Fréttablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 30
MARKAÐURINN 15. FEBRÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR6 Ú T L Ö N D Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Harðnandi samkeppni meðal indverskra flug- félaga hefur komið sér illa fyrir JetAirways, sem er eina skráða flugfélagið á indversk- um hlutabréfamarkaði. Vaxandi samkeppni frá nýstofnuðum lággjaldaflugfélögum hefur dregið úr tekjum og hagnaði þessa hefð- bundna flugfélags. Þegar félagið fór í hlutafjárútboð fyrir ári síðan kostaði hluturinn 1.100 rúpíur en stend- ur í dag í 969 rúpíum, sem er tólf prósenta lækkun. Á sama tíma hefur Sensex-markað- urinn í Bombay hækkað um helming. Þrátt fyrir að JetAirways ráði yfir helm- ingi markaðarins eftir nýlega yfirtöku á keppinautinum Air Sahara eru margir sér- fræðingar svartsýnir á gengi félagsins, þar sem þeim finnst að fyrirtækið hafi borgað full mikið, um 30 milljarða, fyrir Air Sahara. Spá þeir meira falli hlutabréfa á næstunni. Aðrir eru öllu bjartsýnni og benda á að leiðakerfi Air Sahara sé sterkt, enda fljúgi það til staða á borð við London, Singapúr og Kúala Lúmpur og eigi auk þess ógrynni lendingarleyfa, sem eru fágæt auðlind á Indlandi. Spádómar um meiri hremmingar JetAirways eru hálf furðulegir þegar haft er í huga að indverskur flugfélagamarkaður vex með ógnarhraða en talið er að markaður á innanlandsflugi stækki um fimmtung á ári og utanlandsflug um annað eins. Nýríka millistéttin, sem nýtur ávaxtanna af miklum hagvexti, er skýringin á mikilli farþega- sprengingu og betri sætanýtingu. Á síðasta ári ferðuðust nítján milljónir farþega með indverskum flugfélögum en því er spáð að árið 2010 verði talan komin í fimmtíu millj- ónir. Það er þó ekki nema brot af íbúum Indlands sem flýgur á hverju ári en einn milljarður byggir landið. Auðvelt hefur verið að stofna flugfélög sem hafa spjarað sig vel í samkeppninni við brothætta risann. Þannig hefur lággjalda- flugfélagið Air Deccan náð tólf prósenta markaðshlutdeild á aðeins tveimur árum. FLUGVÉL JETAIRWAYS Þrátt fyrir gríðarlegan vöxt á indverskum flugmarkaði er stærsta flugfélagið í miklum vandræðum vegna samkeppni frá lággjaldaflugfélögum. Indverskt risaflugfélag hristist í háloftunum JetAirways glímir við lággjaldaflugfélög sem spretta upp eins og gorkúlur. Indverskur flugmarkaður vex um fimmtung á ári. Hagnaður rússneska orkufyrir- tækisins Rosneft nam 240 millj- örðum króna á fyrstu níu mánuð- um ársins 2005 og er það tæplega sexföldun frá fyrra ári. Rosneft, sem er í eigu rússneska ríkisins, keypti snemma árs 2005 afnot af stærstu olíulindum Rússlands; Yuganskneftegaz-lindunum. Þær voru áður í eigu Yukos, fyrirtæk- is rússneska ólígarkans Mikhails Khodorkovsky sem nú situr í fangelsi í Síberíu. Rosneft var þar til fyrir skömmu lítið fyrirtæki á rúss- neskan mælikvarða. Það breyttist eftir að fyrirtækið komst yfir Yuganskneftegaz- lindirnar og telst Rosneft nú vera einn þriggja olíurisa Rússlands. Talið er að allt að 1,6 milljörðum olíufata sé óaus- ið úr lindunum. R í k i s s t j ó r n R ú s s l a n d s hyggst einka- væða Rosneft og má búast við að fyrstu bréfin fari á sölu í lok þessa árs. - jsk Hagnaður orkurisa sexfaldast Hið rússneska Rosneft fékk olíulindir á spottprís og græðir á tá og fingri. HÖFUÐSTÖÐVAR ROSNEFT Í MOSKVU Til stendur að einkavæða Rosneft og má búast við