Fréttablaðið - 26.01.2007, Side 6

Fréttablaðið - 26.01.2007, Side 6
Enginn viðbættur sykur Engin viðbætt vítamín Engin rotvarnarefni Engin litarefni Engin bragðefni Knorr Vie 100% náttúrulegur ávaxta- og grænmetisdrykkur Úr hverri flösku af Knorr Vie fást 200 g af því besta og hollasta úr ávöxtum og grænmeti F í t o n / S Í A F I 0 1 9 8 9 7 Ferskt úr kæli víkingar& gyðingar 3 dansleikhúsverk og stuttmynd í Hafnarfjarðarleikhúsinu 26. og 27. janúar kl.20.00. Miðapantanir í síma 555 2222 og Good Company kynna: Hæstiréttur sýknaði í gær alla fjóra sakborningana í því sem eftir stóð af upphaflegu Baugsmáli og staðfesti þar með sýknudóm Héraðsdóms Reykja- víkur í málinu. Í þessum hluta málsins var Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, ákærður fyrir að hafa sett fram rangar eða villandi sér- greiningar í ársreikningum Baugs fyrir árin 1998 til 2001 með því að geta ekki lána til sín og tengdra aðila á viðskiptareikningum. Endurskoðendurnir Stefán Hilmar Hilmarsson og Anna Þórðar- dóttir voru ákærð fyrir að árita án fyrirvara ársreikningana, Stefán vegna áranna 1998 til 2001 en Anna vegna ársins 2001. Auk þess voru Jón Ásgeir og Kristín Jóhannesdóttir systir hans ákærð vegna innflutnings á tveim- ur bifreiðum. Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að hugtakið lán verði að skilgreina þröngt, þannig að félag teljist hafa veitt lán þegar það hafi látið peningaupphæð eða ígildi hennar af hendi gegn því að upphæðin verði síðar endur- greidd. Sækjandi byggði mál sitt á því að neikvæð staða á viðskiptareikn- ingum við áramót jafngilti láni. Hæstiréttur telur að fjölmargar hreyfingar á viðskiptareikningum beri það ekki með sér að um lán hafi verið að ræða og þar sem ákæruvaldið hafi ekki sundur- greint til hvers sé vísað beri að sýkna Jón Ásgeir af ákærum vegna ársreikninganna. Hæstiréttur telur þó mestu skipta að sakborningar hafi ekki verið spurðir nánar út í einstakar færslur á viðskiptareikningunum og málið ekki flutt með einstakar færslur í huga í héraðsdómi. Þar með hafi ákærðu ekki gefist kost- ur á að verjast ákærunum fyrir dómi og koma að eigin skýringum. Því sé óhjákvæmilegt að sýkna í þeim ákæruliðum sem snúi að árs- reikningum. Jón Ásgeir var einnig ákærður fyrir að koma sér undan því að greiða rúmlega 480 þúsund krón- ur í aðflutningsgjöld vegna inn- flutnings á Grand Cherokee-bif- reið árið 1999. Hæstiréttur taldi að ekki væri hægt að útiloka að mistök starfsmanna hefðu orsak- að að ranglega hefði verið staðið að innflutningnum og því bæri að sýkna Jón Ásgeir. Kristín Jóhannesdóttir, systir Jóns Ásgeirs, var ákærð fyrir að hafa komið sér undan því að greiða tæplega 612 þúsund krónur vegna innflutnings á bifreið. Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að ósamræmi hafi verið í frásögn vitnanna Jóns Ger- alds Sullenberger og bandaríska bílasalans Ivan G. Motta um inn- flutninginn, auk þess sem ekki sé ljóst hvaða verð hafi að endingu verið greitt fyrir bílinn. Því verði að fallast á þá niðurstöðu héraðs- dóms að sýkna Kristínu af kröfum ákæruvaldsins. Ákærðu í Baugsmáli sýknuð Hæstiréttur kvað í gær upp sýknudóm vegna sex ákæruliða í upphaflegu Baugsmáli. Meðal annars þótti ekki hafið yfir vafa að starfsmenn hefðu staðið ranglega að innflutningi á jeppa Jóns Ásgeirs. Sýknudómur Hæstarétt- ar í sex ákæruliðum í Baugsmál- inu kom Jóni Ásgeiri Jóhannes- syni, forstjóra Baugs Group, ekki á óvart. Í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum í gær segir hann að í ljós hafi komið að það sé ekki hann sem sé fjósamaður, heldur Sigurð- ur Tómas Magnússon, sérstakur ríkissaksóknari í málinu. Þar vísar hann til ummæla Sigurðar Tómas- ar við meðferð málsins fyrir Hæstarétti, þar sem hann líkti Jóni Ásgeiri við fjósamann sem stæli mjólk. „Þetta er mjög ánægjuleg niðurstaða og í samræmi við það sem ég vissi í hjarta mínu að myndi gerast,“ segir í yfirlýsingu Jóns Ásgeirs. Hann segir að Sig- urður Tómas hafi ekki metið málið sjálfstætt, heldur haldið „þessari vitleysu“ áfram. „Við flutning málsins í Hæsta- rétti í síðustu viku viðhafði hann mjög ósmekkleg og ómakleg ummæli um mig og líkti mér við fjósamann sem stæli mjólkinni úr kúnum sem honum væri treyst fyrir. Sýknudómur Hæstaréttar í dag leiðir á hinn bóginn í ljós að það er hann sjálfur, Sigurður Tómas, sem er hinn eiginlegi fjósa- maður í málinu. Hann situr í for- inni sem þeir Haraldur Johann- essen og Jón H.B. Snorrason skildu eftir sig þegar þeir hrökkl- uðust frá málinu,“ segir Jón Ásgeir. Niðurstaðan ekki óvænt Hefur þú verslað á útsölunum? Fylgist þú með leikjum íslenska landsliðsins á HM í handbolta? Líðan mannsins sem lenti í snjóflóði í Hrappstaðaskál í Hlíðarfjalli á sunnudaginn er óbreytt. Hann er þungt haldinn og er haldið sofandi í öndunarvél á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Þorvaldur Ingvarsson lækningarforstjóri segir manninn hafa liðið súrefnisskort eftir að flóðið féll á hann og ekki sé ljóst hvaða áhrif það hafi. Maðurinn var í vélsleðaferð með félögum sínum þegar snjóflóðið féll. Félagar hans grófu hann upp úr snjónum og gerðu á honum lífgunartilraunir. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti hann á sjúkrahús. Haldið sofandi í öndunarvél
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.