Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.01.2007, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 26.01.2007, Qupperneq 48
Vetrarhlaup 4 Áhugi Guðmundar á ísklifri vakn- aði þegar hann komst inn í leiðang- ur á Mont Blanc í júní árið 2005. „Ég fór með hópnum í æfingaferðir áður en haldið var út og þá kynnt- ist ég ísklifrinu,“ segir Guðmundur sem fer nú helst alla laugardaga og sunnudaga í ísklifur. „Þetta er mitt helsta áhugamál og ég stunda það eins oft og ég get þegar ég er í fríi.“ Aðspurður hvað sé svona skemmtilegt við ísklifur segir Guð- mundur: „Þetta byggist á strategíu og tækni enda er maður að leysa erf- iðar þrautir í hvert sinn sem maður klífur nýja leið. Það eru engar tvær leiðir eins og alltaf gaman að fara erfiðar leiðir.“ Guðmundur segir ísklifur mjög erfitt og enn fari hann ekki hvaða leið sem er. „Það tekur tíma að komast inn í þetta. Það þarf að læra tæknina auk þess að ná nægum styrk í hendur og fætur til að geta hangið utan í vegg,“ segir hann og viðurkennir að auðvitað geti ísklif- ur verið hættulegt. „Maður er samt alltaf bundinn við línu og ef menn fylgja þeim öryggisreglum sem eru í þessu þá ættu þeir að vera nokk- uð öruggir. Það gengur heldur ekki að fara einn í ísklifur heldur verður að hafa félaga. Það kemur alltaf sá tímapunktur að félaginn heldur í líflínuna hjá manni.“ Spurður hvort hann hafi ein- hvern tíma lent í óhappi við ísklifur segir Guðmundur: „Já, já. Ég hef alveg fengið að detta. Síðasta laug- ardag datt grýlukerti á löppina á mér og ég er aðeins haltur eftir það en annars er ég alveg heill ennþá. Það þýðir ekkert að hætta þó maður meiði sig eitthvað. Stundum fær maður smá klakastykki í andlitið en það er bara gaman að því. Bara skella á það plástri og halda áfram,“ segir hann og hlær. „Um daginn hrapaði ég hátt í tíu metra en þá greip línan mig þannig að ég fann ekkert fyrir því. Þetta er alveg ofsa- lega skemmtilegt sport en er auðvit- að ekki fyrir hvern sem er.“ sigridurh@frettabladid.is Ísklifur allar helgar Guðmundur Freyr Jónsson hefur stundað ísklifur af miklu kappi í um tvö ár og líkir því við að leysa erfiðar þrautir. Mikilvægt er að klæða sig rétt þegar hlaupið er úti að vetri til. Mestu máli skiptir að vera í mörgum flíkum, hverri utan yfir aðra, því það hjálpar til við að halda á manni hita. Gerviefni eins og polypropylene, Drylete, eða Thermax, henta vel í þær flíkur sem eru næstar líkamanum. Ekki er ráðlagt að nota bómull næst líkamanum því hún hleypir ekki raka í gegnum sig. Utan yfir flíkurnar sem eru innst er gott að vera í þunnum rúllukragabol sem er úr gerviefnum, eða úr blöndu af gerviefnum og bómull. Best er að yfirhöfnin sé léttur vatnsheldur vindjakki úr efni sem andar. Á virkilega köldum dögum kemur Gore-Tex jakki að góðum notum sem vernd í mikl- um kulda. { vetrarlíf }
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.