Fréttablaðið - 16.12.2006, Side 2

Fréttablaðið - 16.12.2006, Side 2
Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020. NOTAÐIR BÍLAR BÍLL DAGSINS SAAB 93 LINEAR Nýskr. 01.06 - Beinskiptur - Ekinn 14 þús. km. - Allt að 100% lán. Verð 2.380 .000. - Maður á þrítugsaldri var í gær ákærður fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur fyrir að berja annan mann til óbóta með strau- bolta. Það var embætti ríkissak- sóknara sem ákærði manninn, enda um stórfellda líkamsárás að ræða. Atburðurinn átti sér stað 8. mars á þessu ári í íbúð í Reykja- vík. Hinn ákærði veittist þar að öðrum manni og sló hann ítrekað í höfuðið og líkama með strau- boltanum og fleiri hlutum. Sá sem fyrir árásinni varð stórskaðaðist og voru afleiðingar barsmíðanna þær að hann hlaut mar á heila, heilahristing, tvo skurði á höfði, sjö til átta stórar markúlur á höfði, bólgur og mar á hægra auga, brot á þremur tönnum, los á sex tönnum og þreifieymsli í mjó- baki og spjaldhrygg. Af hálfu hans er þess krafist að árásarmaðurinn verði dæmdur til að greiða honum bætur upp á ríflega 530 þúsund krónur, auk kostnaðar vegna lögmannsaðstoð- ar. Þá krefst ríkissaksóknari þess að hinn ákærði verði dæmdur til refsingar. Stórskaðaði mann með straubolta Flugstoðir ohf. framlengdu í gær frestinn sem flugumferðarstjórum var gefinn til að ráða sig í starf hjá félaginu fram til klukkan tvö á mánudaginn. Ólafur Sveinsson, stjórnarformaður Flugstoða, segir að í næstu viku verði ekki vikist undan því að tilkynna til Alþjóða flugmálastofnunarinnar og ná- grannaflugstjórnarmiðstöðva að ástand geti breyst hér um áramótin og þjónustustigið minnkað. „Sá tíma- punktur er runn- inn upp að við getum ekki vik- ist undan því að tilkynna að hér getur orðið breytt ástand og breytt þjónustu- stig. Ég lít fyrst og fremst svo á að það ógni starfsöryggi fólks, því miður. Nágrannaflugstjórnarsvæði eins og Kanada, Bretar og Írar hafa falast eftir því að þjóna þessu svæði með hagkvæmari hætti en við gerum og það er bein sam- keppni í þessu. Við erum að kalla yfir okkur ógnina,“ segir hann. Ólafur segir að flugumferðar- stjórar hafi lýst því yfir að þeir séu tilbúnir til að gera skriflegan ráðn- ingarsamning þegar Flugstoðir hafi gert kjarasamning við Félag íslenskra flugumferðarstjóra. „Skoðun okkar er sú að kjarasamn- ingur sé ekki laus. Við sjáum okkur ekki fært að fara í kjaraviðræður við þá miðað við þær kröfur sem þeir hafa sett fram.“ Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðar- stjóra, segir að flugumferðarstjór- ar hafi almennt látið það berast til Flugstoða að þeir hefðu áhuga á starfi hjá Flugstoðum „en ekki hvað sem það kostar“. Hann taldi frestinn óheppilegan og ekki til þess fallinn að auka líkur á lausn vandans. Hann sagði engan samninga- fund boðaðan um helgina. Spurður um hvort Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra ætti að skerast í leikinn sagði hann: „Okkur er sama, bara ef þetta leysist. Þetta er allt á ábyrgð ráðherra en við gerum ekki neina kröfu á hann.“ Ráðherrann sagði hins vegar að þetta væri „stöðugt áhyggjuefni“ en vildi ekki tjá sig um málið á þessu stigi. Forstjórar Iceland Express og Icelandair voru sammála um að deiluaðilar hlytu að finna lausn. Matthías Imsland hjá Iceland Express sagði að annað fyndist ekki í sinni orðabók og Jón Karl Ólafsson hjá Icelandair sagði málið með ólíkindum. Starfsöryggi ógnað vegna flugdeilu Allt bendir til að flug lamist hér á landi um áramótin. Deila Flugstoða ohf. og flugumferðarstjóra er í hnút en forstjórar stóru flugfélaganna tveggja trúa ekki öðru en að lausn finnist. Stjórnarformaður Flugstoða segir starfsöryggi ógnað. Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir Edward Koran- teng sem hefur verið kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku í lok nóvember. Í vikunni var Koranteng dæmdur í Héraðsdómi Reykjavík- ur fyrir að hafa nauðgað fjórtán ára stúlku í september í fyrra. Maðurinn skal sæta gæsluvarð- haldi til 20. desember. Í dómi Hæstaréttar er staðfesting á úrskurðinum rökstudd með því að koma þurfi í veg fyrir að Korant- eng afmái hugsanleg verksum- merki eftir glæpinn og að hann torveldi rannsókn málsins með því að reyna að hafa áhrif á vitni. Gæsluvarðhald staðfest í gær Kennsl hafa verið borin á lík fimmtu konunnar sem fundist hefur myrt í þessum mánuði í Suffolk í Bretlandi. Reyndist þar um 29 ára gamla vændiskonu að ræða, Annette Nichols, sem saknað hefur verið síðan 4. desember. Breska lögreglan telur að um sé að ræða raðmorðinga sem leggist á vændiskonur, en allar störfuðu hinar látnu sem vændis- konur. Lögreglan hefur lýst eftir karlmanni á bláum BMW. Tvær kvennanna voru kyrktar en ekki hefur tekist að greina banamein hinna þriggja. Verið er að rannsaka hvort þeim hafi verið byrlað eitur. Eitur hugsan- legt banamein Íþróttahús Menntaskól- ans við Sund og Vogaskóla hefur verið opnað aftur. Húsinu var lokað í kjölfar alvarlegra athugasemda umhverfissviðs Reykjavíkurborgar um ástand öryggismála, viðhalds og þrifa í íþróttahúsinu og taldi það óhjákvæmilegt að stöðva starfsemi þar til úrbætur hefðu verið gerðar. Heilbrigðisfulltrúar umhverf- issviðs Reykjavíkurborgar fóru í eftirlit í húsið í gær og veittu leyfi til að húsið yrði opnað á ný þar sem skólayfirvöld hefðu bætt úr því sem þótti ábótavant. Íþróttahúsið opnað aftur Á föstudag skrifuðu Magnús Stefánsson félagsmála- ráðherra og Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, undir samkomulag um lengda viðveru fatlaðra grunn- skólabarna árin 2007 og 2008. 120 millljónum króna verður veitt til þjónustunnar hvort ár fyrir sig. Um alllangt skeið hefur verið unnið að lausn á því hver skuli greiða fyrir kostnað vegna fatl- aðra grunnskólabarna á aldrinum 10 til 16 ára sem fá þjónustu í skólum landsins eftir að skóla- starfinu lýkur á daginn. Þetta kallast lengd viðvera, en í henni felst ýmiss konar dægradvöl og aðstoð við heimanám sem stendur fram til klukkan fimm hvern skóladag. Magnús Stefánsson lýsti yfir ánægju sinni að komist hafi verið að samkomulagi í málinu og vænt- ir hann þess að sem flest sveitar- félög veiti góða þjónustu á grund- velli samkomulagsins, börnunum og foreldrum þeirra til hagsbóta. Halldór Halldórsson tekur í sama streng og segir samkomu- lagið vera til vitnis um gott sam- starf á milli ríkis og sveitarfélaga. Hann undirstrikar þó að sveitarfé- lögin ákveði sjálf hvort þau bjóði upp á þjónustuna því aðstæður séu mismunandi hjá þeim og að mörg þeirra þurfi ekki að bjóða upp á þjónustuna. Stendur kannski til að breyta nafninu aftur í Samvinnuhá- skólann, Ágúst? Starfsmönnum Rauða krossins stafar meiri hætta af bandarískum hermönnum í Írak en átökunum þar í landi. Ástæðan er sú að fjölmargir þeirra þekkja enn ekki merki stofnunarinnar, sem í löndum íslamstrúar er rauður hálfmáni í staðinn fyrir kross. „Við þurfum að eyða miklum tíma í að útskýra Rauða hálfmán- ann,“ sagði Jamal Al-Karbouli, yfirmaður Íraksdeildar Rauða krossins, á blaðamannafundi í Genf í gær. Talsmenn Bandaríkjahers í Írak sögðu hermenn sína reyna að sýna virðingu þegar að samskipt- um þeirra við almenna borgara í Írak kemur, en höfðu að öðru leyti ekkert um þetta mál að segja. Þekkja ekki merki Rauða krossins
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.