Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.05.2006, Qupperneq 94

Fréttablaðið - 22.05.2006, Qupperneq 94
 22. maí 2006 MÁNUDAGUR46 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2 sigtun 6 frá 8 forsögn 9 þrep í stiga 11 fyrir hönd 12 rusl 14 veldis 16 berist til 17 skammstöfun 18 for 20 samtök 21 slabb. LÓÐRÉTT 1 ensk mælieining 3 klaki 4 reyna 5 lík 7 sviptur 10 mánuður 13 sjáðu 15 hjartaáfall 16 hryggur 19 guð. LAUSN Nýverið var frumsýnd hér á landi kvik- myndin Da Vinci-lykillinn sem er byggð á samnefndri bók Bandaríkjamannsins Dan Brown. Myndin, rétt eins og bókin, hefur verið afar umdeild og hafa margir trúarhópar hvatt almenning til að sniðganga hana vegna meints guðlasts. Séra Þórhallur Heimisson, prestur í Hafnarfjarðarkirkju, hefur haldið vel sótt námskeið um Da Vinci-lykilinn, bæði hér heima og í Svíþjóð, og telst því til sérfræðinga í þessu vinsæla umfjöllunar- efni. Þórhallur er að sjálfsögðu búinn að sjá myndina og segir hana vel gerða þótt hún sé dálítið þunglamaleg. Honum finnst viðbrögð öfgafullra trúarhópa vera allt of mikil og ýkt. „Þeir taka þessa mynd alltof alvarlega og bókstaflega. Þetta er nú bara kvikmynd og skáld- skapur. Í myndinni er reynt að draga úr að þetta sé stór sannleikur og þar líta menn ekki það þannig að þetta sé árás á kristna trú. Það á heldur aldrei að brenna bækur. Þótt maður sé á móti þeim á maður aldrei að brenna þær, heldur á maður að rökræða þær,“ segir Þórhallur. Hann segist ekki hafa vitað við hverju hann átti að búast þegar hann fór á myndina í bíó. „Bókin er ítarlegri en myndin fylgir bókinni mjög vel. Hún er samt dálítið kaldranaleg. Aðalpersónurnar Langdon og Sophie eru fallegt fólk sem er ekki einu sinni pínulítið skotið hvort í öðru þrátt fyrir að vera svona mikið ein á báti. Þetta eru dálítið tilfinningalausir karakterar en þetta er vel gerð mynd og hefur marga góða spretti,“ segir hann. Á uppstigningardag, hinn 25. maí, verður Þórhallur með kvöldvöku klukkan 21.00 í safnaðarheimili Hafnarfjarðar- kirkju þar sem hann dregur helstu þætti námskeiða sinna um Da Vinci-lykilinn í eins klukkutíma kvöldstund. Húsið er opið fyrir alla og er aðgangur ókeypis. - fb SÉRFRÆÐINGURINN SÉRA ÞÓRHALLUR HEIMISSON OG DA VINCI-LYKILLINN Þunglamaleg en vel gerð mynd SÉRA ÞÓRHALLUR HEIMISSON Séra Þórhallur undrast viðbrögð öfgafullra trúarhópa við kvikmynd- inni Da Vinci-lykillinn. HRÓSIÐ ... fær Sigmar Guðmundsson fyrir skemmtilega lýsingu frá Euro- vision-kepninni í Aþenu. „Ég er búin að vera hérna í nokkr- ar vikur og líst afar vel á. Fyrir fram hefði ég búist við því að þetta fyrirtæki væri eins og gömul risa- eðla en maður finnur strax hvað það er mikill frumkvöðlaandi hér inni,“ segir sjónvarpskonan Brynja Þorgeirsdóttir. Eins og kunnugt er færði Brynja sig fyrir skemmstu yfir til Sjónvarpsins þar sem hún verður með hesta- þáttinn Kóngur um stund í sumar. „Þetta verða tólf þættir sem við gerum í sumar og þeir verða með svipuðu sniði og í fyrra, nema að við reynum auðvitað að gera betur,“ segir Brynja. Fyrsti þátt- urinn verður sýndur 12. júní næst- komandi. Brynja vinnur þættina með Konráð Pálmasyni og þau eru þegar byrjuð að taka upp efni. Upptökur fara fram í allt sumar og verður sérstaklega stílað inn á þá viðburði sem hestamenn sækja á sumrin. Brynja segist ekki vita hvað taki við hjá henni þegar hún hefur lokið við gerð hestaþátt- anna. Hún er alls ekki viss um að hún muni starfa á fréttastofu Sjón- varps eins og talað var um þegar hún hóf störf á RÚV: „Það er alveg óákveðið hvað ég geri í haust.“ - hdm Finnur frumkvöðlaanda á RÚV BRYNJA OG KONRÁÐ Eru byrjuð að taka upp efni fyrir hestaþáttinn Kóngur um stund. