestar fluttir úr landi. Fimm árum síðar, árið 2000, voru þeir 1897 og á síðasta ári var fluttur út 1501 hestur. Heimild: www.worldfengur.com „Ég mun byrja á því að sinna Landsmóti hestamanna sem brestur á í sumar,“ segir Guðrún H. Valdimarsdóttir sem hóf störf sem framkvæmdastjóri Landssambands hestamannafélaga og Landsmóts hestamanna ehf. í vikunni. Landsmót verður haldið á Vindheimamelum í Skagafirði dagana 26. júní til 2. júlí en það var síðast haldið þar árið 2002 og þótti vel til takast. Margt er þó ógert og mun Guðrún leggja sitt af mörkum til að gera mótið eftirminnilegt. „Aðstaðan er nokkuð góð en ég er enn að setja mig inn í málin til að ákveða hvað þurfi að gera,“ segir Guðrún, en telur eitt höfuðatriðið að fá sem flesta á mótið, ekki aðeins gallharða hestamenn heldur einnig almenna hestamenn sem geta nýtt mótið sem nokkurs konar útilegu. Þá sé einnig mikilvægt að hafa eitthvað fyrir fólk að gera annað en að horfa á hesta. Til dæmis þurfi góða leikaðstöðu fyrir börnin og ýmsa afþreyingu sem nóg er af í Skagafirði. Guðrún spáir því sposk að þetta verði besta landsmótið til þessa. „Ég held bara að landsmótin fari batnandi með hverju skipti,“ bætir hún glaðlega við. Guðrún telur að löngu hafi verið tímabært að ráða fram- kvæmdastjóra Landssambands hestamannafélaga, því þó for- maðurinn Jón Albert, sé mjög öflugur þá er hann jú í annarri vinnu og því takmarkað hve miklu er hægt að koma í verk. Guð- rún vill þó ekki gera of mikið úr sínu framlagi enda segir hún sitt helsta hlutverk vera að tengja saman þræði þeirra nefnda sem þegar inna af hendi mikilvæg störf. Hún þurfi aðeins að veita þeim tólin til að koma hugmyndum í framkvæmd. Guðrún hefur stundað hestamennsku frá blautu barnsbeini en skilgreinir sig samt sem áður sem áhugamanneskju. „Ég er að reyna að draga eiginmanninn og soninn inn í þettta núna,“ segir hún glaðlega en Guðrún heldur hesta hjá Herði í Mos- fellsbæ. Hún starfaði til lengri tíma sem fararstjóri í ferðum Íshesta á sumrin og hefur ekki getað slitið sig frá því að fullu og fer einn til tvo túra á hverju ári enda segir hún það frábæra og ómetanlega reynslu. HESTAMAÐURINN: GUÐRÚN H. VALDIMARSDÓTTIR Skipuleggur Landsmót hestamanna „Hugtakið hrossasótt er í raun sjúk- dómseinkenni en ekki sjúkdómur í sjálfu sér,“ segir Ólöf Loftsdóttir dýra- læknir. Hún segir að hrossasótt geti átt sér margar mismunandi orsakir sem þó yfirleitt sé hægt að rekja til meltingarstarfsemi. Einkenni hrossasóttar lýsa sér þannig að hestur hættir að éta, sparkar undir kvið og krafsar, er órólegur og er sífellt að leggjast niður og standa upp. Þegar hestur lætur þannig þarf þegar að hafa samband við dýralækni. „Það sem við ráðleggj- um fólki er að fara út með hestinn og teyma hann því það er oft ákveðin fróun fyrir hrossin að vera á hreyfingu þegar þeir fá heiftarlega kviðverki,“ segir Ólöf, en þegar dýrlæknir mætir á staðinn reynir hann fyrst að átta sig á orsök hrossasóttarinnar auk þess sem hestinum eru gefin verkjalyf. Ef hesturinn er með hita getur það stafað af fóðureitrun, það er skemmd í heyinu sem veldur bakteríusýkingu. „Mjög algengt er að hrossasótt sé fóðurtengd enda er fóðrun á húsi allt önnur en úti í náttúrunni og hey misjöfn að gæðum. Allt getur þetta valdið þarmabólgum sem valda lyst- arleysi,“ segir Ólöf og bendir á að allar fóðurbreytingar séu vandasamar. Algengasta orsök hrossasóttar eru krampaköst sem geta orðið stuttu eftir að riðið er út í köldu veðri en snögg kæling getur valdið krampa. Einnig ef hrossin drekka mikið af köldu vatni þegar þau eru heit og sveitt og síðan geta þau fengið í magann af því að vera riðið þegar þau eru tekin af gjöf. Hrossin eru þá yfirleitt ekki lengi að jafna sig en dýralæknar fylgja hestunum mjög vel eftir enda getur hrossasótt þróast út í garnaflækju sem er það sem dýralæknar óttast mest. SÉRFRÆÐINGURINN: ÓLÖF LOFTSDÓTTIR DÝRALÆKNIR Hrossasótt er sjúkdómseinkenniBerglind Rósa Guðmundsdóttir hefur verið útnefnd „Knapi ársins 2005“ í hestamannafélaginu Gusti í Kópavogi. Berglind Rósa náði mjög góðum árangri á liðnu ári. Hún varð meðal annars Íslandsmeistari í fimmgangi og bronsverðlaunahafi í tölti og fjórgangi á Íslandsmóti yngri flokka. Hún sigraði í B-flokki á Fjórðungsmóti Vesturlands, varð samanlagður sigurvegari á Hraun- hamarsmótaröðinni og margfaldur sigurvegari á opnu íþróttamóti Sörla svo eitthvað sé nefnt. Berglind er auk þess prúður og snyrtilegur knapi sem stundar íþrótt sína af kappi. Hún er góður fulltrúi síns félags og hefur um árabil haldið merki þess á lofti, enda er þetta ekki í fyrsta sinn sem hún hlýtur þessa nafnbót. ■ Gustur í Kópavogi: Berglind Rósa valin knapi ársins Hinn fagri rauðblesótt-glófexti stóðhestur Þengill frá Kjarri var felldur um helgina eftir því sem fram kemur á hestavefnum www.eidfaxi.is. Þar er haft eftir einum eigenda hestsins að Þengill hafi veikst heiftarlega, líklega af völdum fóðureitrunar, svo honum var ekki hugað líf. Þengill hafði misst nokkrar tennur í sumar þegar hann var sleginn af hryssu. Er allt eins talið líklegt að hann hafi verið veikari fyrir vegna þessa. Þengill hlaut 8,36 í aðaleinkunn þegar hann var sýndur á Héraðssýningunni á Sörlastöðum og því ljóst að nokkur missir er að honum bæði fyrir eigendur hans og ræktendur í landinu. ■ Frægur stóðhestur ber beinin: Þengill frá Kjarri er allur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.