Fréttablaðið - 29.11.2007, Side 38

Fréttablaðið - 29.11.2007, Side 38
[ ]Hægindastólar eru til þess gerðir að láta fólki líða vel og getur verið einstaklega gott að láta líða úr sér í þeim eftir erfiðan dag eða sitja og lesa góða bók. Barstólar af ýmsu tagi njóta sí aukinna vinsælda. Þeir eru ekki einungis keyptir inn fyrir verslanir og veitingastaði heldur kaupir almenn- ingur þá í auknum mæli til að hafa inni á heimilum sínum. Þeim er þá stillt upp við eyjur og upphengdar borðplötur í eldhúsi og setja flottan svip á heimilið. Stólarnir eru þó langt frá því að vera bara upp á punt því einstaklega þægilegt er að geta tyllt sér á þá og látið líða úr fótunum. Oft er á þeim fótskemill í passlegri hæð og marga er hægt að og lækka. Það ætti því að vera mun heilsusamlegra að hvíla þar lúin bein en á lægri stólum með fæt- urna í flækju. Stólarnir eru til í fjölbreyttu úrvali í allflestum húsgagna- verslunum bæjarins og myndu margir sóma sér vel í þeim kokkteil boðum og veislum sem framundan eru. vera@frettabladid.is Barstólar fyrir heimilið Ton-barstóll frá Epal. Hönnun: August Thonet. Verð 12.980 kr. Ice-barstóll frá Epal. Hönnuður: Kasper Salto. Verð: 75.600. Leðurstóll með pumpu og krómfæti frá Effezeta. Kostar 35.900 og fæst í Toscana. Effezeta-leður- stóll með króm- fótum. Kostar 35.900 og fæst í Toscana. Til í fleiri litum. Fíberglass (trefjagler) stóll með pumpu og krómfæti. Er frá ítalska fyrirtækinu Effezeta og kostar 12.900 Fæst í Toscana og er til í mörgum litum. Boum-barstóll frá ítalska fyrirtækinu Kristalia. Hönnuðir eru Monica Graffeo og Ruggero Magrini og fæst hann í versluninni Heima. Þetta er snúnings- stóll sem hægt er að hækka og lækka með því að ýta á hnapp undir setunni. Hægt er að velja um tvenns konar áklæði. Annars vegar mjög slitsterkt, teflonhúðað pólýesteráklæði og hins vegar áklæði úr pólýúreþani sem mjög auðvelt er að þrífa. Verð 82.800 krónur. Skemmtileg hönnun. Stól- arnir eru til í mörgum litum og er hægt að stafla þeim. Hönnun: Kon- stantin Grcic. Fást í Epal og kosta 23.770 krónur. Villeroy & Boch / kringlunni / 533 1919 WMF STEIKARPOTTUR TILBOÐSVERÐ 10.900 kr. Marretti Hágæða Ítölsk vara Gler eða harðviðar tröppur, burstað ryðfrítt stál eða pólerað. B.Haraldsson s. 897-8947 • bjorneh@simnet.is Salerni með hæglokandi setu kr. 9.900.- Skútuvogi 4 - s. 525 0800 Baðdeild Álfaborgar Magnaða moppuskaftið Dagar skúringafötunnar eru taldir Alltaf tilbúið til notkunar Gólfin þorna á augabragði Fljótlegt og þægilegt Sölustaðir: Húsasmiðjan - Byko - Pottar og prik Akureyri - Áfangar Keflavík - Fjarðarkaup - Parket og gólf - Eyjatölvur - Miðstöðin Vestmannaeyjum - Litabúðin Ólafsvík - Skipavík Stykkishólmi - Rými - SR byggingavörur Siglufirði - Rafsjá Sauðárkróki - Nesbakki Neskaupsstað - Núpur Ísafirði - Vélaleiga Húsavíkur. Heildsöludreifing: Ræstivörur ehf.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.