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Æfingar eru nú í fullum gangi á söngleiknum „Footlose“ sem 3sagas setur upp en söngleikurinn er byggður á samnefndri kvik- mynd eftir Dean Pithcford sem kom út árið 1984. Aðalhlutverkin eru í höndum Höllu Vilhjálmsdótt- ur og Þorvalds Davíðs Kristjáns- sonar en það er Unnur Ösp Stef- ánsdóttir sem sér um leikstjórnina. „Mér líst bara afar vel á hópinn,“ segir Þorvaldur Davíð, sem leikur aðalpersónuna Aron, ungan mann sem flytur frá stórborginni í smábæ þar sem dans hefur verið bannaður með lögum um árabil. Söngleikurinn Footloose verður sýndur í Borgarleikhúsinu í sumar og virðist hafa alla burði til að verða sumarsmellurinn í ár. Þorvaldur Davíð hefur annars alið manninn í leiklistardeild Lista- háskólans í vetur en hann byrjaði nám í skólanum síðasta haust. „Veturinn hefur verið mjög krefjandi og lærdómsríkur,“ segir Þorvaldur Davíð, sem fær lítið sumarfrí í sumar því áætlað er að söngleikurinn fari á fjalirnar 29. júní. Halla Vilhjálmsdóttir, sem leikur aðalkvenhlutverkið á móti Þorvaldi, þykir ein af allra efni- legustu leikkonum okkar Íslend- inga um þessar mundir. Hún lauk leiklistarnámi í London á síðasta ári og lék í Túskildingsóperunni og Hafinu bláa í vetur við afar góðan orð- stír. Halla hefur auk þess komið fram í fjölda aug- lýsinga og þykir hörkugóð söng- kona. Stífar dansæfingar eru nú á hverjum degi hjá hópnum fram að frumsýningu en að sögn Þorvaldar verða dansatriðin í sýningunni mjög flott. Aðspurður að því hvort hann sé dansfimur að eðlisfari svarar hann að hann geti alveg hreyft sig og fari alveg á dansgólf skemmtistað- anna þegar stemningin bjóði upp á það. „Lagið Senorita með Justin Timberlake er mjög danslegt og fær mig oftast á gólfið,“ segir hinn kynþokkafulli Þorvaldur Davíð, sem ætti að gleðja ófáar ungmeyj- arnar með danssporum sínum í Footloose í sumar. ÞORVALDUR DAVÍÐ KRISTJÁNSSON: LEIKUR AÐALHLUTVERKIÐ Í FOOTLOOSE Stífar dansæfingar á hverjum degi FOOTLOSE Á FJALIRNAR Þorvaldur Davíð er einn af aðalleikurunum í Footlose-söngleiknum sem settur verður upp í sumar. HALLA VILHJÁLMS- DÓTTIR Þykir ein af eftirtekt- arverðari ungu leik- konunum á Íslandi í dag. Hún leikur í Footloose í sumar. �������� ��� ��� ��� ��� ��� ������� ��� ��� ������ ��� ��� � �� �� �� �� � �� �� �� �� � ��������� ������������������������ ������������� ������������������������������ �� ��������� ����������� �������������� ���� ��������� ������������������������������ LÁRÉTT: 2 síun, 6 af, 8 spá, 9 rim, 11 pr, 12 drasl, 14 ríkis, 16 bt, 17 ofl, 18 aur, 20 aa, 21 krap. LÓÐRÉTT: 1 yard, 3 ís, 4 upplifa, 5 nár, 7 firrtur, 10 maí, 13 sko, 15 slag, 16 bak, 19 ra. 1 Lordi. 2 Runólfur Birgisson. 3 Svartfjallalands. VEISTU SVARIÐ? 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI FRÉTTIR AF FÓLKI Spurningin „why do you love Iceland?“ sem Auðunn Blöndal skaut að Tom Hanks á The Da Vinci Code blaðamannafundinum í Cannes í síðustu viku hefur vakið nokkra athygli í Cannes og þegar Auðunn tók viðtal við leikkonuna Penelope Cruz fyrir Strákana á Stöð 2 spurði hún hann sérstak- lega að því hvort hann væri maðurinn sem bar upp þessa furðulegu spurn- ingu. Spurning Auðuns vakti einnig athygli heimspress- unnar og innkomu Auðuns er meðal annars getið í Washington Post en erlendir miðlar telja spurning- una hafa verið þá klikkuðustu sem borin var fram á annars undarlegum fundi. Auðunn hefur verið iðinn við kolann í Cannes og hefur meðal annarra rætt við Jamie Foxx og sjálfan Bruce Willis. Foxx lék á als oddi þegar Auðun talaði við hann og kunni vel að meta tilbreyting- una sem fólst í sérstakri viðtalstækni stráksins. Bruce Willis var hins vegar með stjörnustæla, var almennt kulda- legur við blaðamenn og nennti ekki að taka þátt í neinu gríni. Strákarnir, Auð- unn og Ofur Hugi, fljúga heim til Íslands í dag þannig að viðtölin sem þeir tóku í Cannes munu birtast í þætti þeirra á næstu dögum. Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson er staddur í Cann- es meðal annars til þess að kynna heimildarmynd sína Zidane, un portrait du XXIe siècle sem verður sýnd á hátíðinni í dag. Myndin hefur þegar vakið mikla athygli og mun fá umfangs- mikla dreifingu í Frakklandi enda eru Frakkar yfir sig hrifnir af sínum manni. Aðstand- endur kvikmyndahá- tíðarinnar lögðu því hart að Sigurjóni að mæta með kappann á hátíðina. Zidane er hins vegar upptekinn þessa dagana og kominn í æfinga- búðir og því ekki vinnandi vegur að fá hann til þess að koma. Hefði það geng- ið eftir hefði Sigurjón fengið að sýna myndina á besta tíma á laugardaginn en fjarvera hetjunnar varð til þess að fyrsta sýningin færðist framyfir helgi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.