Fréttablaðið - 16.12.2006, Síða 26

Fréttablaðið - 16.12.2006, Síða 26
Máni Svavarsson er maður vik- unnar og tilefnið ærið. Bing bang, lag eftir hann úr Latabæ, skaust beint í fjórða sæti breska smáskíf- ulistans á sinni fyrstu viku á lista. Hefur engum íslenskum tónlistar- manni tekist að koma hugarsmíð sinni svona hátt í fyrstu vikunni. Platan seldist í hundrað þúsund eintökum á einni viku og er því þegar komin í gullplötu en það er leikkonan unga, Julianna Rose Mauriello, sem syngur lagið. Einn þeirra sem vel þekkja Mána, og Fréttablaðið leitaði til í þeim til- gangi að varpa ljósi á manninn, fullyrðir að lagið eigi eftir að fara á toppinn. Engum sem þekkir Mána kemur þessi velgengni á óvart í sjálfu sér. Nema kannski Mána sjálfum. Máni er tón- listarsnillingur. Hefur þó aldrei lært á hljóð- færi og les ekki nótur. En hann þarf ekki annað en heyra lag þá getur hann spilað það. Kornungur fékk hann lítið hljómborð til að leika sér með og átti það hug hans allan. Við fermingu fékk hann að gjöf skemmt- ara sem þótti þvílík græja: Spilaði rokk og sambatakt. Máni var ekki lengi að ná tökum á því verkfæri og leið- in lá skýr fyrir. Fyrsta hljómsveitin sem Máni var í hét Dron og vann sér það til frægðar að sigra fyrstu Músíktilraunir sem haldnar voru í Tónabæ. Síðan tóku nýbylgju- og dægur- lagasveitir á borð við Cosa Nostra, Pís of Keik og House Build- ers. Máni er fæddur árið 1967, Reykvík- ingur í húð og hár, er mikill fjölskyldumað- ur, kvæntur Þuríði Jónsdóttur en þau eiga saman þrjú börn. Þuríður og Máni byrjuðu saman strax í Verslunarskólanum og hafa verið saman í rúm tuttugu ár. Máni hóf nám í iðnrekstrarfræði á markaðssviði en því námi á Máni ólokið. Heimildarmenn Frétta- blaðsins telja öflugt félagslíf í Versló fremur hafa ráðið því að þangað gekk hann til mennta fremur en metnaður á viðskipta- fræðisviði. Tónlistarhæfileika á Máni ekki langt að sækja. Foreldrar hans eru tónlistar- og útvarpsmaðurinn Svavar Gests og móðir Ellý Vil- hjálms. Bæði eru þau horfin frá en skráðu nafn sitt stórum stöfum í hina íslensku tónlistarsögu. Eitt er það sem einkennir Mána öðru fremur en það er hlédrægni. Máni hælist ekki af verkum sínum nema síður sé og velgengni hans kemur honum á óvart. Honum þykir þetta ekki mikið mál. Eigin- leiki sem Máni er sagður þiggja frá móður sinni. En Ellý, sem var á sínum tíma einhver skærasta dæg- urlagasönkona landsins, þótti aldrei mikið til eigin afreka koma. Annað sem einkennir Mána, nokkuð sem allir heimildarmenn Fréttablaðsins nefna, er að hann þykir frábær sögumaður. Þrátt fyrir hlédrægni, jafnaðargeð og rólegheit – Máni er jarðbundinn öðru fremur – kveður ekki svo rammt af því að hann sé feiminn. Hann er hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Og þetta segja menn hann hafa frá föður sínum sem var vinsælasti útvarpsmaður Íslands á sinni tíð – Svavari Gests. „Þetta er bara með skemmtilegri mönnum sem maður þekkir, annaðhvort lendir Máni í öllu sem hægt er að lenda í eða hann er svakalega góður lygari, góður sögumað- ur, það verður allt að ævintýrum hjá honum.“ Áhugamál Mána eru margvísleg en hann hefur verið að feta sig hina hálu braut stangveiðanna undan- farin ár. Þar er hann í átta manna veiðifélagi og þegar þar er slegið saman í þorrablót skal Máni alltaf koma með fyndnustu sögurnar og fer þá með limrur ef verkast vill. „Gríðar- lega fyndinn.“ Máni er sagður undanfarin ár hafa verið meira með vegna félagsskaparins en eftir að hafa sett í sína fyrstu laxa síðast- liðið sumar er hann sagður forfallinn veiði- maður. Máni er lífsnautna- maður og hefur gaman af því að elda góðan mat. Og finna til með honum gott vín. Er kokkurinn á sínu heimili en þá ekki eins öflugur í tiltektinni. Þegar spurt er um galla verður færra um svör. Hann þykir reykja of mikið, getur verið gleyminn en stærsti gallinn er eig- inlega afkvæmi góðmennsku hans. Máni á mjög erfitt með að segja nei og tekur því oft á sig of mörg verkefni. Sem leiða svo til þess að hann hefur ekki eins mik- inn tíma og æskilegt væri til að sinna sínum nánustu. Hlédrægi sögumaðurinnTil dæmis kom sonur Svavars Guðnasonar til að vitna um að verk eftir föður hans væru fölsuð. Hann fletti í gegnum stafla „Svavars-verka“ og úrskurðaði þau eitt af öðru fölsuð. En sækjandi hafði ekki gætt að sér því eitt verk eftir Svavar óum- deilanlega hafði óvart slæðst með í bunkann. Og var af syninum umsvifalaust dæmt falsað.