Fréttablaðið - 26.01.2007, Side 16

Fréttablaðið - 26.01.2007, Side 16
 Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Barack Obama, sem gerir sér vonir um að verða for- setaframbjóðandi Demókrataflokksins, ber nú til baka ásakanir um að hann hafi á barnsaldri sótt kór- anskóla róttækra múslíma á Indónesíu. Tímaritið Insight fullyrti á vef- síðu sinni að sögur um þetta séu komnar frá stuðningsmönnum Hillary Clinton, sem keppir við Obama í forsetaslagnum, en tals- menn hennar neita því. Sjálfur segir Obama þessar ásakanir „furðulegar“. Hann við- urkennir að hann hafi sótt skóla hjá múslímum, en það hafi ekki verið kóranskóli. Einn af talsmönn- um hans taldi sig þurfa að taka fram að Obama hafi „aldrei verið múslími“. Obama var fæddur á Havaí. Móðir hans var hvít bandarísk kona frá Kansas en faðir hans svartur maður frá Kenía. Eftir að faðir hans sneri aftur til Kenía fluttist Obama til Indónesíu sex ára gamall með móður sinni og indónesískum stjúpföður sínum, Lolo Soetoro. Þar bjó hann í fjögur ár og sótti þar skóla eins og önnur börn, en flutti tíu ára gamall aftur til móðurforeldra sinna á Havaí. Bæði bandaríska sjónvarpsstöðin CNN og frétta- stofan AP hafa gert menn út af örkinni til að heim- sækja grunnskólann í Jakarta, sem Obama gekk í á sínum tíma í Indónesíu. „Það er ekkert hæft í þessum ásökunum,“ sagði Almad Solichin, aðstoðarskólastjóri í skólanum SDN Menteng 1. „Jú, flestir nemendurnir okkar eru mús- límar, en hér eru kristnir líka. Allir eru velkomnir hingað … þetta er almenningsskóli.“ Sumir kennarar við skólann muna enn eftir Obama, óvenju háum strák með hrokkið hár sem var fljótur að tileinka sér tungumálið og þótti góður í stærðfræði. Fréttirnar af forsetaframboði þessa fyrrverandi nemanda vöktu mikla ánægju í skólanum. Gekk aldrei í kóranskóla H im in n o g h af /S ÍA Nielsen-veiðihjól fyrir sjóstöng 2.992 kr. Loop-stangasett 19.900 kr. Nielsen-sjóstöng 4.487 kr. 3.495 kr. 990 kr. 4.143 kr. Barnakuldaskór 1.970 kr. 1.970 kr. Devold Active buxur og bolur dömu og herra Barnakuldaskór Toread-dömuúlpur Toread-herraúlpur Toread-útivistarbuxur Birt með fyrirvara um texta- og myndabrengl. 2 stk. 1.250 kr. Pathfinder-bakpoki 8.950 kr. Mad Dog-vöðlur 3,5 mm Neoprene 2.950 kr. Mad Dog Max4 veiðibuxur 5.950 kr. Mad Dog Max4 veiðijakki 13.425 kr. Ameristep-rúllubaggi 12.390 kr. 3.355 kr.12.875 kr. Devold-húfurVinnuskyrtur 6.900 kr. Campingaz-ferðasalerni Loop-veiðivörur Kuldaskór með mannbroddum 3.995 kr. 3.499 kr. GönguskórGönguskór 4.995 kr. Kvenkuldastígvél 4.494 kr. Nielsen-veiðihjól fyrir sjóstöng Nielsen-veiðistangir Frá 3.158 kr. 2.872 kr. Cass Creek-æfinga- kalltæki 25–40% afsláttur 35% afsláttur 40% afsláttur Didriksons-úlpur Risa Frumvarp menntamála- ráðherra um sameiningu Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands var tekið til umræðu á Alþingi í gær. Stefnt er að því að sameina skólana frá 1. júlí 2008. Tilgangurinn með frumvarpinu er meðal annars sá að stuðla að frekari uppbyggingu háskóla í landinu, sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra þegar hún mælti fyrir frumvarpinu í gær. „Þetta er mál sem að mínu mati hefur mikla þýðingu fyrir háskólasamfélagið, og er brýnt og mikilvægt skref í því að byggja upp Háskóla Íslands sem öflugan háskóla í fremstu röð,“ sagði Þorgerður Katrín. HÍ og KHÍ í eina sæng 2008
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.