Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.11.2007, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 29.11.2007, Qupperneq 8
8 29. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR MENNING Málverkið Hvítasunnumorgunn verður höfuðverk í sýningu Listasafns Reykjavíkur sem opnuð verður á sunnudag á Kjarvalsstöðum. Verkið var selt óþekktum íslenskum kaupanda á uppboði hjá uppboðshúsi Bruun Rasmussens í Kaupmannahöfn í febrúar fyrir metupphæð, eða ríflega 25 milljónir króna með gjöldum. Milligönguaðili var Gallerí Fold og nú hefur verið upplýst að Landsbankinn var á bak við kaupin. Tilvist Hvítasunnumorguns var ókunnug áður en það birtist í skrám danska uppboðshússins, en það hafði verið í eigu fjölskyldu sem Kjarval var í tengsl- um við á öðrum áratug síðustu aldar. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að sá sem fann verkið og átti þegar það var selt á uppboðinu hafi verið Jónas Freydal lista- verkasali. Viðskiptaleyndarmál Aðspurður segist Jónas hvorki vilja neita þessu né játa. „Það er ekkert meira um það að segja en að þetta er viðskiptaleyndarmál. Menn á Íslandi verða að fara að skilja hvað í því orði felst,“ segir Jónas. Eins og greint var frá í Menningu, fylgiriti Frétta- blaðsins, hefur Jónas nýverið lagt fram möppu sem hann fann með áður óþekktum verkum eftir Þorvald Skúlason frá dvöl listamannsins í Frakklandi á fyrstu árum stríðsins. Hefur þeim fundi verið mætt með þögn í öllum öðrum fjölmiðlum, en Jónas var á sínum tíma ákærður og sýknaður í svokölluðu stóra málverkaföls- unarmáli. Almælt er í hópi þeirra sem höndla með eldri málverk íslensk að Jónas standi á bak við fleiri verk sem komið hafa fram á síðustu misser- um á uppboðum Bruun, en hann vill ekki tjá sig um þau mál. Þannig hefur verulegt magn smáverka eftir Svavar Guðnasson selst á uppboðum Bruun undanfarið en uppboðshúsið neitar að gefa upp eigendasögu í flestum tilvikum. Skattalegur trúnaður Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til breytinga á versl- unarlögum þar sem harðar er kveðið á um eigenda- sögu í kaupum og sölu á myndlistarverkum. Er sú krafa lögð á uppboðsaðila að eigendasaga liggi fyrir áður en verk er selt. Uppboðshús víða um heim líta á sölu listaverka sem trúnaðarmál seljanda og þess sem höndlar með verkið. Er sá trúnaður einkum sprottinn af skattalegu tilliti. Flest uppboðshús hafa á sínum vegum sérfræðinga sem meta hvort verkið er ófalsað áður en til uppboðs kemur. Hér á landi reyndist þekking á þeim verkum sem talin voru fölsuð bundin við sérfræðinga safna sem voru hagsmunaaðilar að málinu. Með Hvítasunnumorgni verða sýnd önnur verk úr eigu Landsbankans. Sýningarstjóri er Aðalsteinn Ingólfsson. pbb@frettabladid.is Jónas Freydal fann Hvítasunnumorgun Átti verkið þegar það var selt fyrir metfé á uppboði í Danmörku fyrr á þessu ári. Kaupandinn var Landsbankinn fyrir milligöngu Gallerí Foldar. MYNDLIST Jónas Freydal, listaverkasali og athafnamaður, segir það viðskiptaleyndarmál hvort hann hafi átt verkið. UPPBOÐIÐ HJÁ BRUUN Hvítasunnumorgunn eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval er einstakt í röð verka málarans. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR GIRNILEGIR VEISLUBAKKAR MEÐ LITLUM FYRIRVARA 554 6999 | www.jumbo.is BLANDAÐUR BAKKI 3.580 kr. SAMLOKU- BAKKI 2.890 kr. TORTILLA & PÓLARBRAUÐ 3.480 kr. FONDU SÚKKULAÐIBAKKI 2.950 kr. 32 BITAR 10 MANNS 36 BITAR 36 BITAR A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið VIÐSKIPTI „Síminn hefur ekki stoppað hjá mér eftir að fréttin birtist í Fréttablaðinu,“ segir Gunnar Guðsveinsson hjá Sæl- keradreifingu. Fyrirtækið er aðalinnflytjandi á japanska nauta- kjötinu Wagyu, sem kemur af nautgripum sem aldir eru á bjór og úrvalsfæði og fara reglulega í nudd. „Fólk hringdi til að forvitnast um á hvaða veitingahúsum það gæti fengið svona steik og í hvaða verslunum kjötið verður til sölu. Þá var verið að spyrja um hvern- ig ætti að elda kjötið og af hverju það væri svona dýrt,“ segir Gunn- ar, en kíló af kjötinu mun líklega kosta um sextán þúsund krónur út úr búð. Að sögn Gunnars höfðu þó nokkrar verslanir samband og vildu kaupa allt það kjöt sem væri í boði. „Mestur tíminn hjá mér í gær fór í að reyna að redda meira kjöti. Ég er búinn að fá pantanir í næstum þrjú hundruð kíló af kjöt- inu en ég á eftir að redda því öllu. Eins og er eru fimm hundruð kíló á leiðinni til landsins, en ég þyrfti að fá svona sex til sjö hundruð kíló. Birgjarnir mínir í Evrópu anna bara ekki eftirspurninni eins og er.“ Að sögn Gunnars verður kjötið til sölu í flestum betri matvöru- búðum landsins um hátíðirnar, en framboðið verði takmarkað. - æþe Wagyu-nautakjöt rýkur út eins og heitar lummur eftir umfjöllun Fréttablaðsins: Fimm hundruð kíló á leiðinni WAGYU NAUT Nautgripirnir eru fóðraðir á úrvalsfæði sem þeir skola niður með bjór undir klassískri tónlist.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.