Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.01.2007, Qupperneq 96

Fréttablaðið - 26.01.2007, Qupperneq 96
Klaufar að fá ekkert út úr leiknum Kristján hafnaði samningstilboði Brann Karlalið Grindavíkur í körfunni leitar nú að bandarísk- um leikmanni til þess að fylla skarð Steven Thomas sem meiddist á dögunum. Grindavík spilar við ÍR í undanúrslitaleik bikarkeppni KKÍ og Lýsingar á sunnudagskvöldið og má því ekki við því að leika án bandarísks leikmanns í jafn stórum leik. Að sögn Friðriks Ragnarsson- ar, þjálfara Grindavíkur, er ekki öruggt að nýr leikmaður verði kominn fyrir leikinn. „Það eru svona helmingslíkur á að við náum inn nýjum manni. Ég er að bíða eftir svörum að utan,“ sagði Friðrik í gær en málin ættu að skýrast betur í dag. Grindavík lék án bandarísks leikmanns á sunnudag og vann þá Þór úr Þorlákshöfn 98-97. Gætu spilað án Kana á móti ÍR Eftir tvo frábæra leiki á HM kom íslenska liðið niður á jörðina gegn Pólverjum. Það hafði öll ráð í hendi sér nánast allan leikinn en klaufaskapur í bland við ömurlega dómgæslu kom Pól- verjum inn í leikinn og þeir þökk- uðu fyrir með því að taka öll stigin í tveggja marka sigri, 33-35. Alfreð þjálfari byrjaði leikinn á því að láta Guðjón Val og Alexand- er stíga vel út í hinar öflugu skytt- ur Pólverja. Íslenska liðið reyndi að keyra upp hraðann í leiknum og átti greinilega að ganga frá leikn- um hið fyrsta. Pólverjar hafa þá tilhneigingu að leggja niður vopnin þegar þeir missa andstæðinginn of langt fram úr sér og á það átti greini- lega að reyna í þessum leik. Allir leikmenn komu vel stemmdir, sóknin gekk vel, vörnin var öflug og Birkir Ívar í fínu formi þar fyrir aftan. Strákarnir voru alltaf skrefi á undan en í hvert skipti sem þeir fengu tækifæri til að ná vænni forystu gerðu þeir sig seka um klaufaleg mistök sem skiluðu mörkum hjá Pólverjum. Staðan í hálfleik hefði klárlega getað verið vænleg en klaufaskapurinn gerði það að verkum að munurinn var aðeins tvö mörk í leikhléi, 14-12. Strákarnir byrjuðu síðari hálf- leikinn af miklum krafti og unnu kafla manni færri 2-0. Þá fóru dómararnir að henda strákunum af velli fyrir litlar sakir og fyrir vikið komust Pólverjar inn í leik- inn á ný. Ísland komst í 18-14 en í stöð- unni 20-17 hrundi leikur liðsins og Pólverjar komust yfir, 20-21, þegar tæpar 20 mínútur voru eftir af leiknum. Á þessum kafla var varnarleikurinn slakur, mark- varslan engin og takturinn í sókn- inni hvarf einnig aldrei þessu vant og munaði nokkuð um að Logi Geirsson fór meiddur af velli. Lokamínútur leiksins voru æsi- spennandi en það datt allt með Pólverjum síðustu mínúturnar sem kristallaðist vel í marki Biel- eckis er hann kom Póllandi í 32-34. Boltinn hafði viðkomu af varnar- manni og inn. Þar tapaðist leikur- inn endanlega. Óþarfa tveggja mínútna brottvísun fyrir ólöglega innáskiptingu undir lokin hjálpaði heldur ekki til. Þetta var í einu orði sagt grát- legt. Liðið lék ágætlega lengstum og var alltaf við það að ganga frá leiknum. Það vantaði hins vegar drápseðlið í strákana okkar í dag og það hlýtur að vera þeim mikið áfall að tapa þessum leik sem þeir höfðu í hendi sér nánast frá upp- hafi. Þeir geta betur, áttu að gera betur og vita það manna best sjálf- ir. Vonandi verða þeir með blóð á tönnunum er þeir mæta Slóvenum á morgun. Það voru margir góðir í dag en það er á engan hallað þegar Róbert Gunnarsson er tekinn út en hann átti stórbrotinn leik, skoraði úr öllum sex skotum sínum og fiskaði Pólverjana út af hvað eftir annað. Alexander var einnig frábær og það er búið að vera hrein unun að fylgjast með honum á þessu