Fréttablaðið - 26.01.2007, Side 28

Fréttablaðið - 26.01.2007, Side 28
greinar@frettabladid.is Ef stjórnarflokkarnir fá þingmeirihluta í komandi kosningum, þá er eðlilegast, að þeir haldi áfram samstarfi. Það hefur gengið vel. Ef stjórnarand- stæðingar verða hlutskarpari, þá munu þeir reyna stjórnarmyndun saman, eins og þeir segjast stefna að. Hvað myndi vinstri stjórn undir forsæti Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur gera? Reynum að reikna það út. Í fyrsta lagi má styðjast við reynsluna af fyrri vinstri stjórnum á Íslandi. Vinstri stjórnin 1971- 1974 skildi eftir sig 50% verð- bólgu, en vinstri stjórnin 1980-1983 100% verðbólgu. Vinstri stjórnin 1988-1991 sóaði almannafé í loðdýrarækt og fiskeldi og lét eftir sig stórkostlegan fjárlagahalla. Í öðru lagi má styðjast við reynsluna af stjórn Ingibjargar Sólrúnar í Reykjavík 1994-2002. Á sama tíma og ríkið lækkaði skatta verulega, hækkaði R-listinn opinber gjöld í Reykjavík. Útsvar hækkaði úr 9,2% 1994 í 13,03% 2005. Skatttekjur borgarinnar jukust um fjórðung. Á sama tíma og ríkið lækkaði hreinar skuldir sínar úr 172 milljörðum kr. 1997 niður í 45 milljarða kr. 2006, tífölduðust hreinar skuldir borgarinnar, úr röskum 4 milljörð- um kr. 1993 í 44 milljarða kr. 2002. Í þriðja lagi má styðjast við reynsluna af stjórn jafnaðarmanna í Svíþjóð, en Samfylkingin vill fara „sænsku leiðina“. Svíar voru löngum ríkasta þjóð Norðurlanda, en eru nú hin fátækasta. Lands- framleiðsla á mann í Svíþjóð var 1964 um 90% af landsframleiðslu á mann í Bandaríkjunum, en er nú um 75%. Raunverulegt atvinnu- leysi er um 15-17% og bitnar aðallega á æskufólki. Nánast öll ný störf frá 1950 hafa orðið til í opinbera geiranum. Skattheimta nemur um 60% af landsfram- leiðslu. Í fjórða lagi má styðjast við orð Ingibjargar Sólrúnar og annarra forkólfa Samfylkingarinn- ar. Þau virðast ekki geta á heilum sér tekið, því að í góðæri síðustu tíu ára hefur sumum gengið enn betur en öðrum. Þau tala um, að fjármagnstekjuskattur sé of lágur og auka þurfi framlög til velferð- armála (þótt þau hafi stóraukist síðustu ár). Þau vilja stöðva virkjanir og hafa í hótunum við útgerðarfyrirtæki. Þau virðast ekki hafa neinn áhuga á hagvexti. Fyrsta verk Ingibjargar Sólrúnar í Stjórnarráðinu verður vitanlega að taka niður málverkin í húsinu af Jóni Þorlákssyni, Ólafi Thors og Bjarna Benediktssyni. Annað verkið verður að ráða nokkra vildarvini til skrafs og ráðagerða. En umræðustjórnmálin munu ekki reynast ókeypis. Ríkisútgjöld munu stóraukast og skattar hækka. Skatttekjur ríkisins munu minnka vegna aukinnar skattheimtu, því að atvinnulífið mun dragast saman, og þá verða tekin lán, svo að hreinar skuldir ríkisins munu stóraukast. Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður úr 10% í 20%, en við það hverfur skattstofninn áreiðanlega að mestu leyti, svo að ríkið missir af 15-20 milljarða tekjum á ári. Tekjuskattur á fyrirtæki verður hækkaður úr 18% í 30%, en við það minnka tekjur ríkisins (alveg eins og þær jukust við lækkunina), líklega um 10 milljarða. Sérstakur skattur á útgerðarfyrirtæki verður stórhækkaður. Þetta verður atvinnulífinu þungbært. Seðlabankinn verður sviptur sjálfstæði og látinn „leysa“ vandann með