Fréttablaðið - 16.12.2006, Síða 54

Fréttablaðið - 16.12.2006, Síða 54
Bragi Guðlaugsson, eigandi Nýju bónstöðvarinnar, segir gott að hafa nokkur atriði hugföst við bílaþrif á þessum árstíma. „Að ýmsu þarf að huga varðandi bílaþrif á veturna,“ segir Bragi. „Má þar fyrst nefna þrif á felgum, en algengt er að tjara og salt grafi sig inn í álfelgur. Því er mikilvægt að hreinsa þær reglulega, en þar kemur olíu- og tjöruhreinsir að góðum notum.“ Bragi segir umhirðu á lakki ekki síður mikilvæga á þessum árstíma. „Ég mæli með því að lakk- ið sé húðað, til að mynda með tefl- on-húð sem er ein besta lausnin. Hún er einfaldlega borin á bílinn og látin þorna. Því næst er hún bónuð. Þá þarf ekki að tjöruhreinsa allan bílinn, í mesta lagi nokkur svæði, eins og sílsa og bretti. Ekki er ráðlagt að nota of mikið af tjöru- hreinsi þar sem hann étur upp bónið. Ekki heldur að bera á bílinn undir berum himni þar sem tjöru- hreinsir verður þá svo þykkur að hann vinnur ekki á efninu. Ráðlagt er að gera það við góðan hita, inni í bílskúr svo dæmi sé tekið.“ Bragi segir þetta þó allt saman spurningu um ásigkomulag bíls- ins, hvort hann sé hreinn eða óhreinn. Telur hann kústinn koma að betri notum en svamp í fyrra tilvikinu, því séu sandkorn á bíln- um er hætta á að þau festist í svampunum en þau festast ekki í kústinum. Svampur henti aftur á móti betur á dökka eða sanseraða bíla þar sem kústur getur rispað þá. Í síðara tilvikinu sé nauðsyn- legt að bera tjöruhreinsi á bílinn og láta hann liggja á honum, en sleppa kúst og svampi. „Ekki skiptir síður máli að halda bílnum hreinum að innan enda líkur á að fólk dragi slabb með sér inn í hann í þessari veðr- áttu,“ heldur Bragi áfram. „Það er til að mynda heillaráð að bera tjöruhreinsi á bílamotturnar og skrúbba með kústi til að halda þeim hreinum. Við það geta þær orðið ljósari, en þá er gott að bera mælaborðshreinsi á þær til að end- urheimta fyrri lit. Þá verða þær heldur ekki sleipar. Plastmottur eru bestar og máli skiptir að hella reglulega úr þeim, því annars glata þær hlutverki sínu.“ Þá segir Bragi best að djúp- hreinsa sæti til að ná óhreinindum burt og gildi þá einu hvers konar bletti eigi að fjarlægja. „Vilji menn losna við för í sætum, til dæmis undan barnabílstólum, skiptir máli um hvernig áklæði er að ræða. Djúphreinsun ætti í flest- um tilvikum að geta lagað förin, nema á leðri, sem getur hæglega rispast vegna þess hversu við- kvæmt það er. Svo er um að gera að setja teppi eða koddaver undir barnabílstóla til að koma í veg fyrir að för myndist í sætum.“ Besta leiðin við bílaþrif Bílexport á Ísland ehf. www.bilexport.dk • boas@bilexport.dk Upplýsingar gefur Bóas Eðvaldsson 0049 1752711783 • 0049 4608607333 Renders árg 1997
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.