Fréttablaðið - 26.01.2007, Page 86

Fréttablaðið - 26.01.2007, Page 86
Rafn Hafnfjörð sýnir nokkrar ljós- mynda sinna í matsölunni og kaffi- húsinu Cafe Milanó í Skeifunni í Reykjavík um þessar mundir. Sýn- inguna kallar hann Flæðarmálið en myndefnið er allt sótt í ögurstund flóðs og fjöru. Rafn er einn ármanna íslenskr- ar ljósmyndunar, kominn hátt á átt- ræðisaldurinn, nýbúinn að selja Litbrá sem hann rak um áratuga- skeið, en enn við að festa form í filmu og í minnið. Ferill hans er um margt einstakur: Rafn er menntað- ur í ljósprentun eins og hún var kölluð í upphafi en var svo nefnd offsetprentun. Hann er einn af mörgum í því fagi sem höfðu inni- legan áhuga á listum og iðn hans veitti honum innsýn í tæknilega framvindu myndarinnar og eftir- gerðar hennar af filmu. Rafn byrj- aði barnungur að taka ljósmyndir í Hafnarfirði þar sem hann ólst upp hjá frændfólki sínu. Áhugi hans á ljósmyndum var sprottinn af þörf á tjáningu í mynd. Hann varð síðan ungur maður félagi í Litla ljós- myndaklúbbnum. Hann fékk verð- laun á ljósmyndasýningu Ferðafé- lagsins 1952 og tók þátt í samsýningu áhugaljósmyndara tveimur árum síðar og hinni frægu sýningu þeirra 1961. Á þessum tíma nutu áhuga- ljósmyndarar leiðbeiningar manna eins og Kaldals og afstrakt-málar- anna, voru í alþjóðlegu samstarfi og sendu myndir sínar víða, fylgd- ust með verkum manna á borð við Capa, Amsel og Cunningham í gegnum amerísk tímarit um list- ræna ljósmyndun. Rafn hafði áhuga á listrænni ljósmyndun en í gegn- um vinnu sína komst hann í kynni við Dieter Roth, en Litbrá prentaði fyrir Dieter bækur hans á tímabili. Það leiddi hann inn á enn frekari tilraunir með vinnslu myndefnis úr náttúrunni og til þátttöku hans í sýningarhaldi í Kúlunni, mynda fyrir verslunina Icelandic Arts and Crafts í New York og loks mynda í Íslandsdeildinni á Heimssýning- unni í New York 1967. Rafn hefur haldið fjölda sýninga á ljósmyndum sínum. Hann heldur sig enn við að mynda mótíf úr nátt- úru en margir hafa þrætt slóð hans á þá leið. Rafn hefur haldið úti vef með myndum af Íslandi til sölu. Fáar myndir þar inni eru í ætt við listrænar myndir hans, þær eru af öðrum toga. Ferill hans er orðinn æði fjölbreyttur og myndasafn hans stórt og merkilegt, bæði sem sögu- leg heimild og listrænt framlag til myndlistar á Íslandi. Erfitt verður að taka saman ítarlega yfirlitssýn- ingu um ljósmyndir hans en vert. Sýningin í Cafe Mílanó stendur til 10. febrúar. Greinargott viðtal er við Rafn í útgáfuröð Þjóðminja- safns Íslands: Ljósmyndun á Íslandi 1950-1970 sem Guðrún Harðardótt- ir tók saman. Þar rekur hann sinn einstaka feril á mótunarárunum. Flæðarmál í fáum myndum „DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“ DAGUR VONAR Unaðslegar stundir Rauða Húsið · Sími: 483-3330 Búðarstíg 4 · 820 Eyrarbakkka www.raudahusid.is með spennandi fjögurra rétta kvöldverði á aðeins 3.900.- allar helgar í janúar, febrúar og mars Sýningarnar eru opnar virka daga frá kl. 11 -17 og um helgar frá kl. 13 - 16 Gerðuberg • sími 575 7700 Hugarheimar - Guðrún Bergsdóttir sýnir útsaum og tússteikningar Sýningin er framlengd til 4. febrúar vegna mikillar aðsóknar! Um næstu helgi... Rúrí: Tími - Afstæði - Gildi Sjónþing og sýning frá glæstum ferli Laugardaginn 3. febrúar kl. 13:30 - 16:00 Vissir þú... ...að í Gerðubergi er góð aðstaða fyrir ráðstefnur, námskeið, fundi og móttökur Sjá nánari upplýsingar á www.gerduberg.is GERÐUBERG www.gerduberg.is Snemma sumars verða fimm ár liðin frá því sambýlingar í Borgar- leikhúsi, Leikfélag Reykjavíkur og Íslenski dansflokkurinn, stofnuðu til dansleikhúskeppni. Hefur hún jafnan átt sér stað í júní þar sem hefur komið saman margt nýtilegra hugmynda sem valdir höfundar hafa þróað með leikurum og döns- urum. Nú er undirbúningur hafinn að fimmtu keppninni og vilja sam- starfsaðilar koma fastara formi á fyrirbærið, þar á meðal að gefa því nafn. Dansleikhús er nýtt og vaxandi listform en tilgangur keppni af þessu tagi er að styðja þetta form, kanna möguleika þess og veita listamönnum tækifæri til að kynn- ast greininni betur. Mikill áhugi er á dansleikhúsi meðal listamanna þvert á listgreinarnar en umsækj- endur hafa verið úr myndlist, tón- list, dansi og leiklist. Þetta er í fyrsta sinn í nær fjóra áratugi sem Leikfélag Reykjavíkur stofnar formlega undirdeild, en félagið hefur átt gott samstarf við Dans- flokkinn sem hófst með flutningi hans í húsið í tíð Þórhildar Þorleifs- dóttur. Dansleikhúsið er eðlilegt framhald af samkeppninni, en framúrskarandi þátttakendum keppninnar gefst nú kostur á að vinna áfram að sínum hugmyndum með hópi listafólks úr röðum Leik- félagsins og Dansflokksins. Dans- leikhúsið hóf göngu sína í desem- ber og völdust tveir höfundar til að leiða fyrsta verkefni dansleikhúss- ins, Marta Nordal leikkona og Peter Anderson, dansari og danshöfund- ur. Marta er sigurvegari dansleik- hús/samkeppninnar 2006 en Peter hefur átt verk í keppninni frá upp- hafi og hefur unnið til verðlauna, þá hefur hann samið verk fyrir Íslenska dansflokkinn, Reykjavík dansfestival o.fl. Fjórir dansarar og leikarar taka þátt í verkefninu sem verður frumsýnt 7. júní sama kvöld og danleikhús/samkeppnin 2007 fer fram, en almennar sýning- ar á verkinu verða í haust. Leikfélagið og Íslenski dans- flokkurinn efna til samkeppni um nafn á þetta nýstofnaða dansleik- hús en þeir sem hafa áhuga á að senda inn tillögur geta nálgast allar upplýsingar á heimasíðu Borgar- leikhússins, www.borgarleikhus.is. Nefnum dansleikhús
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.