Fréttablaðið - 22.05.2006, Side 90

Fréttablaðið - 22.05.2006, Side 90
 22. maí 2006 MÁNUDAGUR42 0-2 Laugardalsvöllur, áhorf: 1146 Kristinn Jakobsson (7) 0–1 Ármann Smári Björnsson (32.) 0–2 Freyr Bjarnason (79.) Valur FH STAÐAN Í LANDSBANKADEILDINNI 1. FH 2 2 0 0 5-0 6 2. BREIÐABLIK 2 2 0 0 6-2 6 3. FYLKIR 2 2 0 0 4-1 6 4. GRINDAVÍK 2 1 0 1 4-4 3 5. KEFLAVÍK 2 1 0 1 3-3 3 6. ÍBV 2 1 0 1 3-5 3 7. KR 2 1 0 1 2-4 3 8. ÍA 2 0 0 2 3-5 0 9. VALUR 2 0 0 2 1-4 0 10. VÍKINGUR 2 0 0 2 1-4 0 1. deild karla: VÍKINGUR Ó. - ÞRÓTTUR 2-3 0-1 Magnús Már Lúðvíksson (1), 0-2 Þórhallur Hin- riksson (5.), 1-2 Kevin Fotheringham, víti (55.), 2-2 Helgi Reynir Guðmundsson (68.), 2-3 Haukur Páll Sigurðsson (83.). HK-KA 4-1 0-1 Hreinn Hringsson (33.), 1-1 Ólafur V. Júlíusson (45.), 2-1 Jón Þ. Stefánsson (64.), 3-1 Jón Þ. Stef- ánsson (75.), 4-1 Ólafur V. Júlíusson (86.). ÞÓR-STJARNAN 1-1 0-1 Daníel Laxdal (69.), 1-1 Ibra Jagne (90.). ÚRSLIT GÆRDAGSINS FÓTBOLTI Veigar Páll Gunnarsson var hetja Stabæk gegn Lilleström í leik liðanna í norsku úrvalsdeild- inni í gær þegar hann skoraði jöfnunarmark á síðustu mínútu leiksins úr vítaspyrnu. Lokatölur urðu 2-2 og lagði Veigar Páll upp fyrra markið. Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Örn Bjarnason voru báðir í liði Brann sem hélt sigurgöngu sinni áfram með sigri á Odd Grenland, 1-3, og er efst í deild- inni ásamt Lilleström. Stefán Gíslason lék með Lyn sem tapaði fyrir Rosenborg, 1-2, og þá lék hinn ungi Birkir Bjarnason síðari hálfleikinn fyrir Viking sem gerði 0-0 jafntefli við Tromsö. - vig Norski fótboltinn: Veigar Páll var bjargvættur TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 8–12 (5–6) Varin skot Kjartan 4 – Daði 4 Horn 5–3 Aukaspyrnur fengnar 19–19 Rangstöður 2–1 FH 4–3–3 Daði Lárusson 7 Guðmundur Sæv. 6 *Ármann Smári 9 Tommy Nielsen 8 Freyr Bjarnason 8 Ásgeir Gunnar 7 (84. Baldur Bett -) Davíð Þór 6 Sigurvin Ólafs. 7 Ólafur Páll 5 (61. Atli Viðar 5) Allan Dyring 6 (79. Matthías -) Tryggvi Guðmunds. 7 *Maður leiksins VALUR 4–4–2 Kjartan Sturluson 4 Birkir Már 6 Valur Fannar 5 Atli Sveinn 5 Steinþór Gísla. 4 Matthías Guðm. 7 Sigurbjörn 6 Pálmi Rafn 4 (63. Baldur Ingimar 4) Ari Freyr 5 Guðmundur Ben. 6 (63. Barry Smith 6) Jakob Spansberg 6 FÓTBOLTI Ármann Smári Björnsson er augljóslega að finna sitt gamla form en hann átti frábæran leik í gær í vörn FH gegn sínum gömlu félögum. „Það er gaman að vera farinn að spila á fullu. Við spiluð- um ekkert sérstaklega vel núna en við unnum og það er það sem skiptir máli. Við skoruðum tvö góð mörk úr föstum leikatriðum, sem við höfum ekki verið þekktir fyrir, og það er jákvætt. Auk þess hélt vörnin hreinu og því er ekki annað hægt en að vera virkilega sáttur,“ sagði Ármann Smári við Frétta- blaðið eftir leik. „Það er ekki slæmt að byrja mótið á tveimur góðum útisigrum, gegn sterkum liðum KR og Vals. Það er markmið okkar að vinna alla leiki sem við förum í og von- andi tekst það.” - egm