að fyrstu bréf fari á markað í lok þessa árs. Fyrirtækið telst einn þriggja orku- risa Rússlands. Hagnaður norska ríkisolíurisans Statoil nam á síðasta ári tæpum 1.700 milljörðum íslenskra króna og jókst um tuttugu og þrjú pró- sent milli ára, Tekjur Statoil námu á sama tímabili rúmum 3.700 milljörðum og hafa aldrei verið meiri. Hagnaður á síðasta ársfjórð- ungi var rúmir áttatíu milljarðar og er það talsvert minna en á sama tíma fyrir ári þrátt fyrir að tæplega þrjátíu prósenta tekjuaukning hafi orðið á tíma- bilinu. Forsvarsmenn fyrirtækis- ins kenndu um vandamálum við framleiðslu í Íran. „Síðasta ár hefur verið frábært fyrir Statoil. Árangurinn er til kominn vegna þrotlausrar vinnu starfsmanna og aukinnar fram- leiðni auk aðhaldssemi í fjármál- um. Þá skemmdi hátt verð á olíu og gasi ekki fyrir,“ sagði Helge Lund, forstjóri Statoil. Statoil var stofnað árið 1972 og er í sjötíu prósenta eigu norska ríkisins. Statoil er í 96. sæti á lista Forbes yfir stærstu fyrir- tæki veraldar. Hjá fyrirtækinu starfa tuttugu og fjögur þúsund manns í tuttugu og níu löndum. Bréf í Statoil stóðu óbreytt í rúmum 175 norskum krónum á hlut er fréttirnar bárust. Statoil er skráð bæði í Kauphöllina í Osló og á NASDAQ-markaðinn í New York. - jsk Statoil malar svart gull Methagnaður varð af rekstri norska ríkisrisans Statoil á síðasta ári. Vandamál í Íran ollu erfiðleikum á síðasta fjórðungi. INGE K. HANSEN, FJÁRMÁLASTJÓRI STATOIL, HRINGIR BJÖLLUNNI Á NASDAQ Hagnaður Statoil nam 1.700 milljörðum íslenskra króna á síðasta ári. Statoil er í sjötíu prósenta eigu norska ríkis- ins og er í 96. sæti á lista Forbes yfir stærstu fyrirtæki veraldar. Ríkisstjórn Íraks hefur frestað samningaviðræðum við ástralska hveitiútflutningsfyrirtækið AWB vegna ásakana um að AWB hafi mútað íröskum embættismönn- um í valdatíð Saddams Hussein. Forsvarsmenn AWB eru sak- aðir um að hafa greitt tæpan 1,3 milljarð króna í mútur til að tryggja sér samninga við stjórn Saddams. Talsmenn AWB neita öllum ásökunum og segjast hafa haldið að um væri að ræða gjald vegna flutningskostnaðar. Opinber rannsókn er hafin í Ástralíu á hlut AWB í málinu og hefur forstjóri fyrirtækisins, Andrew Lindberg, nú þegar orðið að segja af sér. Stjórnarformaður AWB, Brendan Stewart, sagði ákvörðun Íraka valda sér von- brigðum. AWB hafði áður hand- salað samning um innflutning á milljón tonnum af hveiti til Íraks en nú þykir ljóst að ekkert verði úr. Hlutabréf í AWB féllu um átta prósent er fréttirnar bárust. - jsk Ástralar í írösku mútuhneyksli SADDAM HUSSEIN MEÐ HÓLK Á LOFTI Forsvarsmenn ástralska fyrirtækisins AWB eru sakaðir um að hafa greitt íröskum embættismönn- um 1,3 milljarð króna í mútur til að tryggja sér viðskiptasamninga. Smásöluverslun í Kína mun nema tæplega 75 þúsund milljörðum íslenskum króna árið 2010 og vaxa um ellefu prósent frá því sem nú er, gangi spá kínverskra stjórnvalda eftir. Ríkisstjórnin hefur undanfarið reynt að ýta undir eyðslu neytenda en Kínverjar þykja reiða sig helst til mikið á útflutning. - jsk Smásöluverslun eykst í Kína ������������ ������������������������������ ���������������������� ��� ����� ���� ����������������������������� ����������� � ��������� H im in n o g h a f / SÍ A ���������������������������� flutninga Allt til ferðalaga Kerrur Tjald- vagnar �����������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.