lánsfjárþenslu. Verðbólga eykst þá í 20-30% að minnsta kosti, en fjöldi fólks mun ekki ráða við afborganir af húsnæðislánum og missa heimili sín. Bankar munu lenda í miklum erfiðleikum. Ríkt fólk hraðar sér til útlanda með fyrirtæki sín og fjármagn (en við það verður tekjuskipting vissulega jafnari). Atvinnuleysi eykst í 10-15%, sérstaklega í röðum æskufólks. Nú eru hreinar skuldir ríkisins á mann um 150 þúsund kr. Þær munu tífaldast, í 1,5 millj. kr. á mann. Skattheimta ríkisins, sem á samkvæmt áætlunum að fara í 32% 2008, mun þess í stað aukast um fjórðung, í 40%, svo að hið opinbera, ríki og sveitarfélög, mun samtals taka til sín 52% af landsframleiðslu. Ísland mun dragast aftur úr Danmörku og Noregi í almennum lífskjörum og lenda við hlið Svíþjóðar. Hér hef ég ekki gert annað en reikna framtíðina út eftir fenginni reynslu. Vonandi hef ég rangt fyrir mér. En sporin hræða. Vinstri stjórn? Fyrsta verk Ingibjargar Sól- rúnar í Stjórnarráðinu verður vitanlega að taka niður mál- verkin í húsinu af Jóni Þorláks- syni, Ólafi Thors og Bjarna Benediktssyni. Annað verkið verður að ráða nokkra vildar- vini til skrafs og ráðagerða. Samningur sá sem nýlega var gerður við Háskóla Íslands um eflingu rannsókna við skólann markar tímamót. Sameiginlegt markmið samningsaðila er að tryggja gæði kennslu og rannsókna við Háskólann og stuðla að metnaðarfullri framþróun í starf- semi skólans. Framlög til Háskóla Íslands voru hækk- uð um 300 milljónir króna á fjárlögum 2007 í tengslum við samninginn. Rannsóknarframlög til skólans munu hækka um 640 milljónir króna árlega á tímabilinu 2008-2011 og hafa þá hækkað um tæpa þrjá milljarða í lok samningstímabilsins, árið 2011. Það er athyglisvert að Samfylkingin hefur nú tekið þann kúrs að leggjast gegn þessari eflingu Háskóla Íslands líkt og fram kemur í grein þingmannsins Þór- unnar Sveinbjarnardóttur í Fréttblaðinu miðvikudag- inn 24. janúar. Þórunn segir að best sé að setja aukið fjármagn í samkeppnissjóði og að sú ákvörðun að efla rannsóknir við HÍ „sé í raun óskiljanleg í ljósi þróun- arinnar á háskólastigi og í vísindasamfélaginu“. Með samningnum sé verið að „feta veg meðalmennskunn- ar“. Þetta eru kaldar kveðjur til Háskóla Íslands og óneitanlega nýstárlegur rökstuðningur að með því að efla okkar helstu menntastofnun verulega sé verið að ýta undir meðalmennsku. Ekki síður vekur athygli að Samfylkingin sem til þessa hefur verið óvinveitt einka- reknum háskólum og haft horn í síðu sam- keppnissjóða skuli nú leggjast gegn því að Háskóli Íslands sé efldur með þeim rökum að betur hefði farið á því að leggja fjármagn- ið í samkeppnissjóði. Höldum nokkrum staðreyndum til haga. Á undanförnum árum hafa framlög til háskólamenntunar aukist hröðum skrefum, eða úr 6,6 milljörðum við upphaf kjörtíma- bilsins árið 2002 í 10,8 milljarða á fjárlögum þessa árs. Fjöldi háskólanema hefur tvöfald- ast á örfáum árum. Námsframboðið hefur aldrei verið meira. Framlög í samkeppnissjóði hefur rúmlega tvö- faldast á kjörtímabilinu. Er þetta að feta veg meðal- mennskunnar? Ég fagna því að Samfylkingin áttar sig loks á mik- ilvægi samkeppnisjóða. Það er stefna ríkisstjórnar- innar að áfram verði unnið að eflingu þeirra og raunar sérstaklega tekið fram í