Fréttablaðið - 16.12.2006, Side 44

Fréttablaðið - 16.12.2006, Side 44
S igurjón Einarsson var ekki tíðindalítill klerk- ur og svo mjög fór framganga hans fyrir brjóst Moggamanna í kalda stríðinu að hann hlaut viðurnefnið „rúbluprestur“ þar á síðum. Fréttablaðið birtir hér brot þar sem greinir frá þver- móðsku goðsagnarinnar Gísla á Uppsölum – þess hins sama og Ómar Ragnarsson gerði að þjóð- hetju meðal landsmanna. Kaflinn sem hér birtist finnst um miðbik bókarinnar (212-213) en þar greinir frá aðdraganda lýð- veldiskosninganna þar sem skyldi kjósa um sambandsslitin og stjórn- arskrána. Pabbi Sigurjóns var þá nýorðinn hreppstjóri en hverjum hreppi var það mikið metnaðar- mál að kosningaþátttaka yrði sem allra mest. Skipti hvert atkvæði máli þá var það einmitt þar og þá – á lýðveldisvorinu mikla 1944. „Það voru kosningadagar á Fífu- stöðum. Þegar líða tók á seinni kjördaginn var sýnilegt að kjör- sókn yrði mjög góð, kannski 100%. Einn ætlaði þó ekki að kjósa, Gísli Gíslason á Uppsölum sem Ómar Ragnarsson gerði löngu síðar landsfrægan. Gísli var meinhorn, gerði sveitungum sínum oft gramt í geði og bræður hans komu engu tauti við hann. Þessi ár átti hann í stríði við nágranna sína, þá Árna Magnússon á Fremri-Uppsölum og Jens, föðurbróður minn, í Sel- árdal. Þessi óvild var sprottin af hjónabandshugleiðingum en báðir áttu þeir Árni og Jens gjafvaxta dætur. Gísli hafði beðið beggja en fengið hryggbrot. Sökina taldi hann feðranna og hefndi sín á þeim. Hann hefndi sín á Jens eins og fyrr var frá sagt með því að kasta þurrum mó, sem Jens átti, ofan í mógrafirnar og eyðileggja fyrir honum votabatterí. „Sama vorið veittist Gísli að Árna, granna sínum, sem svaraði því til að réttast væri að rassskella hann. Með fulltingi Sigurðar, bróður síns, veittu þeir bræður Árna fyrirsát og höfðu hann undir þótt Árni væri tveggja manna maki. Sigurjón, bróðir Árna, og Reynir, frændi minn á Kirkjubóli, áttu leið um víg- völlinn. Þetta var snemma vors, snjór á jörð og mikil umbrot í snjónum sem sýndu að tekist hafði verið á af hörku. „Sleppið honum,“ sagði Sigurjón þegar þeir komu þar að sem þeir Uppsalabræður lágu ofan á Árna. „Við sleppum honum aldrei,“ sagði Gísli. „Þetta er vitlaus maður.“ „Ég segi, sleppið honum,“ sagði Sigurjón aftur, „ann- ars verðum við að láta kenna aflsmunar.“ Þá slepptu þeir Árna sem reis upp illa verkaður og sendi þeim tóninn. Áflog þessi höfðu nokkur eftirköst. Efnt var til sátta- fundar á Fífustöðum en pabbi var formaður sáttanefndar. Eftir nokk- urt japl og jaml og fuður tókst að sætta nágrannana. Þarna sátu þeir, óvinirnir, við kaffiborðið heima, og gutu augum hvor á annan. Gísli hafði stuttan stans en Árni sat leng- ur, spjallaði við foreldra mína og sagðist hafa fyrirgefið þessum vesaling, eins og hann komst að orði.“ „En nú voru lýðveldiskosningar. Bræður Gísla reyndu að lokka hann á kjörstað en hann var þver og fór hvergi. Kjörsókn var orðin slík að ef hann kysi yrði hún 100% í Ketildalahreppi. En hvað skyldi gera? Að ráði hinna vitrustu manna var lagt til að pabbi riði út að Uppsölum og gæfi honum kost á að kjósa utan kjörstaðar. Kjör- stjórnin ætlaði að hinkra við og loka ekki kjörkössum fyrr en pabbi kæmi úr „Bjarmalandsferð- inni“. En Gísli sat við sinn keip. Hann trúði pabba fyrir því að hann væri jafnaðarmaður og vildi sýna félögum sínum í Danmörku sam- stöðu, bíða með sambandsslitin þar til stríðinu lyki. Þetta taldi pabbi fullgild rök þó flest okkar teldu það fásinnu, upptendruð af frelsisbaráttunni og sigri hennar.“ (Millifyrirsagnir eru blaðsins.) Þvermóðska Gísla á Uppsölum „Bræður Gísla reyndu að lokka hann á kjör- stað en hann var þver og fór hvergi. Kjör- sókn var orðin slík að ef hann kysi yrði hún 100% í Ketildala- hreppi.“ Komin er út bráðskemmtileg bók, Undir hamra- stáli, eftir Sigurjón Einarsson sem lengstum var prestur á Kirkjubæjarklaustri. Í broti úr bókinni greinir frá þeirri sérkennilegu þrjósku sem ein- kenndi Gísla á Uppsölum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.