Fréttablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 42
MARKAÐURINN A U R A S Á L I N 15. FEBRÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR18 H Á D E G I S V E R Ð U R Þær fréttir hafa verið að berast að nú kaupi útlendingar í auknum mæli íslensk hlutabréf. Mun svo komið að nokkur útlensk fyrirtæki hafi fengið leyfi til þess að eiga viðskipti í Kauphöll Íslands og fái að gera það óáreitt. Þetta er graf- alvarlegt mál ef satt reynist. Hingað til hefur þróun alþjóða- væðingar viðskiptanna verið Íslendingum mjög í hag. Við höfum lagst í kaup á erlendum bönkum, matvælafyrirtækjum, flugfélögum og fleiru smálegu en hingað til hafa útlendingar ekki keypt mikið af íslenskum hluta- bréfum eða fyrirtækjum. Þá hefur uppsveiflan hér á landi komið í veg fyrir að útlenskir stórbokkar kaupi upp íslensku sveitina, eins og Aurasálin hafði áhyggjur af þegar EES-samningurinn gekk í gildi. Ekki ætlar Aurasálin að halda því fram að útlendingar séu verra fólk en Íslendingar og þess vegna eigi að banna þeim að eiga hluta- bréf í íslenskum fyrirtækjum. Það er hins vegar algjörlega ljóst að útlendingar eru ekki eins góðir í viðskiptum og við Íslendingar. Þeir ætla því örugglega ekki að koma með sitt fé hingað til lands til þess að styrkja rekstur íslenskra fyrirtækja, enda hljóta þeir að gera sér grein fyrir því að hvergi á byggðu bóli hafa menn betra viðskiptavit en hér á landi - þá einkum í Borgartúni. Nei! Útlendingar sem sækja að íslensk- um hlutabréfamarkaði gera það einungis í einum tilgangi. Þeir ætla að græða á íslenskum hluta- bréfum og fara með hagnaðinn úr landi. Þetta er gríðarlegt áhyggju- efni. Ef hlutabréf hér á landi halda áfram að hækka í verði er augljóst að útlendingar munu kaupa bréf og græða. Þannig missa Íslendingar af gróða eigin fyrirtækja. Þá má spyrja - hvert er orðið okkar starf? Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg? Aurasálin þjáist ekki af hræðslu við útlendinga. Þvert á móti. Útlendingar eru margir hverjir ágætir en flestir of lélegir í að reka fyrirtæki og eru þess vegna fegnir þegar við Íslendingar komum og hjálpum þeim með því að kaupa fyrirtækin þeirra og endurskipuleggja þau í takt við tímann og tíðarandann. Nú höfum við Íslendingar grætt geysivel á viðskiptum við útlend- inga á undanförnum árum og aug- ljóst er að útlönd munu hefna sín ef ekki verður gripið til aðgerða. Þessa innrás útlenskra kaupa- héðna á íslenskan hlutabréfa- markað verður að stöðva. Besta leiðin til þess er vitaskuld að setja hömlur á flutning fjármagns frá landinu, þannig að þeir sem kaupi íslensk hlutabréf séu tilneydd- ir til þess að eyða ágóða sínum í íslenskar framleiðsluvörur. Aðeins þannig mun alþjóðavæð- ingin halda áfram að færa okkur Íslendingum aukin lífsgæði. Innrásin er hafin Arnar Bjarnason er doktor í rekstrarhagfræði og gegn- ir hlutastarfi sem prófessor á Bifröst. Samhliða því rekur hann eigið fyrirtæki, Reykjavík Capital, en það fyrirtæki hefur komið að ráð- gjöf við kaup á fyrirtækj- um og vann meðal annars með einum hópi að tilboði í Símann þegar ríkið seldi hlut sinn í fyrirtækinu á síðasta ári. STERK FRAMTÍÐARSÝN Arnar skrifaði árið 1992 dokt- orsritgerð sína um útflutnings- hegðun íslenskra fyrirtækja. „Ég tók meðal annars viðtöl við um sextíu aðila. Sjávarútvegurinn var yfirgnæfandi með milli sjö- tíu og áttatíu prósent af vöruút- flutningnum. Þarna voru samt að verða breytingar. SÍF var að tapa einkaleyfi á saltfiskútflutn- ingi og Sambandið og SH búin að missa sitt.