Fréttablaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 106

Fréttablaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 106
Lofsvert framtak að gefa út kveð- skap Jóns Arasonar biskups. Kemur nú fyrsta sinni á bók í heild sinni – með vönduðum skýringum Kára Bjarnasonar og greinargóð- um inngangi Ásgeirs Jónssonar. Rétt þó að hræða ekki lesandann: þótt næstum 500 ára sé er þetta einkar aðgengilegur kveðskapur, öllum auðskiljanlegur, jafnt orð- færi sem erindi, án nokkurrar þekkingar annarrar en barnaskóla- lærdóms í biblíusögum. Bara að skella sér útí og stíga á vatnið með Jesúsi og Jóni, maður flýtur einsog ekkert sé. Nú er vitaskuld átt við þann kveðskap sem eignaður er Jóni, því með fræðilegri fullvissu er hvergi stafur á bók (handriti) sannarlega Jóns. Óljóst ætternið klagar hins- vegar hvorki uppá Jón né kveð- skapinn, báðum er búbót að hinum. Ekki síst er kveðskapnum hald í Jóni því sá síðarnefndi er vissu- lega þjóðhetja, lýðkær með ein- dæmum í lífi og eilífð, eiðsvarinn landi og þjóð, en vísast meiri dans- ari en skáld. Þó umfram allt: písl- arvottur og tragísk hetja. Öxin geymir Arason í vitund þjóðarinn- ar, ekki orðið, og verður svo áfram þráttfyrir þessa ágætu bók. Dansari var Jón bæði í klassísk- um og „kúnderskum“ skilningi („reyndur popúlisti“ segir Ásgeir í inngangi – það er nánast kúnderski skilningurinn: sjálfsdýrð sviðs- ljóssins) og sté sporið í lífi og list Drottni sínum til framdráttar. Þá var hann tónlistar- og gleðimaður. Sér því stað í trúarkveðskap hans engu síður en þeim veraldlega – ekki alveg óskyldur því fagnaðar- erindi sem sértrúarsöfnuðir nútím- ans nefna „í stuði með guði lög“ – og fer vel á því að dilla sér í huganum undir lestri, jafnvel snúa sér í hring. Grínlaust: andlegur kveðskapur síðustu alda kaþólskunnar á Íslandi var nátengdur tónlist og dansi og sjálft helgihaldið rokkandi fjörugt. Rök hníga að því. (Danakóngur og Lúter gáfu síðan andskotanum einkarétt á syndinni og saman kváðu þeir dansinn í kútinn svo kirfilega að ekki mátti sletta úr klaufinni uppí vindinn í hafátt að Bessastöðum & biskupum vorum siðbættum um aldir ánþess að brenna í Víti og Höfn fyrir vikið, bækur og menn. Sígild söguskýr- ing). Önnur saga. Öll gætu þessi kvæði í upphafi hafa verið danslagatextar og alveg óvíst að höfundur hafi litið á sig sem „skáld“ (og alls ekki í hátíðleg- um skilningi). Því gerir hann – að aldasið – hvorki tilraun til sjálf- stæðrar úrvinnslu efnisins né áber- andi skáldlegra tilþrifa: hann ein- faldlega færir heilaga ritningu í sönghæfan dansbúning – og gerir það svo átakalaust að enn má njóta með öllum kropp. Ekki misskilja mig: Jón var vitaskuld einlægur trúmaður og ákall hans til Drottins ekkert grín. Trú kvæðanna er og verður þeirra aðall, þeim sem á trúa. En hvernig sem menn reyna að fara að því að bæta sér upp ládeyðu „miðaldarinnar“ (ca 1350-1650), „brúa bilið“, „rjúfa ekki samheng- ið“, rekast menn alltaf vængjalaus- ir á sama búkolluvegginn: allur varðveittur kveðskapur tímabils- ins stendur – að skáldskapargildi – Lilju Eysteins og Passíusálmum Hallgríms óralangt að baki. Sjálf- sagt í lofsverðri útgáfu um (meint- an) kveðskap Jóns Arasonar að leiða rök að öðru með öllum mögu- legum bolum, enda bera þeir Ásgeir og Kári sig mannalega í þeim ójafna skessuleik. Orðan fellur, úti er þetta fræði. Amen. Amen! Endir verður á kvæði (105). Þannig slær biskupinn botn í sinn söng ... (stappaði niður fótun- um og sneri sér í hröng?). Síðkaþólskt gæðapopp Kammersveit Reykjavíkur efnir til hefðbundinna jólatónleika sinna í Áskirkju á morgun kl. 16. Að þessu sinni verða þetta miklir fjölskyldu- tónleikar, því Nardeau-fjölskyldan