Fréttablaðið - 16.12.2006, Page 102

Fréttablaðið - 16.12.2006, Page 102
! Kl. 13.00Nú er kallað til fundar við Huldu Vilhjálmsdóttur myndlistarmann og listheim hennar í Nýlistasafninu. Haraldur Jónsson listamaður og Jón Proppé gagnrýnandi fjalla um verk Huldu í kompaníi við áhorfendur. Söngkonan Lay Low og Sigtryggur Baldursson flytja tónlist og léttar veitingar verða í boði. Karlakór Reykjavíkur heldur sína árlegu aðventutónleika í Hallgrímskirkju um helgina, tvennir tónleikar verða í dag og einir til á morgun. Kórinn söng á sínum fyrstu tónleikum á aðventu árið 1993 og eru þeir orðnir ómissandi viðburður í hugum fjölmargra Íslendinga enda hafa þeir verið haldnir árlega hin síðari ár. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er Gissur Páll Gissurar- son tenór sem stundað hefur söngnám á Ítalíu. Lenka Matéóva mun leika á orgel auk þess sem trompetleikar- arnir Ásgeir Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson koma fram með kórnum. Stjórnandi kórsins er Friðrik S. Kristinsson. Miðaverð er kr. 2.500 og eru miðar seldir í Penn- anum í Kringlunni og verslunum Eymundsson í Austurstræti og í Smáralind auk þess sem hægt er að kaupa miða í Hallgrímskirkju fyrir tónleikana. Fyrri tónleik- arnir í dag hefjast kl. 16 og hinir síðari kl. 22. Unaðstónar á aðventu Mættir Max og Mórits Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands verða haldnir í Háskóla- bíói í dag en sveitin hefur í rúman áratug kappkostað að koma lands- mönnum í hátíðarskap með aðstoð góðra gesta. Einleikari á tónleik- unum nú er ungur fiðluleikari, Hulda Jónsdóttir, sem stundar nám við Listaháskóla Íslands undir leiðsögn Guðnýjar Guðmundsdóttur, konsertmeistara Sinfóníunnar. Hulda er aðeins fimmtán ára gömul og er yngsti nemandinn sem hefur verið tekinn inn í Listaháskólann frá stofnun skólans en hún er á svo- kallaðri diplómabraut sem stofn- uð var fyrir unga framúrskar- andi hljóðfæraleikara. Hulda leikur í fyrsta sinn með Sinfóníu- hljómsveitinni. „Þetta leggst ósköp vel í mig, þetta er mjög spennandi og mik- ill heiður fyrir mig,“ segir Hulda. „Ég leik verk eftir Wieniawski, Polonaise de concert op. 4. nr. 1 í D-dúr, sem er svona glansstykki, virtúósaverk sem sýnir til dæmis tæknilega getu hljóðfæraleikar- ans.“ Hulda leikur á fiðlu sem smíðuð var af Vincenzo Sannino í kringum árið 1920, en Victor Fetique gerði bogann. Hvort tveggja hefur hún að láni frá Rachel Elizabeth Barton-stofnun- inni í Chic-ago. Á jólatónleikunum koma einn- ig fram nemendur úr Listdans- skólanum og dansa við Hnotu- brjót Tsjajkovskíjs. Danshöfundur og kennari stúlknanna er Sigríður Guðmundsdóttir, kennari í klass- ískum listdansi við Listdansskóla Íslands. Kynnir á tónleikunum er Margrét Örnólfsdóttir en stjórn- andi Bernharður Wilkinson. Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 14 en hinir síðari kl. 17. Nánari upplýsingar er að finna á heima- síðunni www.sinfonia.is. Hátíðlegt við Hagatorg Þórunn Guðmundsdóttir syngur eigin jólalög undir yfirskriftinni Það besta við jólin í tónleikaröð- inni 15:15 í Norræna húsinu á morgun. Einnig munu félagar úr leikfélaginu Hugleik flytja leik- þáttinn Ein lítil jólasaga og jólasöngleikinn Mikið fyrir börn eftir Þórunni. Listakonan fjölhæfa gaf út jólalagadisk- inn Það besta við jólin með lögum sínum og textum í fyrra og flytur hún nokkur þeirra í bland við nýsmíðar á tónleikunum. Mörg lag- anna eru á létt- um nótum og fjalla um allt það skraut- lega lið sem tengist jólun- um. Ástin kemur við sögu, en þarna birtast einnig dekkri hliðar jólanna og jafnvel gráglettinn húmor þar sem frekjudósir fá makleg málagjöld. Með Þórunni leika valinkunnir tónlistarmenn, Þröstur Þorbjörns- son gítarleikari, Hjörleifur Vals- son fiðluleikari og Gunnar Hrafnsson, bassaleikari. Tónleikarnir hefjast að sjálfsögðu kl. 15.15. Lög á léttum nótum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.