Fréttablaðið - 26.01.2007, Page 10

Fréttablaðið - 26.01.2007, Page 10
Stjórnvöldum í Líbanon var heitið sem svarar yfir 550 milljörðum króna í styrki og lán á alþjóðlegri fjáröflunarráðstefnu í París í gær. Yfir fjörutíu þjóðir og stofnanir hétu aðstoð í formi lágra lánsvaxta, skuldaívilnana eða beinna styrkja. Skilyrði er að aðstoðin fari í áætlun um efna- hagslegar umbætur sem kynnt var fyrr í mánuðinum. Forsætisráðherra Líbanons, Fuad Saniora, lýsti því yfir á ráð- stefnunni að landið væri „á barmi djúprar efnahagskreppu“. Skuld- ir Líbanons jafngilda 2.750 millj- örðum króna, um 185 prósentum af árlegri þjóðarframleiðslu, sem gerir Líbanon að einu skuldsett- asta ríki heims. Yfirmaður Alþjóðabankans, Paul Wolfowitz, sagði stríðið milli Hizbollah og Ísraels í fyrrasumar hafa valdið Líbanon beinu tjóni að andvirði 165 milljarða króna og óbeinu tjóni upp á 48 til 55 milljarða. Aðstoðin gefur stjórnvöldum í Líbanon byr í seglin í valdabar- áttunni við Hizbollah-samtökin og bandamenn þeirra. Hizbollah, sem Íranar og Sýrlendingar styðja, hóf herferð gegn stjórn- völdum, sem hafa stuðning Bandaríkjanna og annarra Vesturlanda, fyrir tveimur mán- uðum með það að markmiði að koma ríkisstjórn Saniora frá. Á miðvikudaginn brutust út átök víða í Líbanon á milli stjórnarsinna og stjórnar- andstæðinga í kjölfar verkfalls sem Hizbollah boðaði sem mót- mælaaðgerð. Að minnsta kosti þrír létu lífið og fleiri en 170 særðust. Óeirðaástand skapaðist í gær þegar sló í brýnu á milli andstæðra fylkinga námsmanna. Einn lést og að minnsta kosti sautján særðust. Átökin á miðvikudaginn þykja minna á daga borgarastyrjaldar- innar sem geisaði í Líbanon árin 1975 til 1990, og vera ákveðið var- úðarmerki um hve fljótt ástand geti farið úr böndunum verði ekki fundin lausn á deilum stjórnvalda og Hizbollah. Stórfé safnast til upp- byggingar í Líbanon Yfir fjörutíu ríki og stofnanir heita Líbanon sem svarar yfir 550 milljarða króna aðstoð til enduruppbyggingar. Landið er eitt það skuldsettasta í heiminum. Að- stoðin er byr í segl stjórnvalda í valdabaráttu við Hizbollah-samtök sjíamúslima. Kynning félagsmálaráðherra á stefnu um aðlögun innflytjenda er gott dæmi um hvernig ráðu- neytin eru notuð í kosningabaráttu stjórnarflokk- anna, sagði Ögmundur Jónasson, þingflokksformað- ur Vinstri grænna, í umræðum um störf þingsins á Alþingi í gær. Hann sagði ráðamenn nú gerast gjöfula vegna komandi kosninga, en þeir reyndu helst að lofa fram í tímann. Aðrir þingmenn kölluðu eftir því að stefnumótun- in yrði rædd í þinginu. Jóhanna Sigurðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, sagði Alþingi verða að fá málið til efnislegrar meðferðar svo þingmenn fengju tækifæri til að hafa áhrif á gang þess. Annað væri lítilsvirðing við þingið. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra sagði að félagsmálaráðherra hefði lagt fram mjög góða stefnumótun í þessu máli, en mikilvægt væri að þingið ræddi málefni útlendinga. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra tók undir með Þorgerði Katrínu og sagði tillögu um að hann sem ráðherra flytti skýrslu um málið á Alþingi góða. Hann svaraði hins vegar ekki ummælum um að ráðu- neyti hans væri notað í kosningabaráttu, öðruvísi en svo að ummælin hefðu verið á lágu plani. Ákveðið hefur verið að efna til allsherjar- atkvæðagreiðslu um kjör stjórnar og trúnaðar- ráðs VR fyrir árið 2007. Framboðslistum skal skila á skrifstofu félagsins, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 1. hæð, eigi síðar en kl. 12:00 föstudaginn 9. febrúar. Kjörstjórnin Framboðsfrestur Virðing Réttlæti VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS F í t o n / S Í A Pétur Óskarsson, talsmaður Sólar í Straumi, segir deiliskipulagstillöguna engu breyta í sambandi við afstöðu Hafnfirðinga til fyrirhugaðra framkvæmda í Straumi. Hug- myndir um mengunarvarnir og minni útblástur brennisteins eigi ekki heima í deiliskipulagstillögu. „Ef álverið ætlar að minnka útblásturinn þarf það að fara fram á endurnýjað starfsleyfi hjá Umhverfisstofnun. Svo er bara verið að taka á brennisteinsmeng- un, ekki annarri mengun. Þarna er bara eitt lítið brot í málinu lagað til og markaðssett sem stórkost- legur sigur umhverfisins í Hafnarfirði,“ segir hann. Jón Ólafsson, fulltrúi Vinstri grænna í starfshópi Alcan og bygginga- og skipulagsnefndar Hafnarfjarðar, segir það rangt að þverpólitískt samkomulag sé um deiliskipulag vegna mögulegrar stækkunar álversins. Markmið starfshópsins hafi verið að þrengja kosti mengunar og hópurinn hafi bara unnið til- lögu að deiliskipulagi ef svo illa færi að tillagan yrði samþykkt. Villandi sé að segja að mengun verði svipuð og í dag. Magn brenni- steinstvíoxíðs sem fari út í and- rúmsloftið aukist um þrjátíu pró- sent eftir stækkunina. Ekki þverpólitískt samkomulag Málsmeðferðar-reglur vegna fyrirhugaðra íbúakosninga 31. mars voru til umræðu í bæjarráði Hafnar- fjarðar í gær og var þeim vísað til bæjarstjórnar. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna, lagði til að þær yrðu ræddar í tveimur umferð- um í bæjarstjórn og var það samþykkt. Í tillögunni sem liggur fyrir er gert ráð fyrir að mögulegt verði að framkvæma íbúakosningar með tvennum hætti, þegar bæjarstjórn ákveði eða þegar fjórðungur kosningabærra íbúa krefjist þess. Bæjarstjórn geti ákveðið að kosningarnar verði bindandi áður en þær fari fram. Engin mörk séu á þátttöku og einfaldur meirihluti dugi. Tillögu vísað í bæjarstjórn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.