Fréttablaðið - 16.12.2006, Page 48

Fréttablaðið - 16.12.2006, Page 48
sinna vébanda,“ segir hann. Séra Þorbjörn Hlynur segir það mikil- vægt að jafnstórt trúfélag hafi um sig rammalöggjöf svo Alþingi geti gripið inn í telji það þjóðkirkjuna fara villu vegar. „Trúin, með góðu og vondu, er að verða afl að nýju í Evrópu,“ hefur AP fréttastofan eftir Gerhard Robbers, prófessor í guðfræði við háskólann í Trier í Þýskalandi. „Tímabil hins veraldlega er að líða undir lok og nýtt landslag er að koma í ljós,“ segir hann. Margir halda því þó fram að landslagið sé torfært. Þyngdar- punktur Evrópusambandsins er ekki lengur bundinn við norðan- verða Evrópu, þar sem kirkjusókn er á miklu undanhaldi og trúará- hrif fara þverrandi. Þegar Evrópusambandið stækk- aði 2004, var innlimaður í það stór hluti Austur-Evrópu. Í hinum nýju aðildarríkjum hefur rödd kirkj- unnar fengið sífellt meiri hljóm- grunn í samfélaginu eftir að hafa verið þögguð niður um langa hríð vegna áhrifa kommúnismans. Þetta á sérstaklega við um róm- versk-kaþólsku kirkjuna og rétt- trúnaðarkirkjuna. Mörg hinna nýju aðildarríkja voru meðal hinna háværu radda sem kröfðust þess að guð eða kristni yrði á einhvern hátt innlimuð í hina nýju stjórnarskrá Evrópu- sambandsins, en tókst ekki. Stjórn- arskránni var síðan hafnað í þjóð- aratkvæðagreiðslu í Frakklandi og Hollandi í fyrra. Evrópusamband- ið vonast til þess að hægt verði að hefja stjórnarskrárferlið að nýju og hafa sumir framámenn sett mark sitt á 2008. Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, sagði fyrr á þessu ári að kristni hefði mótað Evrópu á mjög ákveðinn hátt og því ætti að endur- spegla það í stjórnarskránni. Í sameiginlegri yfirlýsingu sinni í Tyrklandi í síðasta mánuði bentu Benedikt XVI páfi og yfir- maður rétttrúnaðarkirkjunnar, Bartólomeus I, á nauðsyn þess að vernda rætur kristninnar í evr- ópskri menningu. Um leið þyrfti að taka öðrum trúarbrögðum með opnum huga og því menningarlega framlagi sem þeim fylgja. Þessi skilaboð eiga samhljóm í nokkrum hægrisinnuðum stjórn- málaöflum, svo sem Frelsisflokkn- um í Austurríki og breska þjóðar- flokknum. Þeir nýta sér umræðuna um mikilvægi kristninnar til þess að ala á ótta almennings við stækk- un múslimasamfélaganna og umsókn Tyrkja um aðild að Evr- ópusambandinu. „Vandinn sem klýfur Evrópu er af menningarlegum toga. Kristin sjálfsmynd þess hefur útvatnast,“ hefur AP fréttastofan eftir hátt- settum fylgismanni Benedikts XVI og Bartólomeusi I, á meðan á þriggja daga fundi þeirra stóð í Vín í Austurríki í maí. Viðhorfin virðast þó á leið í aðra átt og lítur út fyrir að skýr vilji sé fyrir því að slíta á milli, eða að minnsta kosti aðgreina enn betur, þau fáeinu tilfelli þar sem enn eru bein tengsl milli ríkis og kirkju. Yfirmaður grísku rétttrúnaðar- kirkjunnar. Kristódolus erkibisk- up, hefur skýrt frá því að hann myndi ekki vera mótfallinn „flau- elsaðskilnaði“ ríkis og kirkju, sem myndi leyfa kirkjunni að halda skattaívilnunum og öðrum fríðind- um en myndi koma í veg fyrir að kirkjunnar menn yrðu að taka þátt í stjórnmálalegum athöfnum svo sem að sverja ráðamenn í emb- ætti. Prestar í Bretlandi hafa smám saman hætt að biðja fyrir kon- ungsfjölskyldunni í messum, en drottningin er höfuð ensku kirkj- unnar. Þykir þetta sýna að brestir eru að myndast í sambandi ríkis og kirkju, sem gætu orðið enn meiri ef Karl krónprins verður konungur því ósætti er innan kirkjunnar um að hann hafi skilið og gifst aftur. Norðmenn hófu umræður um það í apríl síðastliðnum, hvort aðskilja ætti ríki og kirkju eftir 469 ára tímabil þar sem lúterstrú hefur verið opinber trú. Nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar