Fréttablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 28
MARKAÐURINN 15. FEBRÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR4
F R É T T I R
Óli Kristján Ármannsson
skrifar
Microsoft á Íslandi og Microsoft um heim
allan hvetja um þessar mundir fyrirtæki
í hugbúnaðarleyfisáskrift til að uppfæra
Office-hugbúnaðarvöndulinn.
Í bréfi sem fyrirtækið sendir út kemur
fram að hluti kóða Office og Access brjóti
gegn einkaleyfi og því hafi fyrirtækið gefið
út uppfærslu. Hér tók Microsoft að senda
bréf í byrjun mánaðarins en víða erlendis
hófust sendingarnar í janúar.
Sendingarnar koma í kjölfar dóms sem
féll í Bandaríkjunum í sumar vegna hug-
búnaðartenginga í Access-gagnabönkum
og Excel-skjölum. Hugvitsmanninum Carlo
Armando Amado voru dæmdar 8,9 milljónir
Bandaríkjadala í bætur vegna brots fyrir-
tækisins gegn einkaleyfi hans.
Elvar Steinn Þorkelsson, framkvæmda-
stjóri Microsoft á Íslandi, segir dómnum hafa
verið áfrýjað, en notendur séu beðnir að upp-
færa vegna óvissunnar um mála-
lokin. „Virknin eftir uppfærslu
er alveg sú sama,“ segir hann.
Vegna þess að öðruvísi horfir
með skyldur fyrirtækisins vegna
forritaleyfa sem seld eru í áskrift
en þeirra sem seld eru í búð eru
áskrifendur einir beðnir að upp-
færa. Litið er svo á að pakkar úti
í búð séu seldir eins og þeir eru
á ákveðnum tímapunkti, meðan
hugbúnaðarleyfum fylgja kvaðir
um uppfærslu og ákveðið viðhald
á hugbúnaðinum.
Alla jafna segir Elvar ekki
mikið umstang fylgja uppfærslunni. „Það
ræðst pínulítið af því hvernig tölvukerfi eru
sett upp. Flest af stærri fyrirtækjum okkar,
bankarnir og fleiri, eru með ferla þar sem
uppfærslur keyra í bakgrunni yfir nótt og not-
endur sjá engan mun að morgni,“ segir hann.
Nokkuð hefur þó verið skrifað um málið
í erlendum miðlum og heyrast þær raddir
sem þykja nokkuð á fyrirtækin
lagt að þurfa að bregðast við
tapmáli Microsoft með þessum
hætti. Auk þess sem þær raddir
heyrast að með bréfaskriftun-
um sé fyrirtækið ekki að gera
annað en firra sig ábyrgð gagn-
vart einkaleyfishöfunum, meðan
réttarstaða fyrirtækja sem ekki
uppfæri búnað sinn sé óljós.
Carlos Armando Amado, sem
er frá Gvatemala, varð sér úti
um einkaleyfi sitt árið 1990, en
búnaðinn hannaði hann þegar
hann var í námi við Stanford-
háskóla í Bandaríkjunum. Árið 1992 hafnaði
Microsoft tilboði hans um að selja tæknina,
en hún dúkkaði svo upp í Office 95 og var í
notkun allar götur síðan. Skaðabæturnar sem
uppfinningamanninum voru dæmdar í sumar
eru töluverðar, en þó fjarri því sem hann
fór fram á, því hann vildi fá 500 milljónir
Bandaríkjadala í bætur.
ELVAR STEINN ÞORKELS-
SON Framkvæmdastjóri
Microsoft á Íslandi segir
hvatningu um uppfærslu
varúðarráðstöfun meðan
tekist er á um einkaleyfi
fyrir dómi.
Fréttablaðið/Vilhelm
Microsoft hvetur fyrir-
tæki til að uppfæra Office
Eftir tap í einkaleyfismáli hefur Microsoft samband við fyrirtæki um allan heim. Hér
hófust sendingar í þessum mánuði.
KB banki mælir með kaupum
í stoðtækjaframleiðandanum
Össuri eftir útgáfu nýs verðmats
sem hljóðar upp á 112 krónur
á hvern hlut. Síðasta viðskipta-
gengi í Össuri var 102,5 krónur.
Bankinn telur að félagið hafi
styrkst til muna við kaupum á
þremur stuðnings- og stoðtækja-
framleiðendum að undanförnu.
Samkvæmt verðmati KB
banka er virði Össurar 690 millj-
ónir dala, um 44 milljarðar króna.
Áætlar bankinn að Össur hagnist
um rúmar þrjátíu milljónir króna
á fyrsta ársfjórðungi.
Í verðmatinu er gerð tíu pró-
senta ávöxtunarkrafa til eigin
fjár Össurar. - eþa
Mælt með
Össuri
Mikill bati varð á rekstri SPH
sem skilaði 704 milljóna króna
hagnaði á síðasta starfsári.
Jókst hagnaður um 120 prósent
á milli ára og var sá mesti í
sögu sparisjóðsins. Batinn ligg-
ur fyrst og fremst í mun lægra
framlagi í afskriftarreikning
útlána en framlagið minnkaði
um fjögur hundruð milljónir
króna á milli ára.
Hreinar vaxtatekjur voru
1.358 milljónir og jukust um
tæp fjórtán prósent en hreinar
rekstrartekjur voru 2,6 millj-
arðar og hækkuðu um tólf af
hundraði.
