Fréttablaðið - 22.05.2006, Page 79

Fréttablaðið - 22.05.2006, Page 79
MÁNUDAGUR 22. maí 2006 31 Sex til 7 GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG FELIX BERGSSON Alla virka daga á SkjáEinum og endursýndur milli 7-8 alla virka morgna. Nú nærðu SKJÁEINUM í gegnum Digital Ísland Nýlega var skrifað undir sam- starfssamning milli Listasafns Reykjavíkur og Icelandair, sem mun veita safninu sérstakan stuðn- ing vegna sýningarinnar Uncertain States of America sem opnuð verð- ur í Hafnarhúsinu síðar á árinu. Listasafn Reykjavíkur og Ice- landair gengu fyrst til formlegs samstarfs árið 2005 og var sá samn- ingur að hluta til endurnýjaður fyrir árið 2006. Þar er kveðið á um stuðning Icelandair við Listasafn Reykjavíkur vegna heimsókna erlendra blaðamanna og niður- greiðslu á farseðlum vegna ferða- laga listamanna, sýningarstjóra og annarra sem tengjast starfi safns- ins. Á sýningunni í haust munu fjörutíu ungir bandarískir mynd- listarmenn taka þátt en þá völdu sýningarstjórar Daniel Birnbaum og Hans Ulrich Obrist úr 1.000 manna hópi bandarískra lista- manna. Sýningin markar ákveðin tímamót fyrir safnið en með henni er sleginn nýr tónn sem felur í sér að virkja unga og metn- aðarfulla listamenn, innlenda sem erlenda, til að sýna og stýra sýn- ingum í Hafnarhúsinu. Þannig mun sýningin Uncertain States of America koma beint í kjölfar sýn- ingarinnar Pakkhús postulanna þar sem þátttakendurnir verða ungir íslenskir listamenn. - khh Aukið samstarf INNSIGLUÐU SAMSTARFSSAMNING Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, og Hafþór Yngva- son, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, undirrituðu samninginn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LEIKLIST BORGARLEIKHÚSIÐ Viltu finna milljón Höf: Ray Cooney/Þýð: Gísli Rúnar Jónsson Leikarar: Helga Braga Jónsdóttir/Egg- ert Þorleifsson/Þórhallur Sigurðsson (Laddi)/Marta Nordal/Bergur Þór Ing- ólfsson/Guðmundur Ólafsson/Gunnar Hansson/Theodór Júlíusson Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson/Bún- ingar: Stefanía Adolfsdóttir/Ljós: Halldór Örn Óskarsson/Leikgervi/Sigríður Rósa Bjarnadóttir/Hljóð: Jakob Tryggvason/ Leikstjórn: Þór Tulinius. Haraldur, lítill karl sem vinnur hjá skattinum, á afmæli. Hann og Ingibjörg eiginkona hans eiga von á vinum sínum, Gretti og Bíbí, í mat. En eitthvað er ekki eins og það á að vera. Ingibjörg er búin að undirbúa boðið vandlega, pena allt og pússa, en Haraldur er seinn fyrir - sem gerist annars aldrei. Það er alltaf allt á réttum tíma hjá þeim hjónum. Þegar Haraldur loksins kemur, er ljóst að hann hefur lent í ein- hverju óvenjulegu. Hann er í hálf- gerðu áfalli. Í ljós kemur að hann hefur fundið tösku, fulla af pen- ingum. Honum seinkaði vegna þess að hann þurfti að bregða sér inn á krá til að telja peningana og ákveða hvernig hann ætlaði að eyða þeim. Og nú þarf að láta hendur standa fram úr ermum. En áður en Haraldur nær að hrinda áætlunum sínum í framkvæmd, fær hann rannsóknarlögreglu- mann í heimsókn, þau Bíbí og Grettir koma á tilsettum tíma, leigubílstjóri sem beðið hafði verið um mætir til leiks, sem og lögreglumaður/prestur frá Kefla- vík sem þarf að tilkynna um meint andlát í fjölskyldunni - og að lokum eigandi peningatöskunnar. Af stað fer atburðarás, sem hefst á því að Ingibjörg veit ekki hvers vegna rannsóknarlögreglu- maðurinn er mættur á svæðið og reynir að ljúga þau hjónin út úr þeirri stöðu sem upp er komin. Smám saman þéttist lygavefurinn - þar til eiginlega allir eru orðnir þátttakendur í honum. Viltu finna milljón er glettilega vel skrifaður farsi og skemmtileg- ur. Þýðingin er frábær; orðaleikir vel heppnaðir, sem og staðfærsla. Leikhópurinn er mjög þéttur; hnökrar í leik eru hverfandi. Að öðrum ólöstuðum fara Helga Braga og Eggert á kostum í hlut- verkum hjónanna og ég hef ekki áður séð Ladda skila eins góðri vinnu á leiksviði. Tímasetningar og öll tjáning er mjög nákvæm og oftar en ekki drepfyndin. Leikmyndin er heimili Ingi- bjargar og Haraldar. Skemmtilega stíllaust heimili, sem er að reyna að vera smart - en myndir á veggj- um, hannyrðir frúarinnar, sem og skrauthlutir koma upp um hvað þau eru í raun lummó. Það er eins og ekkert hafi verið valið saman, heldur öllu stillt upp sem hjónin hafa fengið að gjöf. Sömuleiðis eru búningar prýðilega úr garði gerðir, þótt kannski hefði búning- ur Mörtu mátt vera ögn þægilegri. Hann virðist þvinga hana, svo hún nýtur sín ekki alltaf sem skyldi. Gervi Theódórs var vel gert og brellurnar í sýningunni komu skemmtilega á óvart. Hér hefur verið haldið um leik- stjórnartaumana af mikilli fag- mennsku. Viltu finna milljón er einhver best heppnaða farsaupp- færsla sem ég hef lengi séð. Hún er gríðarlega öguð, sem gerir það að verkum að húmorinn nýtur sín enn betur en ella. Það er nokkuð víst að sýningin á eftir að ganga og ganga og ganga... Súsanna Svavarsdóttir Fyrirtaks farsi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.