mælti með aðskilnaði en af honum getur ekki orðið fyrr en 2014 vegna þess að breyta þarf stjórnarskránni. Svíar slitu endanlega milli ríkis og kirkju fyrir sex árum. „Við erum að verða vitni að Evrópu eftir kristni,“ hefur AP fréttastofan eftir Jonathan Bartley, forstjóra Ekklesia, fyrir- tækis sem sérhæfir sig í trúarleg- um og samfélagslegum rannsókn- um. „Engin rök eru fyrir því í augum almennings að viðhalda sambandi ríkis og kirkju þar sem það er enn gert. Það kemur að því að skilið verður á milli,“ segir hann. Hvað sem verður á komandi ára- tugum, þá er það ljóst að sérfræð- ingar spá því að trúarhópar reyna í auknum mæli að hafa áhrif á opinbera stefnu eftir því sem Evr- ópa verður fjölbreyttari og fjöl- menningarlegri, ekki síst hvað varðar trúarbrögð. „Hvernig sem það mun fara fram, þá ætti slík umræða að geta orðið til þess að ný sýn og nýjar til- lögur um opinbera stefnumótun ættu að ná í gegn um hina nei- kvæðu umræðu sem tröllríður öllu,“ sagði þýski guðfræðingur- inn Konrad Raiser á kirkjuheims- Samkomulag sem gert var milli ríkisins og þjóðkirkj- unnar gerir ráð fyrir að ríkis- sjóður greiði laun presta. Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason, prófastur á Borg á Mýrum, sem jafnframt var formaður nefndarinnar sem gerði sam- komulagið segir að í með því hafi verið ákveðið að kirkjan afhenti ríkinu kirkjujarðirnar og þess í stað greiddi ríkissjóður laun presta, starfsmanna biskupsstofu, vígslubiskupa og biskups. „Jarðirnar sem kirkjurnar áttu voru alls fimm hundruð talsins og stóðu áður undir þjónustunni, borguðu meðal annars laun presta,“ segir Sr. Þorbjörn Hlynur. Hann segir þá fullyrðingu sem Fríkirkjan hafi haft í frammi, að hún eigi einhvern hlut í þessum jörðum, einfald- lega ranga. „Fyrsti hluti þessa samkomulags var gerður árið 1907 og ekki mótmæltu Frí- kirkjumenn þá. Það er hægt að vísa þessu á burt sem atvinnu- rógi gagnvart þjónum kirkjunn- ar, að kirkjan njóti einhverra peningalegra forréttinda. Það er einfaldlega rangt,“ segir hann. Spurður hvort hann telji að ganga megi lengra í aðskilnaði ríkis og kirkju segir hann að það sé sjálfsagt hægt. Til þess að svo mætti verða yrði að nema lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar frá 1997 úr gildi og hefði Alþingi þá ekkert um það að segja hvernig kirkjan þróaðist. Þá þyrfti að nema úr gildi stjórnarskrárákvæði sem kveður á um að evangelísk- lútersk kirkja skuli vera þjóðkirkja. „Þetta ákvæði er í sjálfu sér mjög merkilegt. Það gefur ríkisvaldinu færi á því að grípa inn í málefni kirkjunnar og leiðrétta þau ef talin er þörf á,“ segir hann. „Það er mjög lúterskt sjónarmið, að ef almannavaldi finnst þjóðkirkjan til að mynda ekki lengur starfa í anda evangelískrar-lúterskrar kenningar er hægt að taka á því,“ segir séra Þorbjörn Hlynur, en bætir því við að það sé reyndar annað mál hver eigi að meta að svo sé. „Þetta stjórnarskrárákvæði byggir á þeirri forsendu siðbótar- innar að almannavaldið, almenn- ingur í kirkjunni eða hið verald- lega, hafi um það að segja hvernig kirkjan er en ekki eingöngu hin lærða stétt í kirkjunni,“ segir hann. „Það er því alveg fráleitt að þetta ákvæði í lögunum geri kirkj- una að einhverri ríkiskirkju,“ segir Sr. Þorbjörn Hlynur. Atvinnurógur gagnvart þjónum kirkjunnar Sr. Hjörtur Magni Jóhannesson fríkirkjuprestur segir að breyta þurfi lögunum sem sett voru 1997 um samkomulag ríkis- ins og þjóðkirkjunnar, þar sem ekkert tillit var tekið til annarra trúfélaga. „Það að eitt trúfélag af mörg- um fái marga milljarða frá ríkinu árlega skapar þvílíkt ójafnvægi að það setur þessi mál á svið fáránleikans,“ segir séra Hjört- ur. Sr. Hjörtur bendir á