Fréttablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 15. febrúar 2006 17 Hagur íslenska hestsins í Bandaríkjunum er held- ur tekinn að vænkast ef fram heldur sem horfir. Nú hillir undir græna kortið til handa tamningamönnum og reiðkennurum þar. Guðmar Þór Pétursson tamninga- maður hefur riðið á vaðið. „Það er algjör bylting ef fleiri íslenskir tamningamenn fá græna kortið, sem heimilar þeim að vinna í Bandaríkjunum,“ segir Sindri Sigurðsson tamningamaður í Hafn- arfirði um þann áfanga þegar Guðmar Þór fékk fullt atvinnu- og búsetuleyfi í Bandaríkjunum og er þar með kominn með græna kortið svonefnda. Guðmar hefur unnið að því í tvö ár að fá leyfið og er hann fyrsti íslenski hestamaðurinn til að kom- ast í þá stöðu og vera búsettur hér á landi. Er Guðmar þar með komin með full réttindi til jafns við inn- fædda Bandaríkjamenn. Sindri hefur einnig græna kortið, en hann var búsettur í Bandaríkj- unum um nokkurt skeið og rekur nú fyrirtæki þar sem sér um inn- flutning íslenskra hrossa, auk þess sem hann rekur reiðskóla í Idaho og fæst við reiðkennslu. Hann þekkir því fullvel hvaða þýðingu græna kortið hefur fyrir kynningu, sölu og leiðbeiningar varðandi íslenska hestinn í Bandaríkjunum. Sindri kveðst nú geta fengið ársleyfi fyrir íslenska tamningamenn sem hann fær út til vinnu við fyrirtækið. Sá ráðningartími megi ekki vera skemmri, því kostnaður sé mikill og menn þurfi að venjast störfum í nýju umhverfi. Sindri segir enn fremur að það hafi tekið tvö ár að koma svo löngum ráðningartíma í gegn, en það hafi hafst með aðstoð lögfræðinga. „Þetta skref sem Guðmar Þór hefur náð opnar vonandi fyrir atvinnumöguleika hjá fleiri Íslendingum,“ segir Sindri. „Það vant- ar sárlega fleiri íslenska tamningamenn til dval- ar í Bandaríkjunum til að kynna íslenska hestinn. Það er gríðarleg þörf hjá Banda- ríkjamönnum fyrir að fá fólk sem getur hjálpað þeim með hrossin þegar þau eru komin út.“ Sindri segir að talsvert sé af íslenskum hrossum í Banda- ríkjunum, en kunnátta og þekking fólks þar sé af skornum skammti. Þá séu hrossaeigndur þar farnir að fikra sig áfram í ræktun á íslenska hestinum þannig að vandamál hafi skapast, þar sem fjölmörg tryppi séu að komast á tamningaaldur en eigendurnir kunni ekki til verka. Því sé bráðnauðsynlegt að íslenskir tamningamenn geti dvalið við störf í lengri tíma þar ytra. jss@frettabladid.is ÚTBREIÐSLA ÍSLENSKA HESTSINS Sindri er einn fjölmargra Íslendinga sem unnið hafa að kynningu og útbreiðslu íslenska hestsins í Bandaríkjunum. Hann segir þarlenda vilja þæga, þýða og fallega hesta. Hér er hann á Snót frá Tungu en þau urðu Íslandsmeistarar 2004 í fimmgangi. Græna kortið er algjör bylting Meistarakeppni Húnvetninga fer fram föstudaginn 17. febrúar í Reið- höllinni Arnargerði og hefst klukkan 20.00. Keppt verður í fjórgangi. Opna Bautamótið í tölti fer fram um næstu helgi í Skautahöllinni á Akureyri, laugardaginn 18. febrúar og hefst klukkan 20.00. Skráning stendur yfir og lýkur í kvöld. Fyrstu vetrarleikar Fáks verða haldnir laugardaginn 18. febrúar. Skráning verður í félagsheimili Fáks klukkan 12.00 á laugardag og hefst keppni klukkan 13.00. Þorrareið Þyts verður farin laug- ardaginn 18. febrúar. Farið verður frá hesthúsahverfi á Hvammstanga klukkan 14.00 og riðið í Syðri-Velli, þar sem ábúendur taka á móti reiðmönnum og sýna þeim nýtt hesthús sem þar var reist. Almennur hrossaræktarfundur á vegum Félags hrossabænda og Bændasamtaka Íslands verður hald- inn í Þingborg miðvikudaginn 22. febrúar kl. 20.30. Á fundinn mæta Guðlaugur Antonsson, hrossa- ræktarráðunautur Bændasamtaka Íslands, Kristinn Guðnason formað- ur Félags hrossabænda, Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossa- sjúkdóma og Jón Baldur Lorange, forstöðumaður tölvudeildar BÍ. FRAMUNDAN Í HESTAHEIMI SINDRI SIGURÐSSON Sindri rekur fyrirtæki í Bandaríkjunum sem flytur inn íslensk hross.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.