samningi stjórnvalda og HÍ. Til að háskólar og vísindamenn þeirra séu í stakk búnir til að keppa um fé í samkeppnissjóðum, innlend- um jafnt sem erlendum, verður hins vegar ákveðinn grunnur að vera til staðar. Á síðustu árum hafa rann- sóknarframlög til háskóla margfaldast. Með nýjum samningi er Háskóli Íslands viðurkenndur sem horn- steinn okkar háskólakerfis. Er Samfylkingin á móti því? Höfundur er menntamálaráðherra. Er Samfylkingin á móti eflingu HÍ? H vaðan skyldi hún ættuð ræðan sem gripið er til um öfundina þegar fundið er að makindum og óhófi hinna auðugu? Rótin er ævinlega sú sama: einhver bubbinn missir sig í ofsalegu ríkidæmi sínu og ber sig eins og smákóngar fyrri tíða. Þegar vottar fyrir opinberri vandlæt- ingu á misskiptingu auðsins hefst ræða, ýmist úr munni eyðslu- seggsins eða málsvara hans. Hvað er öfundsvert í högum hins auðuga? Látlítil græðgin sem heimtar á okkar tímum sjúklegan gróða sem er í engu sam- ræmi við venjulega ávöxtun fjár, hvorki í þróuðum samfélögum né þróunarlöndum, er það hún sem er öfundsverð? Er það valdastaða hans fengin með styrkum vina- og hagsmunaböndum í samfélagi þar sem kerfin riðlast hratt og örfáum er veitt tækifæri til uppkaupa á eignum almennings eins og dæmin sanna í austurvegi og okkur nær? Að kunna og geta makað krókinn, farið á svig við almenn viðhorf sanngirni og réttlætis? Er sú gáfa öfundsverð? Varla er það óhófið sem menn vilja komast í, hin skamma sæla neyslunnar, þar sem hinn ofsaddi mettar sig á blístrinu svo honum verður illt. Eða eru það hin ytri tákn hégómans sem menn skarta og hefja sig á stalla með. Eru þau öfundsverð? Sálaróvinir sækja heim snauða og ríka. Blasa ekki við dæmin að auði fylgir oft óhamingja? Ríkidæmi í samfélagi okkar hefur lengst af farið fram með meðalhófi og stillingu – skynsemi og varúð þess hyggna sem veit að veraldargengi er valtast af völtu. Sú auðstétt sem nú er orðin til á Íslandi veit að hóf er best, þó hún missi sig á stund- um í oflátungslegum bokkahætti. Flestir í þeim söfnuði þekkja sér nærri dæmi um sára fátækt, þrældóm langra vinnudaga, sundrungu fjölskyldunnar og þann einmanaleik sem mörgum er búinn í okkar samfélagi. Að ónefndum heilsubresti og umönnun − ef gefst − sem brátt skilur á milli hinna auðugu í samfélaginu og allra hinna sem eru mannsævina að öngla saman í þak yfir höfuðið og menntun fyrir börnin sín. Fáir þeirra ná á sinni stuttu ævi að draga saman það fé sem eytt var í alræmda veislu auð- manns á dögunum á einni skammri kvöldstund. Betur væri að þeirri gleði hefði verið aflýst. Á endanum falla allir eins og grasið: hold verður mold. Nema upphefjist sá siður að greftra auðkýfinga enn á ný með skarti, veisluföngum og þjónaliði sínu: þrjá þreytta söngvara og flygil í mína gröf. Auðmenn landsins risu upp á skömmum tíma fyrir dugnað, aðstöðu og tækifæri sem þessi þjóð gaf þeim og þeir hrifsuðu. Þeim er hollast að misbjóða ekki almenningi með stærilæti og stórbokkaskap. Kjósi þeir ekki, er þeim skást að finna sér aðra þjóð. Í útlöndum er öllum sama hvernig þeir láta. Þar þekkir þá enginn. Hér heima stendur fólki ekki á sama. Skipti það auðkýfinga landsins máli. Makindi auðsins og öfundin
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.