Fréttablaðið - 26.01.2007, Page 4

Fréttablaðið - 26.01.2007, Page 4
 Hár hráefniskostnaður, tollar og álögur eru ástæðan fyrir því að Ísland selur heimsins dýr- asta Big Mac-hamborgara. Til dæmis er nautakjötið meira en tvöfalt dýrara hér en erlendis og osturinn hátt í þre- falt dýrari. Þetta segir Magnús Ögmundsson, framkvæmdastjóri Lystar hf. sem rekur McDonald‘s-veitingastaðina. Fréttablaðið er um þessar mundir að vinna verðkannanir á ýmsum vörum hér á landi og í nágrannalöndunum í þeim tilgangi að sjá hver verðmunurinn er milli landanna og reyna að grafast fyrir um í hverju munurinn liggur. Í þetta skipti er Big Mac- hamborgarinn tekinn fyrir. Verðkannanir í Svíþjóð, Dan- mörku, Noregi og Bretlandi ásamt Íslandi leiða í ljós að borgarinn er 23 prósentum dýrari hér en í Nor- egi, 51 prósenti dýrari en í Dan- mörku, 56 prósentum dýrari miðað við Svíþjóð og heilum 89 prósent- um dýrari hér á Íslandi en í Bret- landi. Það þýðir að fyrir sömu upp- hæð og einn borgari kostar hér er hægt að fá tæpa tvo í Bretlandi. Jafnvel þótt litið sé lengra en til Norðurlandanna og Bretlands er Ísland ennþá í efsta sæti hvað varðar verð á Big Mac. Samkvæmt könnun bandarísku útgáfu tíma- ritsins The Economist á verði Big Mac í heiminum árið 2006 er hann dýrastur hér á landi. Noregur, sem er í öðru sæti, var dýrastur um stund í fyrra þegar krónan veikt- ist, en það varði ekki lengi. „Það er ekki eins og maður vilji eiga heimsmetið, en svona er þetta,“ segir Magnús. „Ég er að kaupa hráefn- in inn á mjög góðu verði en toll- arnir og flutn- ingskostnaðurinn hækka kostnað- inn upp úr öllu valdi. Nauta- kjötið er rúmlega hundrað pró- sentum dýrara hér en erlendis, brauðið er um fimmtíu prósentum dýrara og osturinn er tvö hundruð prósentum dýrari.“ Hann segir allt hráefnið í Big Mac hamborgarann koma að utan, en hætt var að nota íslenskt nauta- kjöt þegar mikill skortur var á því fyrir nokkru. Hráefnið er þess í stað keypt frá Þýskalandi, þar sem það er einna ódýrast í Evrópu. Dýrastur vegna tolla og hráefniskostnaðar Big Mac-hamborgarinn er hvergi dýrari en á Íslandi. Hér er hann 89 prósentum dýrari en í Bretlandi og rúmlega 50 prósentum dýrari en í Svíþjóð og Danmörku. Framkvæmdastjóri segir háan hráefniskostnað orsaka þetta vafasama heimsmet. Embætti lögreglu- stjóra höfuðborgarsvæðisins mun leita eftir úrskurði dómstóla í dag til að leggja hald á gögn um ætlaða barnaníðinga sem Stöð 2 hefur í fórum sínum, verði þau ekki afhent. Þetta segir Stefán Eiríks- son, lögreglustjóri höfuðborgar- svæðisins. Hann átti fund með forráðamönnum Stöðvar 2 í gær um málið. Gögnin urðu til við vinnslu fréttaþáttarins Kompáss, þar sem búin var til tálbeita á netinu. Dæmdur barnaníðingur, Ágúst Magnússon, sást í þættinum koma til að hitta, að því er hann taldi vera, unglingsstúlku. Lögreglan lagði hald á tölvubúnað mannsins strax sama kvöld að beiðni Fangels- ismálastofnun- ar. Þáttagerðar- menn hafa tjáð lögreglu að þeir séu með undir höndum upptök- ur af fjórum eða fimm einstakl- ingum öðrum sem svöruðu auglýsingu tálbeit- unnar með sama hætti og Ágúst. Þessi gögn vill lögreglan nú fá, en þátturinn sem byggist á þeim verður sýndur á sunnudagskvöld. Lögreglan á von á svörum í dag frá forráðamönnum Stöðvar 2 um afhendingu gagnanna. „Við teljum almannahagsmuni krefjast þess að við fáum þessi gögn í hendur og getum skoðað þau nánar til að leggja mat á næstu skref,“ segir lögreglustjóri. