Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.01.2007, Qupperneq 59

Fréttablaðið - 26.01.2007, Qupperneq 59
í háloftunum. „Á hjálminum voru þrjár myndavélar, en hjálmurinn vó einhver 5 kíló og var rándýr í þokkabót,“ segir Sigurður. „Ég sér- hæfði mig í myndatökum og mynd- aði þegar við stukkum á jökla og fjallatoppa, gerðum stjörnur og settum ýmiss met.“ Sigurður myndaði meðal annars fyrstu stjörnuna sem gerð var hér- lendis, en svo kallast mynstur sem hópur fallhlífastökkvara myndar er þeir taka höndum saman í frjálsu falli. „Svo myndaði ég 42 manna stjörnu sem búin var til á Flórída sem jólakveðja hingað heim,“ segir Sigurður en myndbandið af stjörn- unni var sent til Íslands í hraðpósti og sýnt í sjónvarpinu á síðustu stundu. Hápunktur ferils Sigurðar var hinsvegar hvorki met né fjallstindur sem stokkið var á. „Það hringdi í mig stúlka sem hafði hringt í sex aðra fallhlífaklúbba en hvergi fengið að stökkva. Það var vegna þess að hún var blind. Þú þarft að skrifa undir blað sem segir að þú sért með heils- una í lagi, þar með talið að sjónin sé góð, áður en þú mátt stökkva. Þess vegna hafði henni verið neitað,“ segir Sigurður. Honum fannst það hinsvegar synd að fullfrískri 35 ára stúlku væri neitað að stökkva svo hann sagði bara já. Hann skrifaði athugasemd á umsögnina að hún væri blind, sýndi henni hvað þyrfti að gera með hendinni og svo stukk- um þau. Á leiðinni niður lýsti hann því sem fyrir augu bar og stuttu síðar lentu þau heilu á höldnu. „Ég missti leyfið tímabundið á meðan var verið að rannsaka atvikið, en það var vel þess virði,“ segir Sigurð- ur. „Stelpan var svo ánægð að ég fæ ennþá jólakort frá henni.” ALLIR SNERU ÞEIR AFTUR Árið 1999 snéri Sigurður til Íslands en þá var hann hættur að stökkva. Vegna pípulagningavinnunnar voru hné hans orðin slæm og hann var búinn að lenda í ýmsum óhöppum og brjóta ýmiss bein á fallhlífaferli sínum. “Þau gréru öll vel þannig að það var bara eitt brákað bein í öxlinni sem var slæmt. Það nudd- aðist utan í taug sem gerði það að verkum að ég missti mátt í hendinni að hluta til. Þeir voru lengi að finna meinið en þegar það var búið var það lagað,” segir Sigurður. Nú býr Sigurður á Akureyri þar sem hann rekur verslunina Katt- arbúðir. Í búðinni eru vörur fyrir vélsleða- og vélhjólamenn og hefur mótorsportið tekið við af stökkinu sem helsta áhugamál Sigurðar. “Ég var orðinn slæmur í hnjám eins og ég sagði, og einnig í baki. Þá fór ég að keyra enduro hjól, fer alltaf eftir vinnu upp í fjöll, og ég hef sjald- an verið betri í skrokkinum,” segir Sigurður. “Þetta er hollt sport og ég vil benda þeim foreldrum sem hafa áhyggjur af börnum sínum á hjól- unum og vélsleðum á, að meðan þau eru í þessu er engin hætta að þau fari í dóp og aðra vitleysu. Það er mikils virði í dag.” En hvað býr framtíðin í skauti sér fyrir eitt sinn hokkímanninn, svo fallhlífarstökkvarann og svo mót- orhjóla- og vélsleðakappann Sigurð Baldursson. “Þegar það var skýjað úti í Flórída sátum við oft, ég og félagi minn, með kokteil í hendinni og létum okkur dreyma um að opna kokteilbar á ströndinni,” seigir Sig- urður og hlær. “Það er enn draum- urinn. Ég vona að þegar búðin verði komin vel á ról geti ég selt hana, flutt til Hawaí og opnað lítinn kok- teilbar á ströndinni.” 15 { vetrarlíf }
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.