“ Hann segir að á þessum tíma hafi verið að verða til fyrirtæki í útflutningi sjáv- arafurða. Meðal viðfangsefna Arnars í undirbúningi ritgerð- arinnar var ungur maður, Ágúst Guðmundsson, sem var í forsvari fyrir lítið fyrirtæki sem heitir Bakkavör. „Ég man að ég hreifst af Ágústi, hann var ekkert að hylja það fyrir mér að þetta væri erfitt fjárhagslega. Hann hafði mjög sterka framtíðarsýn.“ Sem dæmi um framsýnina segir Arnar að Bakkavör hafi á þess- um tíma verið að ganga frá ISO- vottun, með fyrstu fyrirtækjum á Íslandi til að gera slíkt. „Ég held að lykillinn að velgengni Bakkavarar, eins og KB banka, sé þessi sterka framtíðarsýn.“ Arnar segir að það hafi ekki annað legið fyrir en að skoða sjávarútvegsfyrirtæki. „Bankarnir voru í ríkiseigu og menn horfðu ekkert annað en á sjávarútveginn.“ Arnar kom heim frá Edinborg árið 1994. „Það var ekki mikið um að vera í atvinnulífinu. Stækkun álvers- ins í Straumsvík kom hreyfingu á hlutina og síðan einkavæðing bankanna.“ Framhaldið þekkja allir. Arnar vinnur að því að koma af stað rannsóknum á Bifröst. „Mig langar til að skoða alþjóða- væðinguna sem maður var að skoða áður fyrr og svo fjármála- fyrirtækin.“ ÁHÆTTA EN EKKI ÓGN Bankarnir hafa verið í umræðu í kjölfar erlendrar umfjöllunar greiningardeilda fjármálafyrir- tækja. „Ég hef lesið þessar skýrsl- ur. Það er áberandi í Barclay’s- skýrslunni hve margt er rangt í henni. Ég held að sú gagnrýni sem kemur fram í skýrslu Credit Sights eigi rétt á sér, enda þótt mörgu sé sjálfsagt ofgert þar. Ég held að það geti falist áhætta í eignatengslum í bankakerfinu. Þetta var meðal þess sem hafði veruleg áhrif á bankakreppuna í Japan þar sem eignatengsl ýktu áhrifin. Gagnrýnin er einnig á miklar lántökur bankanna og hversu háðir þeir eru erlendri fjármögnun. Auðvitað eru þetta áhættu- þættir, við skulum ekk- ert líta framhjá því, en ef saga alvarlegra banka- kreppa er skoðuð eru þær oft tengdar miklum erlend- um lántökum. Ég held að við séum í dag með miklu fullkomn- ari áhættustýringu og ég hef engar áhyggjur af því að hætta sé á slíku hjá íslensku bönkunum. Áhættuþættirnir eru fyrir hendi. Mikil skuldsetning heimila og hröð hækkun fasteignaverðs eru þættir sem til að mynda áttu mik- inn þátt í erfiðleikum norrænna banka fyrir rúmum áratug. Ég hef engar áhyggjur af íslensku bönkunum en áhættan er fyrir hendi og menn eiga ekki að horfa framhjá henni.“ DÝR FYRIRTÆKI Fyrirtæki Arnars, Reykjavík Capital, hefur unnið með nokkrum aðilum að kaupum á fyrirtækjum. Talsvert hefur verið um skuldsett kaup á fyrirtækjum. „Mitt mat er að verð á fyrirtækjum í skuld- settri yfirtöku að undanförnu sé komið að efri mörkum verðbils- ins. Þegar menn eru farnir að kaupa fyrirtæki sem engöngu eru á innanlandsmarkaði, þar sem vaxtartækifæri eru takmörkuð á tífaldan rekstrarhagnað fyrir afskriftir, skatta og fjármagns- liði, þá öfunda ég menn ekki af því að reka slík fyrirtæki. Það er hætta á að slík fyrirtæki geti lent í erfiðleikum þegar fram líða stundir. Ekki síst vaxtastig er jafn hátt og raun ber vitni hér á landi.“ Arnar segist hafa orðið vitni að vandræðum fyrirtækja þegar krónan féll 2001, þegar hann vann hjá SPRON. „Þá sá ég mörg fyr- irtæki klára eigið fé sitt á skömmum tíma. Það er líklegt að þegar krónan veikist á ný muni það ger- ast hratt og að margir brenni sig eins og gerðist 2001.