Önnur rekstrargjöld hækk-
uðu um sextán prósent og námu
1.622 milljónum króna.
Eignir SPH voru 42,7 millj-
arðar í árslok og eigið fé 3.784
milljónir sem er 22,8 prósenta
hækkun á milli ára. Arðsemi
eigin fjár var 23 prósent.
Stofnfjáreigendum fækkaði
um sextán á árinu og voru þeir
31 í árslok. - eþa
Hagnaður SPH
meira en tvöfaldast
Erlendur Hjaltason, forstjóri
Exista ehf., hefur verið kjörinn
formaður Viðskiptaráðs Íslands
og tekur hann við af Jóni Karli
Ólafssyni, forstjóra Icelandair.
Þetta var tilkynnt á viðskipta-
þingi í liðinni viku en póstkosn-
ing fór fram meðal félagsmanna
ráðsins.
Erlendur er ekki ókunnug-
ur störfum Viðskiptaráðs enda
hefur hann setið í framkvæmda-
stjórn ráðsins undanfarin tvö ár.
Segist hann ætla fylgja áfram
þeirri stefnu sem unnið hefur
verið eftir á undanförnum árum.
„Áherslurnar eru þær að reyna
að bæta á hverjum tíma sam-
keppnisstöðu íslensks atvinnulífs
þannig að hér sé gott starfsum-
hverfi og fjölbreytt atvinnulíf,“
segir Erlendur og bætir við að
brýnasta verkefnið fram undan
sé að fylgja eftir þeirri skatta-
umræðu sem Viðskiptaráð kom
af stað um Ísland sem flatskatta-
land. „Það verður líka áhugavert
að sjá hvað kemur út úr störf-
um krónunefndarinnar,“ segir
Erlendur. Krónunefndin var sett
á fót ekki alls fyrir löngu og er
ætlað að skoða stöðu krónunnar
út frá öllum sjónarhornum.
Nýkjörin stjórn Viðskiptaráðs
Íslands mun skipa fimm manna
framkvæmdastjórn á stjórn-
arfundi 6. mars næstkom-
andi. Stjórnina skipa Katrín
Pétursdóttir, Lýsi hf., Þór
Sigfússon, Sjóvá hf., Lýður
Guðmundsson, Bakkavör Group,
Jón Karl Ólafsson, Icelandair ehf.,
Rannveig Rist, Alcan á Íslandi hf.,
Ásdís Halla Bragadóttir, Byko
hf., Ingólfur Helgason, KB banka
hf., Kristín Jóhannesdóttir, Baugi
Group, Hreggviður Jónsson,
Vistor hf., Jón Sigurðsson,
Össuri hf., Hörður Arnarson,
Marel hf., Friðrik Sophusson,
Landsvirkjun, Halldór J.
Kristjánsson, Landsbanka
Íslands hf., Ari Edwald, 365 hf.,
Þórður Magnússon, Eyrir Invest
ehf., Róbert Wessmann, Actavis
Group, Knútur Hauksson, Heklu
hf., og Kristján Loftsson, Hval
hf.
Fylgir settri stefnu
Erlendur Hjaltason nýr formaður Viðskiptaráðs.
ERLENDUR HJALTASON, FORSTJÓRI
EXISTA OG FORMAÐUR VIÐSKIPTA-
RÁÐS ÍSLANDS Viðskiptaráð mun áfram
leggja áherslu á að reyna að bæta á
hverjum tíma samkeppnisstöðu íslensks
atvinnulífs þannig að hér sé gott starfsum-
hverfi og fjölbreytt atvinnulíf.
Samkvæmt nýjum tölum frá
Vinnumálastofnun var skráð
atvinnuleysi aðeins 1,6 prósent
af vinnuafli í janúar, sem bendir
til þess að mikil spenna ríki á
vinnumarkaði. Til samanburðar
var atvinnuleysi þrjú prósent á
sama tíma í fyrra. Við þessar
aðstæður er hætt við launaskriði
og auknum undirliggjandi verð-
bólguþrýstingi í hagkerfinu.
Dregið hefur nokkuð úr fram-
boði lausra starfa og gefur það
til kynna að þensla í hagkerf-
inu sé að ná hámarki. Miðað við
sama tíma í fyrra hefur laus-
um störfum fækkað, sérstaklega
á Austurlandi þar sem smám
saman fer að draga úr umfangi
framkvæmda. Á árinu 2005 voru
gefin út 6.367
atvinnuleyfi sam-
anborið við 3.356
atvinnuleyfi á
árinu 2004 og
þar munar mestu
um tímabundin
atvinnuleyfi sem
veitt hafa verið
erlendu vinnu-
afli. Framboð
lausra starfa
hefur þó aukist
á Norðurlandi
eystra og á Suðurnesjum. Í
Morgunkorni Íslandsbanka
kemur fram að líklega væri verð-
bólgan meiri og
ójafnvægi hag-
kerfisins verra
ef ekki væri fyrir
innflutt vinnu-
afl. Mikil notkun
erlends vinnuafls
hafi sennilega
verið einn árang-
ursríkasti þáttur-
inn til sveiflujöfn-
unar í hagkerfinu
á undanförnum
misserum. - hhs
Vaxandi spenna í hagkerfinu
JÓN SIGURÐSSON, FORSTJÓRI
ÖSSURAR KB banki hefur uppfært verð-
mat sitt á fyrirtækinu til hækkunar.