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað þarna er á ferðinni, en vísbending- arnar um það að nokkrir menn hafi áhuga á að komast í kynferðis- leg samskipti við börn eru nægi- lega miklar til þess að við stígum það skref sem við höfum nú ákveð- ið að stíga.“ Lögregla vill gögnin í dag Vladimír Pútín Rússlandsforseti bauð í opinberri heimsókn sinni til Indlands í gær að Rússar myndu byggja fjóra kjarnorkuofna þar í landi. Á fundum Pútíns með indverskum ráðamönnum leituðust báðir aðilar við að treysta vináttubönd landanna, sem voru bandamenn á dögum kalda stríðsins, einkum með heitstrengingum um að efla orku- og hermálasamvinnu. Pútín verður heiðursgestur við hátíðarhöld á þjóðhátíðardegi Indlands í dag. Rétt 57 ár eru frá stofnun indverska lýðveldisins, en í sumar verða 60 ár frá því þessi fyrrum stærsta nýlenda Breta hlaut sjálfstæði. Rússar bjóða kjarnakljúfa Sigurjón M. Egilsson, fyrrverandi ritstjóri Blaðsins, kvaðst ekki vilja tjá sig, þegar Fréttablaðið leitaði eftir því, um viðbrögð sín við því að stjórn Árs og dags ehf. hefði falið lögmanni að undirbúa skaðabótamál á hendur honum. Kristinn Bjarnason hæstaréttarlögmaður undirbýr nú málshöfðun á hendur Sigur- jóni og Janusi Sigurjónssyni, fyrrverandi ritstjórnarfulltrúa Blaðsins. Að sögn Kristins er bótakrafa á hendur hinum fyrrnefnda grundvölluð á brotum í starfi. Bótakrafa á hendur hinum síðarnefnda er grundvölluð á ólögmætum starfs- lokum á Blaðinu. Vill ekki tjá sig Fjórir Danir munu sæta ákæru vegna atviksins þegar tveimur íslenskum bræðrum lenti saman við flokk danskra ungmenna í bænum Hadsten í desember. Samkvæmt upplýsingum frá dönsku lögreglunni er enn verið að binda lausa enda við rannsókn málsins og ekki hægt að segja til um hvenær henni lýkur. Íslensku bræðurnir voru þrjá sólarhringa í gæsluvarðhaldi grunaðir um manndrápstilraun eftir að samskiptum þeirra við Danina lauk með því að eldri bróðirinn ók bíl á dönsku ungmennin. Nokkrir þurftu að fara á sjúkrahús, þar á meðal íslenski ökumaðurinn með sprungið milta eftir kviðspark frá Dönunum. Allir sem slösuðust hafa jafnað sig. Danirnir verða líka ákærðir Lögreglan á Ísafirði rannsakar mál þar sem ókunnug- ur maður hafði beðið um leyfi til að spjalla við unglingsstúlkur í gegnum MSN-spjallforritið. Viðkomandi beraði sig síðan í gegnum vefmyndavél sem birtist óvænt á tölvuskjánum. Lögreglan bendir á að slíkt geti varðað við kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Í tilkynningu frá lögreglu eru foreldrar ungmenna hvattir til að ræða við börn sín um spjall í gegnum netið og að tala aldrei við þá sem þau ekki þekkja, hvað þá gefa þeim einhverjar upplýsingar um sig. Beraði sig með vefmyndavél MARKAÐURINN Hafliði Helgason í hádegisfréttu Stöðvar 2 alla virka daga
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.