Fréttablaðið - 16.12.2006, Page 120

Fréttablaðið - 16.12.2006, Page 120
Japanski kastarinn Daisuke Matsuzaka varð í gær dýrasti japanski leikmaðurinn í sögu ameríska hafnaboltans þegar hann skrifaði undir risasamning við Boston Red Sox. Samningurinn er rúmlega 100 milljóna dollara virði og þar af fær leikmaðurinn 52 milljónir dollara í eigin vasa. Það eru miklir peningar í hafnaboltanum í Bandaríkjunum og gríðarlegar vonir eru bundnar við þennan moldríka 26 ára gamla Japana. Talið er að koma hans til Boston muni hafa gríðarlega mikil áhrif á efnahag borgarinnar og að búist við að minnsta kosti 20 þúsund ferðamönnum sem komi gagngert til að sjá hann leika hafnabolta. Ótrúlegur samningur Enskir fjölmiðlar greindu frá því í gærmorgun að bandaríska fjárfestingarfyrir- tækið Polygon og banki í Sviss hefðu fengið yfirtökutilboð sitt í Newcastle samþykkt. Var það talið nema tæpum 31 milljarði króna. Skömmu síðar sendi stjórn Newcastle frá sér tilkynningu þar sem kom fram að klúbburinn hefði ekki tekið neinu slíku tilboði. Ekki væri heldur neinn væntanlegur tilboðsgjafi að skoða bókhald félagsins eins og lög kveða á um. Yfirtökuboði ekki tekið Hinn grjótharði varnarmaður Chicago Bears, Tank Johnson, var handtekinn á fimmtudag eftir að sex byssur fundust á heimili hans og hafði hann ekki leyfi fyrir neinni þeirra. Johnson er lykilmaður í þeirra liði og gæti átt yfir höfði sér eins árs fangelsi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Johnson kemst í kast við lögin en Johnson fékk 18 mánaða skilorðs- bundin dóm í nóvember árið 2005 eftir að hann var handtekinn fyrir utan næturklúbb með skammbyssu í hendi. Hann var svo aftur handtekinn í febrúar síðastliðnum er hann lenti í slagsmálum fyrir utan næturklúbb. Handtekinn með sex byssur Dregið var í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í gær og er stórleikur umferðarinnar án efa viðureign Evrópumeistara Barcelona og Liverpool sem vann sigur í deildinni vorið 2005. Fyrri leikur liðanna verður á Nou Camp í febrúar en sá síðari á Anfield í byrjun mars. Af öðrum spennandi viðureignum má nefna að Real Madrid mætir Bayern München og Celtic gegn AC Milan. Þá fer Jose Mourinho með Chelsea til síns gamla félags, Porto, sem varð Evrópumeistari vorið 2004 undir stjórn Mourinho. Þá mætir Manchester United Lille og Arsenal dróst gegn PSV Eindhoven. „Við höfum engu að tapa,“ sagði Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, við fréttunum. „Barce- lona vann Meistaradeildina í vor og má því búast við afar erfiðum leik. Við höfum þó tvo mánuði til að undirbúa okkur fyrir þessa leiki. Allir segja að Barcelona sé með eitt besta liðið í heiminum þannig að það er undir okkur komið að framkalla óvænt úrslit. Við þurfum að búa okkur andlega undir það að mæta mjög góðum leikmönnum.“ Rafael Benitez stýrði Valencia áður en hann tók við Liverpool og gekk honum vel gegn Barcelona. „Ég hef reynslu af því að stýra liðum á Nou Camp og hefur mér gengið ágætlega. Vonandi breytist það ekki,“ sagði Benitez sem benti einnig á að sá stuðningur sem liðið fær á Anfield hafi einnig mikið að segja. „Aðalatriðið fyrir okkur er að við spilum síðari leikinn á heima- velli okkar. Það gæti reynst mikil- vægt atriði fyrir okkur.“ Arjen Robben viðurkenndi að Chelsea gæti lent í vandræðum með fyrrum lærisveina Mourinho í Porto. „Á þessu stigi keppninnar eru ekkert nema sterk lið eftir og þarf því að vinna lið eins og Porto. Það verður gaman fyrir stjórann að mæta liðinu sem og Paulo Ferreira og Ricardo Carvalho.“ Manchester United átti í erfið- leikum með Lille í fyrra er liðin léku saman í riðli þar sem United sat eftir. „Reynslan í fyrra var slæm en við erum með annað Unit- ed-lið í dag,“ sagði Alex Ferguson um andstæðinga liðsins. „Liðið er á uppleið og sífellt að bæta sig. Við vitum að þetta verður erfitt en við höfum bætt okkur mikið frá síð- asta tímabili.“ Arsene Wenger sagði að lykill- inn að sigri á þessu stigi keppninn- ar væri að vinna PSV í fyrsta leik liðanna í Hollandi. „Þetta verður mun erfiðara en margir búast ef til vill við. PSV er með gott lið sem komast í útsláttarkeppnina á nánast hverju ári og eru sífellt í toppbaráttunni í Hollandi. Við lærðum af viður- eignum okkar gegn Bayern München og Real Madrid á síð- asta tímabili að það ræðst oft af því hvernig maður spilar í fyrri leiknum um hvort liðið fari áfram.“ Eiður Smári Guðjohnsen og félagar hans í Barcelona munu þurfa að kljást við Liverpool í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Eigast þar við meistarar síðustu tveggja ára. „Höfum engu að tapa,“ segir Benitez. Ivan Campo, miðjumaður Bolton, segist dreyma um að fara aftur til Spánar. „Ég veit að fólk í Bilbao er að orða mig við Athletic. Þrátt fyrir að ég sé mjög ánægður hér þá er það draumur minn að skrifa undir hjá Athleti,“ sagði Campo en Bilbao hefur þá stefnu að hafa eingöngu Baska innan sinna raða. Dreymir um Athletic
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.