Ármann Smári Björnsson: Gaman að vera að spila á fullu FÓTBOLTI Það var kalt í veðri í gær þegar Valsmenn tóku á móti Íslandsmeisturum FH í sínum fyrsta heimaleik á Laugardals- vellinum. Það var ekkert sem kom á óvart í liðsuppstillingu FH-inga en hjá Valsmönnum var hinn danski Jakob Spangsberg kominn í byrjunarliðið og einnig Steinþór Gíslason. Baldur Aðalsteinsson og Garðar Gunnlaugsson voru hins vegar settir á varamannabekkinn. Fyrri hálfleikurinn einkenndist af mikilli baráttu, Valsmenn voru hættulegri í byrjun leiks en FH- ingar náðu að spila sig inn í leik- inn. Þegar tæpur hálftími var lið- inn átti Ólafur Páll Snorrason ágætis skot sem Kjartan Sturlu- son átti þó ekki í vandræðum með að verja og skömmu síðar komst FH yfir. Valur Fannar Gíslason braut á Davíð Viðarssyni úti vinstra megin og dæmd auka- spyrna. Tryggvi Guðmundsson tók spyrnuna, sem rataði beint á hinn stóra og stæðilega Ármann Smára Björnsson sem náði hörkuskalla á markið. Kjartan Sturluson var í boltanum en náði þó ekki að koma í veg fyrir að hann færi inn. Ármann átti hörkugóðan leik í vörninni hjá FH, stóð vaktina vel og náði að auki að skora þetta fína mark. Valsmenn pressuðu nokkuð stíft á lokamínútum fyrri hálfleiks og mikil hætta skapaðist eftir fyrirgjafir Guðmundar Benedikts- sonar, meðal annars bjargaði Tommy Nielsen einu sinni á mark- línu og kom í veg fyrir að gestirnir næðu að jafna rétt fyrir hálfleik. Í síðari hálfleik náðu Valsmenn lítið að ógna marki FH enda var vörnin hjá gestunum mjög sterk. Ekki var mikið um opin marktækifæri en þegar rúmar tíu mínútur voru eftir náðu FH-ingar að skora sitt annað mark og þar með var sigur- inn nánast innsiglaður. Aftur kom markið eftir góða aukaspyrnu frá Tryggva en í þetta sinn skoraði Freyr Bjarnason, hann lét finna fyrir sér í teignum og náði að leggja boltann snyrtilega í hornið. Eftir þetta mark fjaraði leikurinn út í rólegheitum, Valsmenn voru búnir að gefa upp vonina og eftir þennan leik er hlutskipti liðanna ólíkt. „Það er ekki hægt að byrja mótið betur. Mínir menn eru dug- legir og alls staðar á vellinum eru menn að leggja sig fram. Það fór kannski ekki mikið fyrir áferðar- fallegum fótbolta en í þessum leik voru þrjú stig í boði og við náðum að hirða þau,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, eftir leikinn. Eftir góða byrjun mætir FH liði Skagamanna í næsta leik nú í vik- unni. „Það er alltaf gaman að spila við Akurnesinga. Þar er alltaf hart barist og þeir eru með sterkt lið,“ sagði Ólafur. - egm FH-ingar ógnarsterkir Íslandsmeistarar FH virðast mæta gríðarlega þéttir undan vetri og í gærkvöldi unnu þeir mjög góðan sigur á Valsmönnum í Laugardalnum, 2-0. FH-ingar gáfu fá færi á sér en nýttu sín eigin færi aftur á móti mjög vel. HINGAÐ OG EKKI LENGRA Valur Fannar Gíslason tekur hér harkalega á Davíð Þór Viðarssyni og ekki ber á öðru en að um aukaspyrnu sé að ræða. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.