Fréttablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 61
MIÐVIKUDAGUR 15. febrúar 2006 25 Listaháskóli Íslands Umsóknir fyrir skólaárið 2006 -2007 MYNDLISTARDEILD Umsóknarfrestur til 20. mars HÖNNUNAR-OG ARKITEKTÚRDEILD Umsóknarfrestur til 27. mars KENNARANÁM Umsóknarfrestur til 5. maí Rafrænar umsóknir og upplýsingar um inntöku eru á heimasíðu skólans Sími: 552 4000 Netfang: lhi@lhi.is LEIKLISTARDEILD Leikarabraut og dansbraut Umsóknarfrestur til 20. febrúar Fræði og framkvæmd Umsóknarfrestur til 1. mars TÓNLISTARDEILD Umsóknarfrestur til 20. mars www.lhi.is MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Í HAFNARFIRÐI - Sviðslistadeild Leiklistarnámskeið til undirbúnings inntökuprófi í listaháskóla Námskeiðið er 50 stundir og er sérhannað fyrir þá sem ætla sér að þreyta inntökupróf í listaháskóla hérlendis eða erlendis. Kennt verður tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18.00-22.00 og að auki helgina 4. og 5. mars. Námskeiðinu lýkur 8. mars. Reyndir sviðslistakennarar annast kennsluna. Námskeiðsgjald er 41.500 kr. Skráning og nánari upplýsingar í síma 585-5860. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FEBRÚAR 12 13 14 15 16 17 18 Miðvikudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  12.30 Atli Heimir Sveinsson, sem leikur á píanó, og Bergþór Pálsson barítonsöngvari koma fram á Háskólatónleikum í Norræna húsinu og flytja lög Atla við ljóðaþýðingar eftir Þorstein Gylfason og ljóð eftir Kristján Jónsson (frumflutningur).  21.30 Dúett Maríu Magnúsdóttur söngkonu og Ásgeirs Ásgeirssonar gítarleikara flytur þægilega djass- og blúsblöndu á Café Rósenberg við Lækjargötu. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.00 Aleida Guevara March, sem er dóttir byltingarleiðtogans Ernestos Che Guevara, heldur fyrir- lestur um alþjóðavæðinguna í stofu 101 í Háskólanum í Reykjavík.  12.00 Tveir hollenskir arkitektar, Rop og Rickerd, halda fyrirlestur í LHÍ, Skipholti 1, stofu 113.  12.00 Reynir Harðarson sál- fræðingur fjallar um kynlífsfíkn á Félagsvísindatorgi Háskólans á Akureyri, sem haldið er í stofu L201 á Sólborg við Norðurslóð.  12.15 Halldór G. Pétursson, jarðfræðingur NÍ, flytur fræðslu- erindi: „Eyðing Gásakaupstaðar af völdum skriðufalla 1390“, á Hrafnaþingi Náttúrufræðistofnunar, í sal Möguleikhússins við Hlemmtorg í Reykjavík.  17.15 Séra Toshiki Toma heldur fyrirlestur um trúarbrögð á Bókasafni Kópavogs. Hann ætlar að segja frá shinto-trúnni sem er algengasta trúin í Japan. Atli Heimir Sveinsson ætlar að leika undir á píanó með Bergþóri Pálssyni söngvara á Háskólatónleikum í Nor- ræna húsinu. Þeir ætla að flytja nokkur sönglög eftir undirleikarann. „Ég var liðtækur píanisti hér í eina tíð og get spilað svona nokkurn veginn,“ segir tónskáldið Atli Heimir Sveinsson, sem gerir sér lítið fyrir og leikur sjálfur undir á tónleikum í Norræna húsinu í dag. Hann hefur ekki gert mikið af því að koma fram á tónleikum sem píanóleikari, en gerir undantekn- ingu á því í dag. „Ég hef svo gaman af því að vinna með góðum söngvurum, ég tala nú ekki um með svona fínum manni eins og Bergþór er,“ segir Atli. Það er Bergþór Pálsson barit- onsöngvari sem flytur þessi lög með Atla Heimi, en eitt laganna, sem er Ave Maria, er samið fyrir hörpu og píanó og þá stígur fram Elísabet Waage og leikur á hörpu sína með tónskáldinu. Á dagskrá tónleikanna eru fjöl- breytileg lög úr smiðju Atla Heim- is, allt frá alvarlegri lögum af trú- arlegum toga yfir í ærslafull lög af léttara taginu. „Þetta verður eins konar vina- spegill, lög sem ég hef gaukað að vinum og kunningjum, kannski við afmæli eða einhverjar athafn- ir.“ Þeir Atli og Bergþór flytja lög Atla við ljóðaþýðingar eftir Þor- stein Gylfason og ljóð eftir Kristján Jónsson, Þuríði Guðmundsdóttur, Steingrím Thorsteinsson og séra Jón Þorláksson á Bægisá. „Við byrjum á alvarlegu lögun- um, en þrjú seinustu lögin eru svo til minningar um Þorstein Gylfa- son. Ég var mikill vinur hans, og foreldra hans og þeirrar fjöl- skyldu. Þorsteinn hafði yndi af fal- legum ljóðum og fallegum lögum og hann þýddi margt vel. Sum þessi lög eru dálítil ærslalög, sem ég annað hvort gaukaði að honum eða hann hreinlega heimtaði að ég semdi fyrir sig.“ Annars lítur Atli Heimir á laga- smíðarnar sem hliðarbúgrein hjá sér, sem hann grípur í inn á milli stærri tónsmiða. „Ég hef alltaf verið framúr- stefnumaður og svolítill borgara- skrekkur, sérstaklega hér áður fyrr. En ég hef líka átt nokkuð gott með að semja lög í mismun- andi stíltegundum. Það er svona hluti af náminu, má segja,“ segir Atli Heimir. BERGÞÓR PÁLSSON OG ATLI HEIMIR SVEINSSON Í NORRÆNA HÚSINU Núna í hádeginu ætla þeir að flytja nokkur af lögum Atla Heimis. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Vinaspegill Atla Heimis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.