Fréttablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 66
[UMFJÖLLUN] NIÐURSTAÐA Í fyrstu hljómar það eflaust sem undarlegur bræðingur að angur- væra prinsessan Cat Power skuli hafa fengið hljómsveit soul-söngv- arans Als Green til þess að leika undir hjá sér á plötu. En það er alveg magnað hversu vel þetta rennur saman. Cat, eða Chan Marshall eins og hún heitir réttu nafni, er ein þeirra listamanna sem notar tónlist sína til að losa sig við hnútinn í magan- um. Lögin fjalla þannig um ástir sem runnu í sandinn eða þráhyggj- ur sem hún nær ekki að losa sig við. Lagið Where is my Love? af þess- ari plötu er víst samið nokkrum dögum eftir að ástin í lífi hennar yfirgaf hana fyrir aðra konu. Hún er alltaf ótrúlega einlæg og eftir sex breiðskífur hefur hún því eignast trausta aðdáendur um allan heim. Hún er þó dugleg við að halda sig frá sviðsljósinu, og mun líklegast aldrei fanga athygli þeirra sem hafa það ekki í sér að grafa örlítið eftir góðri tónlist. Þó svo að undirleiksveit Als Green sé vön sálartónlistinni, er mun meiri kántríbragur yfir þessari plötu en annað. Nóg af sál samt, þó svo að þetta sé fjarri því að vera líkt þeirri soul-tónlist sem Al Green er þekktur fyrir. Þetta er alls ekkert svo fjarri fyrri verk- um hennar. Minnir kannski örlítið meira á Cowboy Junkies en áður. Heldur ekkert svo fjarri því sem Neil Young og Crazy Horse smíð- uðu saman. Cat Power hefur mjög einkenn- andi höfundarstíl, rödd sem hljóm- ar eins og veikt blásturshljóðfæri (sem hún kannski er?) yfir afar léttum og einföldum píanó- eða gítarleik. Lögin eru aldrei flók- in og alltaf mikil naumhyggja yfir útsetningunum. Hún miss- ir sig aldrei út í hávaða og læti. Maður fær það á tilfinninguna að Cat Power sé mjög tilfinningarík stúlka en kannski ekkert svo við- kvæm því hún virðist fullfær að þramma áfram sínar eigin slóðir. Enda hefur hún með eigin dugnaði fest sig í sessi sem ein athyglis- verðasta tónlistarkona okkar tíma. Hún er líka sönnun þess að það er algjör óþarfi að spila á útlit sitt til þess að lifa góðu lífi sem tónlistar- kona. The Greatest er góð plata, frá afbragðsflytjanda. Besta kisa í heimi CAT POWER: THE GREATEST NIÐURSTAÐA: Á sjöundu breiðskífu sinni er Cat Power studd af undirleikssveit Als Green. Sem fyrr gefur söngkonan hlustandanum örlítinn bút af sálu sinni og skilar af sér afbragðs plötu. Dagatal með litljósmyndum af þekktum íslenskum bassaleik- urum er komið út á vegum 12 Tóna. Bassaleikararnir þrettán sem prýða dagatalið eru: Björgvin Ingi Pétursson (Jakobínarína), Þröstur Heiðar Jónsson (Mínus), Georg Holm (Sigur Rós), Rúnar Júlíusson (Hljómar), Halldór Ragnarsson (Kimono), Ragnar Steinsson (Botnleðja), Unnur María Bergsveinsdóttir (Brúð- arbandið), Viðar Hákon Gísla- son (Trabant), S. Björn Blöndal (Ham), Guðni Finnsson (Dr. Spock, Ensími & Rass), Guðrún Heiður Ísaksdóttir (Mammút) og Þorgeir Guðmundsson og Ester Ásgeirsdóttir (Singapore Sling) sem stilla sér upp saman fyrir desembermánuð. Auk myndanna má finna á dagatalinu gagnlegar upplýs- ingar um afmælisdaga ýmissa bassaleikara, innlendra sem erlendra. Dagatalið er gefið út í 500 eintökum og fæst án endur- gjalds í verslun 12 Tóna. Nýtt dagatal með bassaleikurum ÞRÖSTUR Í MÍNUS Bassaleikari Mínus er einn þeirra tólf sem prýða dagatalið. MYND/BJARNI GRÍMS 17. febrúar 80.000 Leikarinn Chris Penn lést af slys- förum samkvæmt úrskurði réttar- læknis í Los Angeles. Að sögn læknisins lést Penn eftir að hjarta hans hafði stækkað of mikið auk þess ýmis lyf höfðu sitt að segja. „Það bendir ekkert til þess að þetta hafi verið annað en slys. Við vitum að hann notaði mörg lyf- seðilsskyld lyf sem áttu sinn þátt í dauða hans. Við vitum ekki hve mikið hann tók af þeim og hve- nær. Það eru margir óvissuþætt- ir í þessu máli,“ sagði talsmaður réttarlæknisins. Lést af slysförum CHRIS PENN Leikarinn Chris Penn lést á dögunum fertugur að aldri. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Stúlknasveitin Nylon verður við- stödd Brit-verðlaunahátíðina í London í kvöld en þá verða bresku tónlistarverðlaunin afhent. Björk Guðmundsdóttir er til- nefnd sem besta alþjóðlega söng- konan. Etur hún þar kappi við Madonnu, Mariuh Carey, Missy Elliott og Kelly Clarkson. Björk hefur þrívegis unnið Brit-verð- launin í þessum sama flokki, síð- ast árið 1998. Nylon hélt til Bretlands í gær vegna sex vikna tónleikaferðar sem hefst næstkomandi mánu- dag. Fyrstu tónleikarnir verða í Glasgow í Skotlandi en þeir síð- ustu verða í London í lok mars. Ferðin er farin í tilefni af fyrstu smáskífu sveitarinnar í Bretlandi sem kemur væntanlega út í lok mars. Í ferðinni koma stúlkurnar fram í skólum, félagsmiðstöðvum, skemmtistöðum og sjónvarps- og útvarpsstöðvum. Nylon fylgist með Brit-verðlaununum NYLON Stúlknasveitin Nylon heldur sína fyrstu tónleika í Bretlandi á mánudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.