Fréttablaðið - 29.11.2007, Page 42

Fréttablaðið - 29.11.2007, Page 42
 29. NÓVEMBER 2007 FIMMTUDAGUR Stjórn Samtaka iðnaðarins hefur ráðið Jón Steindór Valdi- marsson í stöðu framkvæmda- stjóra samtakanna. Hann tekur við starfinu af Sveini Hannes- syni frá og með næstu mán- aðamótum. Jón Steindór Valdimarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og tekur við af Sveini Hannessyni. Jón Stein- dór hefur áralanga reynslu af starfi samtakanna þar sem hann gegndi áður stöðu aðstoðarfram- kvæmdastjóra þeirra. „Þetta er auðvitað talsvert mikil breyting fyrir mig,“ segir Jón Steindór. „Hins vegar þekki ég samtökin, skipulag, verkefni og starf þeirra afskaplega vel. Sem aðstoðarframkvæmdastjóri var ég meira í afmörkuðum verk- efnum en í nýja starfinu fær- ist áherslan meira á heildarsýn- ina bæði inn á við og út á við auk þess sem ég tek ábyrgð á stjórn og starfi samtakanna. En auðvitað er líka starfandi styrk og virk stjórn yfir samtök- unum auk þess sem þau státa af góðu starfsliði svo að ekki velt- ur allt á framkvæmdastjóranum einum,“ segir Jón Steindór og ít- rekar að hann taki við mjög góðu búi og farsælum rekstri af Sveini Hannessyni. „Þess vegna er ekki nein þörf fyrir byltingu hér þó að ég reikni með því að þess muni sjást merki þegar fram líða stundir að nýr framkvæmdastjóri sé tekinn við starfi.“ Spurður hvað sé fram undan hjá Samtökum iðnaðarins segir Jón Steindór stærstu verkefnin ætíð fólgin í því að tryggja sem best rekstrarumhverfi og arðbæran rekstur. „Því miður er mikill óstöðug- leiki í efnahagsmálum sem er iðn- aðinum erfiður. Af einstökum við- burðum á næstunni get ég nefnt að í janúar verður menntadagur iðnaðarins og útboðsþing, í febrú- ar fundur um konur í iðnaði og síðan iðnþing 6. mars og verður það helgað Evrópumálum, en sam- tökin hafa lengi talið að rétt sé að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru.“ Jón Steindór hefur þó nokkra reynslu af alþjóðasamvinnu og segir að á því leiki enginn vafi að sú reynsla komi honum að góðum notum. „Markmið Samtaka iðnað- arins er að skapa þeim fyrirtækj- um sem aðild eiga að þeim hag- stætt rekstrarumhverfi. Slíkt um- hverfi skapast í sívaxandi mæli á alþjóðavettvangi, hvort heldur það gerist með alþjóðasamningum eða öðrum þáttum alþjóðavæðingar. Hlutverk samtaka eins og okkar felst því mjög í því að fylgjast vel með og taka mið af gangi mála á heimsvísu og hvetja til þess og berjast fyrir því að íslenskar að- stæður verði lagaðar sem best að þeirri þróun.“ - þr Nýr framkvæmdastjóri hjá Samtökum iðnaðarins Jón Steindór Valdimarsson er nýr framkvæmdastjóri SÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL ● JÓN STEINDÓR er fæddur og uppalinn á Akureyri og stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1978. Hann útskrifaðist sem lögfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1985 og hóf haustið 1988 störf hjá Félagi ís- lenskra iðnrekenda og síðan hjá Samtökum iðnaðarins frá stofnun þeirra 1993. Lengst af starfaði Jón Steindór sem aðstoðarframkvæmdastjóri þeirra. Hann hefur mikið sinnt verkefnum sem tengjast alþjóðasamvinnu og hefur gengt margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir Samtök iðnaðarins. Má þar nefna að hann er stjórnarformaður Nýsköpunarsjóðs atvinnulífs- ins, situr í stjórn Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og á sæti í Ráð- gjafanefnd EFTA. Jón Steindór er kvæntur Gerði Bjarnadóttur mennta- skólakennara og eiga þau þrjár dætur. Árlegur menntadagur iðnaðarins fer fram í seinni hluta janúar og mun að þessu sinni fjalla um námsefnisgerð fyrir iðn- og starfsnám. Samtök iðnaðarins halda árlega menntadag iðnaðarins og bjóða þá til ráðstefnu um mál sem varða mennt- un og uppbyggingu mannauðs í iðnaði. Að þessu sinni mun ráðstefnan taka fyrir námsefnisgerð fyrir iðn- og starfsnám. Á ráðstefnunni koma framsögumenn frá erlendum systursamtökum Samtaka iðnaðarins, menntamála- ráðuneyti og frá útgefendum. Verknámskennarar eru sérstaklega velkomnir á ráðstefnuna. Til sýnis verða námsgögn í iðn- og starfsnámi, meðal annars þau sem Samtök iðnaðarins hafa styrkt útgáfu á. Að sögn forsvarsmanna hefur uppbygging iðn- og starfsmenntunar verið mjög öflug síðastliðna áratugi. Lagaumhverfi í atvinnulífinu er mun hagfelldara og búist er við því að ný lög um framhaldsskóla auðveldi enn frekar samstarf atvinnulífs og skóla. Unnar hafa verið metnaðarfullar námskrár í fjölmörgum greinum og framhaldsskólarnir státa margir af góðum aðbún- aði til kennslu í iðn- og starfsgreinum. Þó kemur fram hjá Samtökum iðnaðarins að úrval námsefnis sé misjafnt eftir greinum, sérstaklega í fá- mennum greinum. Ástæðan sé helst lítill markaður og að því leyti eigi iðn- og starfsmenntun langt í land með að ná sambærilegri stöðu og í nágrannalöndum okkar. Til að bæta úr þessu ákváðu Samtök iðnaðarins fyrir tveimur árum að verja árlega tíu milljónum króna til námsefnisgerðar í iðnaði. Tugir námsgagna hafa verið styrktir til útgáfu og verða til sýnis á menntadegi iðnaðarins, sem er hinn 23. janúar 2008. Allar nánari upplýsingar: www.si.is - rh Tíu milljónir í námsefnisgerð Samtök iðnaðarins verja tíu milljónum árlega til námsefnis- gerðar og munu fjalla um um þessi mál á árlegum Menntadegi iðnaðarins í janúar. Járn & Gler ehf. - Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin. - 104 Reykjavík S: 58 58 900. www.jarngler.is Færanleg og mjög hljóðlát loftpressa. Afkastar 50L/min og 8.bar/116 psi. 24 Lítra kútur. Vegur aðeins 27.kg. B:40cm x D:40cm x H:60cm ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir Lyngháls 10 - verslun Tunguháls 15 Sími 564 6070 www.kvarnir.is Sorpkvarnir í heimilisvaska 15% afslát tur til jóla

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.