Fréttablaðið - 22.05.2006, Page 96

Fréttablaðið - 22.05.2006, Page 96
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 og laugardaga kl. 12.00 - 16.00 Selfossi 482 3100 Umboðsmenn um land allt Njarðvík 421 8808 Akranesi 431 1376 Höfn í Hornafirði 478 1990 Reyðarfirði 474 1453 Akureyri 461 2960 Saab Það er klassi yfir Saab 9-3 bílunum, enda á Saab sér áratugalanga sögu og er einn öruggasti bíll sem völ er á. Saab 9-3 er margverðlaunuð nýjung í klassíska Saab stílnum þar sem öryggi og mýkt í akstri er í fyrirrúmi. Stórkostleg hönnun, öflug vél og ríkulegur staðalbúnaður gera Saab 9-3 að byltingu í klassíska geiranum. *Og verðið er algert einsdæmi fyrir lúxusbíl í þessum gæðaflokki! Klassík á viðráðanlegu verði* 2.590.000 kr. Klassi, öryggi, stíll! Verðið miðast við beinskiptan 1.8 lítra, 125 hestafla bíl. E N N E M M / S ÍA / N M 2 18 8 8 AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA ���������� ������������������� Þátttaka Íslands í Söngvakeppni Evrópu að þessu sinni varð því miður ekki nema einnar nætur gaman. Sú ávísun sem Silvía okkar ætlaði að innleysa í Gleðibanka Evrópu kom beint í hausinn á útgefanda aftur. Ungæðislegt grín sem smám saman breyttist í örvæntingarfull fíflalæti gerði litla lukku meðan léttþungarokkuð skrímsli og uppvakningar frá Þúsund vatna landinu slógu í gegn með góðlátlegum húmor og gríp- andi laglínu. FINNAR hafa ekki hingað til riðið feitum hrossum frá Evróvisjón- keppni en Lordi-tröllin með hart rokk og hallelúja-söng frá ættjörð Síbelíusar komu, sáu og sigruðu með stinningshvassri hljómkviðu og feyktu hvítklæddum meyjum og sykursætum drengjum út úr sjónsviði áhorfenda. SAMKEPPNI um athygli og vin- sældir er orðin býsna hörð. Jafn- vel þótt fjallmyndarlegar stúlkur frá mörgum löndum klæddu sig úr því sem næst hverri spjör og drengir hýrir á brá hefðu skyrt- urnar fráflakandi niður fyrir nafla kom það fyrir ekki. Smám saman mun það renna upp fyrir spuna- meisturum popp-heimsins - og hugsanlega fyrir spunarokkum stjórnmálanna líka - að það er sannfæringarkraftur, útgeislun og einlægni þeirra sem á sviðinu standa sem ræður úrslitum. MEIRA að segja í glysveröld dægurflugna dugir yfirborðs- mennska og tilgerð ekki til stórra sigra. Ef Silvía góða Nótt hefði látið sér nægja að gera góðlátlegt grín að tilgerð og stjörnustælum er aldrei að vita nema Evrópa hefði hleypt henni inn í samkvæmið þar sem finnsku þursarnir sátu í önd- vegi. En grínið var mislukkað frá byrjun, yfirspennt og hjákátlegt og loks beinlínis ósmekklegt. Sömuleiðis var lýsing þular Ríkis- útvarpsins úr takti við þetta vor- blót afþreyingariðnaðarins. Hann hafði djúpan skilning á því að Norðurlandaþjóðir hafa svipaðan smekk á tónlistarskemmtiatriðum, en dylgjaði stöðugt um að eitthvað annað en menningarlegur skyld- leiki og græskulaust gaman réði því hvernig aðrar þjóðir í Evrópu greiða atkvæði. Í næstu Evróvisjón- keppni væri gaman ef Íslendingar sendu keppanda sem hefði eitt- hvað skemmtilegt að gefa og þul sem hefði eitthvað notalegt að segja. ■ Hart rokk og hallelúja!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.