móti. Þvílíkur leikmaður. Ólafur og Guð- jón áttu fína spretti og Birkir varði vel í fyrri hálfleik. Íslenska landsliðinu fataðist flugið á HM í gær. Strákarnir voru sjálfum sér verstir gegn Pólverjum en arfa- slök dómgæsla spænskra dómara leiksins hjálpaði heldur ekki til. Leikur Íslands og Póllands bauð upp á flest allt sem góður handboltaleikur hefur upp á að bjóða. Leikurinn var hraður og snarpur og það voru spilaðar góðar varnir. Munurinn á liðun- um var aldrei mikill og þetta gat farið hvernig sem er. Því miður fyrir okkur þá féll sigurinn ekki okkar megin. Jafntefli hefðu verið sanngjörnustu úrslitin. Íslenska liðið byrjaði leikinn vel og var greinilega ákveðið að selja sig dýrt. Varnarleikur liðs- ins var mun betri en gegn Túnis. Birkir Ívar stóð þéttur fyrir aftan vörnina, varði meðal ann- ars tvö vítaskot í byrjun leiks og samtals 9 bolta í fyrri hálfleik. Íslenska liðið náði að standa vörnina nokkuð vel í fyrri hálf- leik en helst lenti það í vandræð- um með hröð upphlaup Pólverja en helmingur marka þeirra kom með þeim hætti í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik spiluðum við 6:0 vörn sem var því miður ekki eins sterk og 5+1 vörnin í fyrri hálfleik. Það vantaði helst að miðjan væri að vinna nægilega góða vinnu. Seinni hálfleikur hófst með svipuðum hætti og sá fyrri og tókst okkur að halda frumkvæð- inu framan af. Pólverjar voru aldrei langt undan en okkur tókst aldrei að ná 3-4 marka forustu. Það hefði getað munað miklu. Þegar síga fór á seinni hlutann komu Pólverjar sterkir inn og síðustu mínúturnar voru gríðar- lega spennandi. Það var mjög svekkjandi að uppskera ekkert út úr þessum leik því vissulega áttum við annað stigið skilið. Ef það er við einhvern að sak- ast þá er það við okkur sjálfa því í raun var það fyrir okkar eigin klaufaskap að uppskeran var engin. Frammistaða leikmanna var mjög misjöfn. Allir leikmenn lögðu sig fram en uppskáru ekki alveg í takt við það. Alex, sem vart sást í fyrri hálfleik, átti frábæran seinni hálfleik og skoraði þá sex mörk. Ólafur sem var frábær í fyrri hálfleik átti erfitt uppdráttar í þeim síðari. Guðjón Valur stóð sig vel en meiðslin sem hann varð fyrir háðu honum á lokasprettinum. Snorra voru nokkuð mislagðar hendur því þótt að hann hefði skorað fimm mörk var sóknar- nýting hans ekki nægilega góð. Birkir Ívar var nokkuð fínn í fyrri hálfleik en því miður var markvarslan slök í seinni hálf- leik. Roland kom inn á fljótlega í seinni hálfleik en fann sig ekki og spurning var um hvort sú skipting hafi átt rétt á sér. Það er samt auðvelt að vera vitur eftir á. Logi spilaði nokkuð vel, var skynsamur og nýtti færin sín vel. Ég hefði viljað fá að sjá Markús koma inn en ekki Arnór þegar Logi var hvíldur. Okkur gekk erf- iðlega að finna línuna í fyrri hálf- leik en í þeim síðari kom Róbert mjög sterkur inn. Niðurstaðan er því sú að við spiluðum mjög fínan leik en vorum klaufar að kasta sigrinum frá okkur í lokin. Þetta er þó eng- inn heimsendir og nú er bara að leggja Slóvena af velli í næsta leik en til þess höfum við alla burði. „Við vorum ekki að spila nógu vel í dag og það verður að játast. Við gerðum mikið af mistökum bæði í vörn og sókn, fengum mörk á okkur einum fleiri og skjótum illa og fyrir okkar eigin klaufaskap töpum við þessum leik,“ sagði leikstjórnand- inn Snorri Steinn Guðjónsson eftir leik. „Við fengum tækifæri en það er skandall að hafa ekki slátrað leiknum þegar við komumst fjórum mörkum yfir. Þess i stað slökum við á og þeir ganga á lagið sem endar með tapi.“ Áttum að slátra leiknum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.