leikur öll einleik og að auki spila þær þrjár systur Ingólfsdætur ein- leikinn í Jólakonsert Corellis. Fjölskyldubönd hafa löngum þekkst í tónlistarheiminum. Mennt- un og þjálfun í tónlist hefur gjarn- an gengið mann fram af manni í stórum systkinahópum og ekki óal- gengt að tóngáfur erfist mann fram af manni. Óvenjulegt er að heil fjölskylda hafi tónlistina að ævi- starfi. Það er þó reyndin með Nar- deau-fjölskylduna, þar sem synir þeirra Guðrúnar og Martials hafa báðir ákveðið að helga sig tónlist- inni. Eru báðir lagðir á framabraut tónlistarinnar og leika með for- eldrum sínum á sunnudagstónleik- unum: Matthías hefur þegar lokið námi frá Tónlistarháskólanum í París og Jóhann, sem lauk prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík á liðnu vori, heldur nú til framhalds- náms, einnig í París. Hann er aðeins 18 ára gamall og ótrúlega efnilegur trompetleikari. Á efnisskránni eru verk eftir Johann Wilhelm Hertel, Jacques- Christophe Naudot, Antonio Vivaldi, Johann Sebastian Bach og Antonio Corelli. Jólatónleikar hjá Kammersveitinni Rithöfundurinn Steinar Bragi mun lesa upp úr bók sinni, Hið stór- fenglega leyndarmál Heimsins, í tóbaksversluninni Björk í Banka- stræti kl. 20.30 í kvöld. Einkennismerki tóbaksversl- unarinnar gæti verið mynd af leynispæjaranum Steini Steinarr, sem er aðalhetja skáldsögu Stein- ars Braga en í Hinu stórfenglega leyndarmáli Heimsins eru kynntir til sögu samnefndur leynispæjari og aðstoðarmaður hans, Muggur Maístjarna. Kvöld eitt birtist maður á heim- ili Steins, farþegi á skemmtiferða- skipinu Heiminum sem liggur í Reykjavíkurhöfn, og tilkynnir að voveiflegir atburðir muni gerast á skipinu innan skamms. Sem þeir og gera. Hver veit svo hvað gerist í Bankastrætinu? Steinar um Stein Steinar Stóra sviðið kl. 20:00 Afgreiðsla er opin kl. 12:30 – 18:00 mán. – þri. Aðra daga kl. 12:30 – 20:00. STÓRFENGLEG! eftir Peter Quilter Lau. 6/1, lau. 13/1 lau. 20/1, lau. 27/1. SITJI GUÐS ENGLAR eftir Guðrúnu Helgadóttur. Leikgerð Illugi Jökulsson. Fös. 29/12 kl. 20:00 uppselt, lau. 30/12 kl. 14:00 uppselt og kl. 17:00 uppselt, lau. 6/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 7/1 kl. 14:00 örfá sæti laus og kl. 20:00, lau. 13/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 14/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, lau. 20/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 21/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus. BAKKYNJUR eftir Evripídes Frumsýning 26/12 uppselt, 2. sýn. mið. 27/12 örfá sæti laus, 3. sýn. fim. 28/12 örfá sæti laus, 4. sýn. fim. 4/1 örfá sæti laus, 5. sýn. fös. 5/1 örfá sæti laus, 6. sýn. fim. 11/1 örfá sæti laus, 7. sýn. fös. 12/1 nokkur sæti laus, 8. sýn. fim. 18/1. LEITIN AÐ JÓLUNUM eftir Þorvald Þorsteinsson Í dag lau. 16/12 kl. 13:00 uppselt, kl. 14:30 uppselt og kl. 16:00 uppselt, sun. 17/12 kl. 13:00 uppselt, kl. 14:30 uppselt og kl. 16:00 uppselt, fös. 22/12 kl. 13:00 uppselt, lau. 23/12 kl. 13:00 uppselt. Leikhúsloftið SKOPPA OG SKRÍTLA eftir Hrefnu Hallgrímsdóttur Lau. 6/1 kl. 11:00 uppselt, kl. 12:15 og kl. 14:00, sun. 7/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00, lau. 13/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 14/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00 uppselt. Kúlan Smíðaverkstæðið kl. 20:00 PATREKUR 1,5 eftir Michael Druker. Lau. 6/1, lau. 13/1 nokkur sæti laus, lau. 20/1 Ath! Miðaverð aðeins 1.500 kr. fyrir nema gegn framvísun skólaskírteinis. Miðasala í síma 551 1200 og á netinu www.leikhusid.is Fæst nú á geisladiski í miðasölu Þjóðleikhússins og Hagkaupum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.