Fréttablaðið - 16.12.2006, Síða 16

Fréttablaðið - 16.12.2006, Síða 16
Lagt á ráðin í tölvupósti „Ekki hefur þú orðið mikið var við okkur t.d. í Nes- kaupstað eða hjá stóru fyrirtæki á Akureyri ... Ekki hefur þú þurft að kvarta undan okkar ágangi á Skagaströnd heldur. Ekki voru nefnd verð eða beðið um að gera tilboð af okkar hálfu, eins og þú gerir núna.“ „Það sem vekur furðu hjá okkur er að Olís skuli leita svo sterkt eftir að ná erlendum viðskiptasamning- um, sem Skeljungur hefur haft um langan tíma. Ber þá enn og aftur nýrra við í samskiptum félaganna og má segja að fátt eitt standi eftir af þeim gömlu gild- um er áður voru í heiðri höfð milli félaganna. Er það miður.“ „…lýsti þeirri skoðun sinni að sjálfsagt væri að ræða málin og fara yfir þau, þó svo ljóst væri að eftir sem áður yrði samkeppni milli félaganna um viðskipti. Hins vegar væri óþarfi að keyra samskipti milli félaganna út í þær öfgar, að allir biðu tjón af.“ „Fundarefni: Ummæli [...] ofl. um „íslensku olíufé- lögin“ í kjölfar úrskurðar Samkeppnisstofnunar um Sölufélag garðyrkjumanna o.fl.“ „Það varð að samkomulagi milli olíufélaganna að Skeljungur hefði áfram viðskipti við Reykjavíkur- borg og Landhelgisgæslu og að félagið myndi gera upp framlegð af viðskiptunum við hin félögin.“ „Samkvæmt þeim upplýsingum sem fyrrverandi starfsmenn Skeljungs hafa veitt, var óformlegt sam- komulag um óbreytt fyrirkomulag á Grundartanga, þ.e. áframhaldandi rekstur Olís með skiptingu fram- legðar. Það er í fullu samræmi við venjur og hefðir sem skapast hafa í sambærilegum málum.“ „Núverandi aðstæður bæði í sölu til erlendra skipa og flugvéla [eru] algerlega óviðunandi og má helst líkja við útflutningsbætur. Spurning hvort hægt sé að ræða skiptingu aftur [...] þannig að hægt verði að ná betri verðum við endurnýjun samninga...“ „Mér finnst að þú eigir að ræða þessi mál strategiskt við hin félögin.“ „Er nokkur ástæða til að láta þá komast upp með að klípa okkur í rassinn til skiptis með þessum hætti?“ „Mér finnst að þú ættir að athuga hvort þetta er rétt- ur leikur hjá ykkur. Við munum að sjálfsögðu fara inn á staði hjá ykkur til að jafna leikinn. Boltinn er því hjá þér.“ Tölvupóstur til forstjóra Skeljungs: „Ég geri það að tillögu minni að við tökum aðeins fyrir uppgjörsmál á fundinum og fremstu öðru. Óupp- gert er: Grundartangi, SVR, Raufarhöfn og Kísiliðj- an. Vinsamlegast eyðið þessari orðsendingu þegar þið hafið lesið hana.“ „Sameiginleg stöð á Ísafirði byggist á því að það sé ekki um aðrar stöðvar að ræða. Sá sem opnar á móti sameiginlegri stöð verður settur út úr samstarfinu.“ „Þar sem ég næ ekki til þín í síma sendi ég þér þetta þessa leið. Ég hef einhverjar fréttir um að Skeljungur ætli að setja upp sjálfsaf- greiðslustöð á Höfn. Ef þeir ætla að gera það með lægra verð er það nýr kafli í verslun með bensín úti á landi. Það er að vísu auðvelt að benda á ÓB í Borgar- nesi á móti. Þetta gæti orðið upphafið að lækkuðu bensínverði úti á landi. Óskast rætt á morgun.“ „Málið fer mjög í taugarnar á mér. Hef í því sam- bandi skrifað niður nokkra punkta sem ég vil bera undir þig. Hef ekki mikla þolinmæði til að fresta lengi að taka umræðu við GM [Geir Magnússon].“ „Minni á umræðuna um að ná framlegð upp um ca 0,70 per líter í öllum tegundum, sem „allir“ hafa tekið undir. Megum ekki missa þetta fína tækifæri til lagfæringa, sem varla skapast aftur í bráð.“ „Tek heilshugar undir þetta. Óþolandi glannaskapur, svona á að afhenda yfir borð eða í mestafalli boðsent...“ „Bið þig vinsamlegast að taka í taumana, því annars er greinilegt að stutt verður í slit á samvinnu um erlend skip öllum til bölvunar og taps.“ Gerðu þér ferð til Reykjanesbæjar og skoðaðu Ljósahús 2006. Upplýsingar um verðlaunahús og tilnefningar í leiknum er að finna í Upplýsingamiðstöð Reykjaness, næstu bensínstöð og upplýsingavef Reykjanesbæjar. ll hús eru merkt inn kort. reykjanesbaer.is Má bjóða þér á ljósarúnt? Jól í Reykjanesbæl í j Forstjórarnir þrír, Kristinn Björnsson, Einar Benediktsson og Geir Magnússon, sem ákærðir hafa verið í 27 liðum fyrir samráð og markaðsskiptingu höfðu mikil samskipti sín á milli á árunum 1993 til 2001 en rannsóknin á samráði olíufélaganna miðast við það tímabil. Í tölvupóstum milli forstjór- anna var lagt á ráðin um skipt- ingu markaða, ákvarðanir teknar um samráð og jafnvel kvartað undan ágangi á stöðum þar sem samkomulag hafði verið gert um viðskipti. Öll samskiptin og skilaboðin sem vitnað er til eru úr tæplega þúsund blaðsíðna skýrslu Samkeppniseftirlitsins um verðsamráð olíufélaganna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.