að Frí- kirkjan í Reykjavík hafi starfað sem evangelísk-lútersk kirkja í rúma öld. Í stjórnarskránni segi að hin evangelíska-lúterska kirkja skuli vera þjóðkirkja á Íslandi og skuli ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Þrátt fyrir þetta ákvæði fái þjóðkirkj- an um tveimur milljörðum hærri framlög frá ríkinu en öll önnur trúfélög samanlagt. Samkvæmt fjárlögum ríkisins 2006 nema greiðslur ríkisins til þjóðkirkjunnar alls rúmum 3,8 milljörðum króna á árinu. Í þeim felast sóknargjöld, greiðslur í kirkjumálasjóð, kristnisjóð, jöfn- unarsjóð sókna og tæpra 1,4 millj- arða króna greiðsla til biskups Íslands. Samkvæmt fjárlögunum eru greiðslur til annarra trúfé- laga 205 milljónir á árinu í formi sóknargjalda, eða alls um rúmum 3,6 milljörðum krónum lægri en samanlagðar greiðslur til þjóð- kirkjunnar. Sr. Hjörtur segir að þjóðkirkj- an haldi því fram að gagnrýni hans á málefni kirkjunnar sé sett fram vegna þess eins að hann sækist eftir meiri fjármunum frá ríkinu. „Það er langt frá sannleik- anum,“ segir séra Hjörtur. „Við erum ekki að biðja um að verða önnur ríkisstofnun. Eitt af mark- miðum Fríkirkjunnar, þegar hún var stofnuð, var að fullur aðskiln- Ætlum ekki að verða önnur ríkisstofnun þingi í Genf á mánudaginn. „Við búum í sundruðum heimi og kirkj- an á sinn þátt í því,“ sagði hann. Aðspurður segist séra Hjörtur telja að umræðan um aðskilnað ríkis og kirkju hér á landi þokist áfram og segist hann telja að aðskilnaður geti orðið að veru- leika. „Það mun verða um áratugar- langt ferli. Þær miklu greiðslur sem renna til þjóðkirkjunnar myndu dreifast á öll trúfélög. Leyfa ætti söfnuðum að greiða laun presta, enda er það í anda evangelísku-lútersku kirkjunnar,“ segir hann. „Ég vil að hér verði kristileg umgjörð trúfélaga en ekki ranglát og ókristileg eins og nú er. Þjóð- kirkjan hefur alið á þeim ótta að ef skilið yrði á milli ríkis og kirkju myndu Íslendingar afkristnast. Það lýsir vantrausti þeirra á það hversu trúaðir Íslendingar eru og jafnframt framgöngu og árangur íslensku þjóðkirkjunnar í trúar- málum,“ segir hann. Séra Þorbjörn Hlynur er á öðru máli. „Fjármálaleg tengsl ríkis og kirkju hafa því miður verið afbök- uð,“ segir séra Þorbjörn Hlynur. „Þjóðkirkjan byggir starfsemi sína á sóknargjöldum sem inn- heimt eru af ríkinu.“ Einnig bend- ir hann á að hið sama gildi um önnur trúfélög. Sóknargjöld þeirra sem eru utan trúfélaga renna beint til Háskóla Íslands. Söfnuðirnir fá sóknargjöld til þess að standa undir rekstri og viðhaldi kirkna og launagreiðslum, annarra en launa presta þjóðkirkjunnar. „Í þessu fyrirkomulagi felst ákveðin sátt og yfirlýsing frá hinu opinbera um það að starfsemi trú- félaga er af hinu góða,“ segir séra Þorbjörn Hlynur. Þjóðkirkjan hefur eitt trúfé- laga á Íslandi aðgang að jöfnunar- sjóði sókna, sem séra Þorbjörn Hlynur segir að stærstum hluta kirkjubyggingarsjóð eða sjóð sem nýttur sé til kostnaðarsamra við- gerða. Þá sé hann stuðningur við fjölskylduþjónustu kirkjunnar og hjálparstarf kirkjunnar. Á fjár- lögum næsta árs er gert ráð fyrir að 340 milljónum verði varið til sjóðsins. „Það má vel vera sanngirnis- mál að önnur trúfélög hafi sam- bærilegan aðgang að sjóðum frá hinu opinbera en á móti kemur að þjóðkirkjan er skuldbundin til að þjóna allri þjóðinni. Við gerum engan mannamun á þeim sem skráðir eru í þjóðkirkjunna og þeim sem skráðir eru í önnur trú- félög eða utan þeirra,“ segir séra Þorbjörn Hlynur. Evrópa er sú heimsálfa sem er hvað mest andsnúin kristinni trú en það er meðal annars vegna þess að þar hafa verið nánari tengsl milli ríkis og kirkju en tíðkast annars staðar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.