“ Hækkandi verð á fyrirtækj- um er ekki séríslenskt fyrirbæri. Ástæðan er meðal annars sú að fé hefur streymt inn í svokall- aða Private Equity sjóði sem eru áhrifafjárfestar í umbreytingu fyrirtækja og nýsköpun. ÆTTUM AÐ LAÐA AÐ ERLENDA SJÓÐI Arnar segir yfirtökusjóðina hafa gefið gríðarlega vel af sér að undanförnu. Sjóðir sem kaupa sig inn í nýsköpun á mismunandi stað í þróuninni eru öflugir í Bandaríkjunum en minna áber- andi í Evrópu. „Ég held að Í s l e n d i n g a r myndu stíga stórt skref í eflingu nýfjár- festinga ef menn huguðu að umhverfi slíkra sjóða hér á landi. Ef við gætum búið til besta regluverkið og skattaumhverf- ið fyrir fjár- festingarsjóði hér á landi held ég að við værum að vinna gríðarlega þarft verk. Í dag, eftir því sem ég best veit, eru ekki til lög um slíka sjóði hér á landi og skatta- umhverfi þeirra ekki þess eðlis að það laði þá að. Að búa til slíkt umhverfi væri mikilvægt skref í þá átt að gera Ísland að alþjóð- legri fjármálamiðstöð.“ Arnar segir að í slíkum sjóðum séu gríðarlegir fjármunir og að áhugi nokkurra erlendra einkafjárfest- ingarsjóðá á Símanum sýni best hversu mikið fé leiti tækifæra. „Það eru merki þess að áhugi á nýfjárfestingum sé vaxandi bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Tækifæri til skuldsettra kaupa og yfirtöku fyrirtækja fer fækk- andi. Peningar eru eins og vatnið, þeir finna sér farveg. Ég hef trú á því að peningar fari að leita í nýsköpun. Það er mikilvægt því ef menn sá ekki í akurinn fá menn enga uppskeru. Ég sakna þess að þessi stóru fjárfesting- arfyrirtæki setji ekki meira fé í slíkar fjárfestingar. Kannski fer það að gerast. Við þurfum hins vegar að stefna að því að skapa slíkum fjárfestingum sem best skilyrði. Það er margt sem við höfum með okkur í að laða að fjárfestingarsjóðina. Við búum í þróuðu lýðræðis- og menningar- samfélagi og ef við getum búið til hagfellt skatta- og lagaumhverfi liggja þar mörg tækifæri.“ Arnar vann um tíma hjá SPRON og segist hafa átt þar góð ár. Miklar breytingar eru í eig- endahópi sparisjóðanna. Arnar segir afkomu sparisjóðanna af kjarnastarfsemi ekki nógu góða. „Ég skil ekki það verð sem er í gangi fyrir stofnfjárbréfin þessa dagana. Ég held að þar séu menn að vanmeta þær flækjur sem eru í núverandi lagaumhverfi sjóð- anna.“ Arnar er úr sveit, alinn upp við Kirkjubæjarklaustur. Í frí- tímanum stundar hann hesta- mennsku. „Foreldrar mínir voru í hestamennsku, en þá hafði ég nú ekki mikinn áhuga á því, en svo kom það aftur. Ég átti ágætis hesta sem krakki.“ ARNAR BJARNASON Hefur mikinn áhuga á að Ísland geti orðið miðstöð Private Equity sjóða sem sérhæfa sig í fjárfestingum fyrirtækja sem eru tiltölulega stutt komin á þroska- brautinni. Eigum að skapa kjörland nýsköpunarsjóða Arnar Bjarnason stundar ráðgjöf í fyrirtæki sínu Reykjavík Capital og rannsóknir og kennslu sem prófessor við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Hann sér mikil tækifæri í því að Íslendingar laði til sín erlenda fjárfestingarsjóði með því að skapa besta skatta- og lagaumhverfi slíkra sjóða. Arnar Bjarnason Starf: Prófessor og ráðgjafi Fæðingardagur: 20. apríl 1958 Maki: Anna María Pétursdóttir Börn: María Björt f. 1987, Inga Rán f. 1988, Dagbjört f. 1990 Hádegisverður fyrir tvo á Vox Hádegishlaðborð Drykkir Vatn Alls krónur 4.900 ▲ H Á D E G I S V E R Ð U R I N N Með Arnari Bjarnasyni framkvæmdastjóra Iðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.