Fréttablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 12
 15. febrúar 2006 MIÐVIKU- DAGUR 12 Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00-18.00 og laugardaga kl. 12.00-16.00 SKIPT_um væntingarPATROL NISSAN ENDIST ENDALAUST Veiðikortið 2006 fylgir öllum 4x4 Nissan bílum Patrol Luxury Beinskiptur 3.990.000 kr. Patrol Luxury Sjálfskiptur 4.090.000 kr. Patrol Elegance Beinskiptur 4.390.000 kr. Patrol Elegance Sjálfskiptur 4.490.000 kr. Tegund Verð Rúmgó›ur og árei›anlegur vinnufljarkur sem hefur s‡nt og sanna› a› hann á heima á Íslandi. Nissan Patrol er einfaldlega alvöru jeppi fyrir alvöru fólk! 33" dekk, toppbogar og dráttarbeisli 250.000 kr. kaupauki Bíll á mynd er 35" breyttur ÍRAK, AP Tugir manna hafa síðustu dægur fallið í árásum í Bagdad og víðar í Írak. Byssumenn skutu ellefu bændur til bana í Balad norður af Bagdad í gær. Í fyrra- dag sprengdi sjálfsmorðssprengj- umaður sprengjubelti í biðröð í Bagdad, þar sem óbreyttir Írak- ar, flestir sjía-múslímar, biðu eftir að fá útborgaðar uppbætur á matarstyrk. Tíu manns lágu í valnum eftir sprenginguna og um 40 særðust, þar á meðal nokkur börn, að sögn lögreglu. Á annan tug manna dó í árás- um annars staðar í landinu, þar á meðal fimm lögreglumenn og fimm meðlimir áhrifamikils stjórnmálaflokks trúaðra sjía- múslima. Þá sendi Al-Arabiya-sjónvarps- stöðin út myndskeið sem sýndi þýsku gíslana tvo sem verið hafa í haldi mannræningja í nærri mánuð. Mannræningjarnir ítrek- uðu hótun um að lífláta gíslana nema þýska ríkisstjórnin yrði við kröfum þeirra. Þetta væri „síð- asta aðvörun“ sögðu gíslatöku- mennirnir. Gernot Erler, aðstoð- arutanríkisráðherra Þýskalands, sagði myndskeiðið „vonarglætu“ um að gíslarnir væru enn á lífi, en þýskum yfirvöldum hefur enn ekki tekist að komast í samband við mannræningjana. - aa Ekkert lát á ofbeldi og hryðjuverkum í Írak: Tugir manna falla í árásum GÍSLAR SÝNDIR Úr myndbandi frá mann- ræningjum tveggja Þjóðverja sem sýnt var á Al-Arabiya-gervihnattasjónvarpsstöðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Valt eina veltu Um hálftíuleytið í fyrrnótt valt bíll í Skeiða- og Gnúpverja- hreppi. Tveir ungir menn voru í bílnum og sluppu þeir við alvarleg meiðsli. Mennirnir hringdu af slysstað í lögreglu og greindu frá því að þeir væru ómeidd- ir. Foreldrar annars mannsins sóttu þá á slysstað. LÖGREGLUFRÉTT KJARAMÁL Ekkert miðaði á fundi kjararáðs félagsráðgjafa og Reykjavíkurborgar í vikunni og hefur annar fundur ekki verið boðaður fyrr en eftir viku. Að sögn Ellu Kristínar Karls- dóttur, formanns stéttarfélags félagsráðgjafa, munar miklu á því sem félagið fer fram á og því sem stendur til boða. Segir hún þolinmæði enn ríkja en hún fari þverrandi og félagsmenn séu reiðubúnir til mikilla átaka komi til þess. Greint hefur verið frá því að tugþúsunda munur getur verið á launum þeirra og sambærilegra stétta hjá borginni. - aöe Kjaraviðræður félagsráðgjafa: Þolinmæði fer þverrandi OSLÓ, AP Mennirnir sex sem grun- aðir eru um þjófnað á tveim- ur málverkum Edvard Munchs sögðust vera saklausir í upphafi réttarhaldanna yfir þeim í Ósló í gær. Grímuklæddir byssumenn réð- ust inn á Munch-safnið í Ósló um hábjartan dag í ágúst árið 2004 og höfðu verkin Ópið og Madonnu á brott með sér. Síðan hefur ekkert til málverkanna spurst, en þau eru bæði afar vel þekkt. Saksóknari segist tilbúinn til að bjóða hinum ákærðu mildari dóma tilgreini þeir felustað verk- anna. Verði þeir fundnir sekir, bíður þeirra allt að 17 ára fang- elsi. - smk Stuldurinn á verkum Munchs: Málverkarán fyrir dómstóla ÓPIÐ Annað málverkanna eftir Edvard Munch sem stolið var í Ósló árið 2004. LÍBANON, AP Yfir 800.000 manns söfnuðust saman á götum Beir- úts, höfuðborgar Líbanons í gær í minningu þess að ár var liðið frá morðinu á Rafik Hariri, fyrrver- andi forsætisráðherra landsins. Jafnframt fór fólkið fram á að forseti Líbanons Emile Lahoud, sem er stuðningsmaður Sýrlands, segði af sér. Gríðarleg öryggis- gæsla var í borginni, en flestum fyrirtækjum, skólum og opinber- um stofnunum hafði verið lokað vegna minningarathafnarinnar. Hariri og tuttugu aðrir fór- ust þegar bílasprengja sprakk. Skömmu síðar vaknaði kvittur um aðild Sýrlandsstjórnar að morðinu og stofnuðu Líbanar til fjölmennra mótmæla. Þá gripu alþjóðaríki í taumana og neyddu Sýrlendinga til að yfirgefa Líbanon sem þeir höfðu haldið hernumdu í þrjá ára- tugi. - smk Hundruð þúsunda Líbana minnast Rafik Hariri: Fjölmenn minningarathöfn HARIRI MINNST Tæplega milljón Líbanar söfnuðust saman á aðaltorgi Beirút í gær til að minnast þess að ár var liðið frá morði Rafik Hariris, fyrrverandi forsætisráðherra landsins. Í kjölfar þess lauk þriggja áratuga hersetu Sýrlendinga í Líbanon. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÍRAK, AP Saddam Hussein og þrír aðrir sem ákærðir eru fyrir morð á tæplega 150 sjítum árið 1982, lýstu því yfir í gær að þeir væru í hung- urverkfalli í mótmælaskyni við yfirdómara málaferlanna. Einræðisherrann fyrrverandi hefur ítrekað hindrað réttarhöld- in með háværum framíköllum og óspektum, auk þess sem hann, með- ákærðir og lögmenn þeirra hafa neitað að mæta í réttarsal. - smk Réttað yfir Saddam Hussein: Segist kominn í hungurverkfall HUNGURVERKFALL Saddam Hussein virtist við bestu heilsu í réttarsal í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.