Fréttablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 44
MARKAÐURINN F Ó L K Á F E R L I 15. FEBRÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR20 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Þorsteinn Örn Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri yfir nýju sviði rekstrarstjórnunar hjá FL Group. Þorsteinn Örn hefur á síðustu misserum gegnt stöðu forstjóra FL Travel Group en hverfur nú aftur til starfa hjá FL Group. Hinu nýja sviði er ætlað það hlutverk að sinna rekstrarstjórnun og eftir atvikum fylgja eftir umbreytingum í félögum sem FL Group fjárfestir í, þar sem starfað verð- ur náið með stjórnendum félaganna. PÁLL Á. JÓNSSON hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjarskiptanets Símans. Páll hefur mikla og fjölbreytta reynslu af starfsemi á fjarskiptasviði. Fjarskiptanet Símans sér um uppbyggingu og rekstur á grunnkerfi fyrirtækisins sem skiptist tæknilega upp í aðgangsnet og sambönd. Þá sér fjarskiptanet um heildsölu til annarra fjarskiptafyrir- tækja. Páll hóf fyrst störf hjá Póst- og símamálastofnun árið 1969 sem sím- virkjanemi. Hann hefur síðan unnið hjá Símanum eða fyrirrennara hans frá árinu 1978 með hléum. Helstu verkefni Páls hjá Símanum voru við uppbygg- ingu ljósleiðarakerfis Símans. Auk þess hefur hann unnið við Cantat 3 og Farice-sæstrengjaverkefnin. Hann var forstöðumaður heildsölu Símans fram til 2004 en á síðastliðnu ári tók hann við starfi forstöðumanns aðgangsnets Símans. Auk þess starfaði Páll hjá Ríkisútvarpinu - Sjónvarpi og hjá IBM á Íslandi. Páll nam rafmagnstæknifræði við Tækniskóla Íslands og Tækniskólann í Óðinsvéum og lauk prófi frá þeim skóla 1978. Páll stundaði nám í viðskipta- og rekstrarfræðum við Endurmenntun Háskóla Íslands 1994 og 1995. Páll er kvæntur Ásdísi Björgvinsdóttur og eiga þau tvö uppkomin börn. SVEINN TRYGGVASON hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá Símanum á nýju sviði sem kallast Stjórnun viðskipta- ferla. Hlutverk hins nýja sviðs er að halda utan um og samhæfa þau ferli sem starfsemi Símans byggir þjónustu sína á með hliðsjón af heildarsýn Símans um Stafræna tilveru og Stafræn viðskipti eins og stefna Símans á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði kallast. Sviðið skiptist í fjórar deildir: verkefnastjórnun, upp- lýsingakerfi, öryggis- og gæðastjórnun og fasteignadeild. Sveinn útskrifaðist með M.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Álaborg árið 2000. Undanfarin misseri hefur Sveinn verið forstöðumaður Eignarhluta hjá Símanum og þar áður var hann rekstrarráðgjafi hjá PricewaterhouseCoopers og IBM Business Consulting Services. Sveinn er kvæntur Lindu Pálsdóttur félagsráð- gjafa og eiga þau þrjár dætur. Síðastliðinn föstudag fékk hátæknifyrirtækið Marorka afhent skjal til staðfestingar á því að hafa hlotið vottun frá Det norske Veritas (DNV) fyrir gæðakerfi fyrirtækisins. Marorka hefur á síðastliðnu ári innleitt gæðakerfi samkvæmt ISO 9001:2000 gæðastaðlin- um og í desember síðastliðn- um framkvæmdi DNV, einn stærsti vottunaraðili heims, vottun á gæðakerfinu. Til að fá vottun hefur Marorka sýnt fram á að unnið sé eftir skráð- um verkferlum sem tryggja rekjanleika og vönduð vinnu- brögð. Marorka var stofnað í júní 2002 og er ört vaxandi alþjóð- legt hátæknifyrirtæki með vel menntað og hæft starfsfólk sem er um tuttugu talsins. Í til- kynningu frá fyrirtækinu segir að starfsfólk þess hafi verið mjög áhugasamt og einbeitt við að ná sem bestum árangri sem hafi hjálpað til við að fá vottun á gæðakerfið á innan við ári frá upphafi verkefnisins. Marorka hlýtur gæðavottun VOTTUN VEITT Dr. Jens Peter Høiseth frá DNV afhendir Jóni Ágústi Þorsteinssyni, fram- kvæmdastjóra Marorku, viðurkenninguna. NFS ER Á VISIR.IS Bein útsending á VefTV og upptökur þegar þér hentar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.