“ (Úr grein Jakobs Bjarn- ars Grétarssonar í Fréttablaðinu 27. október 2006) Hjá rannsóknarlögreglu ríkisins var ég spurður: „Telur þú þetta verk vera föður þíns? Þú ert beð- inn um að svara aðeins já eða nei.“ Það var gert um 56 sinnum, blá- kalt fjárans nei. Það kom fyrir að hik kom á mig og sagði ég þá eitt- hvað eða reyndi að tjá mig til þess að vinna tíma, því mér fannst ég hafa séð þetta áður. Þetta var 3-4 sinnum. Það kom í ljós síðar, þegar ég rifjaði ýmis- legt upp, að ég hafði séð þetta áður. Ein mynd sem var túss- mynd, merkt DK15 að mig minnir. Það er hin „óumdeilanlega“ mynd eftir föður minn. Var gerð af félögunum í Cobra. Hann var spurður „hvers hann saknaði mest frá Danmörku?“ Svarið kom strax: „Grís með hausinn á fatinu líka.“ Þá var ég og spurður sömu spurninga í héraðsdómi og gat svarað strax nei. Auk upplýs- inga um vissa hluti sem snertu eignarhluta minn, vottorð frá Ragnari Hall með hverri mynd og skráning mynda frá mér. Eitt ber að hafa í huga, sérhver mynd á sér höfund(a). Ég er ekki refsiglaður og ræði ekki frekar en áður um falsanir. Það eru ósann- indi blaðamanns. Ég ber af mér ósannindi. Ekki óska ég blaða- manni sjö ára martraðar sem ég lifði. Þann tíma tók þetta mál. Í svona málum taka allir á sig. Raka- laus ósannindi til frekari pyntinga þoli ég ekki. Höfundur er sonur Svavars Guðnasonar málara. Málverkamaraþon Ég ber af mér ósannindi. Ekki óska ég blaðamanni sjö ára martraðar sem ég lifði. Þann tíma tók þetta mál. Þegar Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-son, núverandi borgarstjóri í Reykjavík, var í kosningabáttunni lofaði hann því margoft að ef hann kæmist að þá skyldu málefni eldri borgara vera í algjörum forgangi. Ég er eldri borgari og satt að segja leist mér ekki á svona kosninga- loforð úr þessari áttinni, enda reyndist ótti minn réttur. Nú þegar er búið að hækka dvalarkostnað minn um 10.000 kr. og mig munar um það. Mér finnst einnig skatturinn fara virkilega illa með okkur elli- lífeyrisþega. Sem dæmi um mig get ég nefnt þetta: Ég bjó í Sví- þjóð í fjórtán ár. Fór út til Sví- þjóðar árið 1979 eftir skilnað. Ég er sjómaður og var á sænskum skipum þennan tíma. Ég gifti mig aftur og var alfarið búandi í Sví- þjóð þennan tíma. Ég fékk ellilíf- eyri frá Svíum fyrir þennan tíma. Þegar ég kem aftur til Íslands (1994) og geri mína skattskýrslu þá vill skatturinn alltaf skatt- leggja lífeyris- greiðslur frá Svíþjóð með hinum. Bókari, sem gerði skatt- skýrsluna fyrir mig, fletti upp í íslenskum lögum og fann þar grein sem sagði að bannað væri að tví- skatta innan Norðurlandanna. Við sendum kæru til ríkisskattstjóra en svarið var: Jú, það er rétt að það er bann- að að tvískatta innan Norðurland- anna. En það var allt í lagi að leggja á (þá sænsku) ef það heitir bara eitthvað annað en skattur, til dæmis tekjutenging og svo fram- vegis. Síðan ég kom frá Svíþjóð hef ég skipt þessum sænsku peningum yfir í íslenska þannig að eitthvað fær nú íslenska ríkið í sinn hlut af þessum peningum frá Svíþjóð. Samanlagt finnst mér þetta vera ærinn skattur á ellilífeyrisþega. Ég borga 36,72% skatt af tekjum (ætti að vera 10% fyrir ellilífeyr- isþega). Nú er alltaf verið að bera sig saman við Norðurlandaþjóðirnar. Ég er hundrað prósent viss um að Ísland slær hinum Norðurlanda- þjóðunum rækilega við með fáum háum sköttum á ellilífeyrisþega. Þetta er tví- og þrísköttun. Í fyrsta lagi skattleggja Svíar (hóflega þó), síðan Íslendingar og síðan pening- arnir frá Svíþjóð, sem fara út í þjóðfélagið. Höfundur er ellilífeyrisþegi á Hrafnistu í Reykjavík. Skattlagning ellilífeyris 2495- GÓLFLAMPI Litir: Gylltur og kopar VIÐ FELLSMÚLA GÓLFLAMPAR 3995- GÓLFLAMPI, TVÖFALDUR Litir: Kopar, gylltur og stál 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.